Bjarmi - 01.08.1909, Blaðsíða 1
BJARMI
= KRISTILEGT HEIMILISBLAÐ
III. árg.
Reykjavík^J. ágúst 1909.
16. tW.
»Sannarlega er scrhver maðtir hcgómi, hveisn /ast sem hann slcndnr«. Sálm.39,5.
„Sjálfur leið þú sjálfan þig".
Eins og kunnugt er, þá eru þessi
einkunnarorð Ietruð á hið nýgjörða
líkneski Ingólfs landnámsmanns, sem
á að standa hjá »Mentahúrinu« á
Arnarhóli.
Orðin sýnasl i lljótu hragði vel
valin. Pau eiga að tákna víkings-
lundina og alla framkomu hennar í
víkingslífinu.
Þessi orð eru heiðin »móðurorð«,
galdur, sem móðir gól syni sínum,
fyrst allra galdra.
í þessu einkunnarorði felst sú
hugsun, að sonurinn eigi að ganga
sína víkingsgötu, ósluddur af öllum
og öllum óháður, goðunum líka, en
trúa á mátt sinn og megin.
Hann á að fara víða og margt
kemur fyrir á langri leið, margar
vegarþrautir: VatnsföII slór og ólg-
andi haf, fjandmenn, búnir lil á-
hlaups, og fjötrar, ef hann ber lægra
hlut, frost á fjallvegum, handfastar
vofur i náttmyrkrinu, og margvisir
jötnar, er hafa það að gamni að spyrja
vegfarandann i þaula, og lála hann
setja höfuð sitt i veð um það, hvor
meira viti, hann eða »hundvís jöt-
unn«.
Við öllum þessum þraulum varð
víkingssonurinn að vera búinn.
En hver bjó hann úl? Móðirin
með öllum sínum göldnim.
Guðanna er ekki getið. Sonurinn
átti að trúa á þann mátt sinn og
megin, sem móðirin hafði, veitt hon-
um með göldrunum.
Hiörleifur, fóstbróðir Ingólfs, hafði
þessa trú. Hann trúði á mátt sinn
og megin.
En hamingjuskifli urðu með þeim
fóslbræðrum, þegar hingað kom: Ing-
ólfur varð landnámsfaðir og hinn
kynsælasti maður, og mikill höfðingi,
en þrælar urðu Hjörleifi að bana, og
eigi þótti þá önnur skömm meiri, en
ef þrœll varð frjálsum manni að
bana.
Ingólfur er ekki í neinum vafa.um,
hvað valdið hafi þessu hamingjuleysi
fóstbi-óður hans, því hann segir:
»Lítið lagðist hér fyrir góðan dreng,
og sé eg svo hverjum verða, er eigi
vill blóta« (trúa á goðin).
í þessum orðum er fólgin sá sann-
leikur, sem ekki gat einu sinni dul-
ist heiðnum manni, að hamingju-
maður getur enginn orðið, nema hann
byggi trú sina á æðri krafti, en sjálfs
sins mætti og láti leiðast af þeim
æðra krafti. Ingólíur gerði það.
Hann spurði guðina til ráða og fór
algjörlega að tilvísun þeirra, bæði
um förina hingað og hvar hann
skyldi hér land nema.
Og svo sýnir sagan, að aðrir land-
námsmenn fóru að dæmvim hans,
þeir sem hamingjusamastir urðu.
Pessi frásögn er öll merkileg og
gelur verið oss kristnum mönnum,