Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.08.1909, Blaðsíða 3

Bjarmi - 01.08.1909, Blaðsíða 3
B JARMI 123 En maðurinn lét seni hann lieyrði eigi þetta loforð Campbells og sagði honum upp alla söguna, hvernig liann hefði öðlast kraft Krists í full- um mæli, kraftinn til að lifa nýju lifi, guði þóknanlegu. Hann mælti: »Eg er óbreyttur verkamaður; eg var einu sinni drykkjurútur; eg var tekinn upp af götunni. Eg vaknaði þá all í einu af syndasvefninum og öll hrell- ing hvarf mér óðara við trúna á blóð Jesú, útlieltu fyrir mig lil syndalausn- ar. Eg sneri mér af heilum huga til guðs og mér fanst »þreytta hjartað hvilt og horfið alt mitt böl«; eghugði að nú væri úti öll sú barátta við freistingarnar, sem á mig hefðu strítt áður. En það var stutt yndi. Mér varð gengið fram hjá vínsölubúð. Þá stóðst eg ekki mátið. Eg gekk inn og drakk mig drukkinn og svona fóru leilcar hvað eftir annað, svo að þeir, sem voru að bjarga mér, urðu úrkulavonar um mig. Mér kom það ekki að neinu haldi, þó að mér hefði verið margsagt, að Jesús hetði ver- ið hreinn, Jjúflyndur og máttugur. Eg lá ílatur fyrir ástríðunum, eins fyrir því. En einu sinni var eg á gangi úti á götu sem oftar og þá kraup eg á kné, þar sem eg var staddur, ótilkvaddur af mönnum, og bað, fórnandi liöndum til himins: »Drotinn Jesú, þú heíir kallað mig! Varðveittu mig! Ge/ mér þinn undal I’á gafst mér sá kraftur, sem gerði mig að frjálsum manni. Það var kraftur heilags anda. Svona var end- irinn á þeim þælli úr æfisögu minni sem þér sögðuð í stólnum i dag«. Campbell svaraði engu. Hann gat ekki hrakið það sem verkamaðurinn sagði. fíSkýzl, þótt skýr sé«, segir orðtækið. Páll. Saga eítir N. P. Madsen. (Framh.). „En hver er ástæðan til þess, barn, þú hlýtur þó ab hafa einhverja ástæðu til að spyrja svona?" „Eg hefi sagt þér það — mér þætti gaman að vita það“. Berta hristi höfuðið gremjulega og fór að blaða í skjölum sínum og sagði síðan: „Þú ert víst eitthvað úndarleg i dag, barnið gott,“. Skömmu síðar lagði Elísabet saum- ana frá sér og hóf svo máls á ný: „Erænka!“ „Já“. „Frænka, ertu viss um, að þú komist í himnaríki?" „En hjartans barn — hvað gengur að þér“, sagði Berta, heldur en ekki óðamála og leit til bróðurdóttur sinnar, eins og þrumu lostin — „hver ætli annars hafi komið þessu inn hjá þér — ó, nú veit eg það“. Það var eins og Bertu væri sagt það í sömu svifum, og hún mælti: „Lísa, það er víst hann Páll, sem hefir — hefir prédikað fyrir þér“. „Nei, Páll hefir als ekkert prédikað mér, frænka", mælti Elísabet. „En hann hefir talað um — um trú- arefni, er ekki svo?“ „Jú, en hvað gerir það til?“ „Já, mér flnst nú satt að segja, að það sé æði — ja, hvað á eg að segja — djarft af vinnupilti, að vaða upp á þig, með þessar hugmyndir í fyrsta skiftið sem hann ríður út með þér!“ „Hann hefir als ekki vaðið upp á mig“ — greip Elísabet fram í, „eg spurði og liann svaraði — það er alt og surnt". „— Þú spurðir — Elísabet, hvað er

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.