Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 16.08.1909, Blaðsíða 7

Bjarmi - 16.08.1909, Blaðsíða 7
B J A R M I 135 »1. Kyrlíjuþingið.tnótmælir öllum þeim guðfræðisstefnum, sem beinlínis eða ó- beinlinis afneita sannsöguleik þeirra grundvallaratriða kristindómsins, sem f'-iam eru tekin í hinni kristilegu trf ar- játningu. 2. Kirkjuþingið viðurkennir réttmæti og gagnsemi trúaðrar biblíurannsóknar, en álitur bins vegar margar af þeim staðbæfingum, sem nú á tímum er hald- ið fram í nafni biblíurannsóknanna ó- sannaðar getgátur, sem sumar hverjar séu andstæðar lieilbrigðri, kristilegri trúarhugsun. 3. Kyrkjufélagið viðurkennir, að oþin- berar utnræður um trúmál séu gagnlegar, en álitur að þær eigi alt af að fara fram með hógværð og stillingu, án allrar á- reitni og þersónulegra brigzlyrða. Ressi tillaga var feld með 49 atkv. gegn 27. Síðast bar Hjálmar Bergmann, fulltrúi Tjaldbúðarsafnaðar, uþþ þessa tillögu: »Kyrkjuþingið lýsir því yfir, að prestar og leikmenn kyrkjufélagsins séu eigi með neinu, sem samþykt hefir verið á þcssu kyrkjuþingi, gerðir rækir úr félaginu, þrátt fyrir það, þó að þeir flytji og fylgi skoðunum þeim, sem fram eru teknar i tillögu þeirri, sem borin var fram at Georg Petersonw Pessi lillaga var mikið rædd, og síðast lagt til af dr. Brandson, að síðari liluti lillögunnar frá orðnnum: »Prátt fyrir það« óg til enda, félli burt og var það samþykl mcð 50 atkv. gegn 21. Eftir þau úrslit var það, að fulltrúarn- ir gengu af þingi, eins og áður var sagt. Seinna munum vér l'á ýtarlegri fréttir af kyrkjuþinginu. Heima. Lög síðasta alþingis um bann gegn að- ílutningi áfengra drykkja eru nú staðfest af konungi. Desjiunýrarprestftkall íBorgarfirði eystra er veitt próf. sira Einari Jónssjmi sam- kvæml kosningu safnaðarins. Lagið, sem prentað er hér fremst í blaðinu er cftir trúboðann frá Iíina, dr. Ilayes, en kvæðið er kveðja írá kristni- boðsfélagi islenzkra kvenna í Reykjavík til trúboðanna. BJARMI, kristilegt heimilisblað. Kemur út tvisvar í mánuði. Kostar hér á landi 1 kr. 50 a. og 75 cent i Ameríku. Borgist fyrir 1. júli. — Útsendingu afgreiðslu og innheimtu annast Sigurjón Jónsson, Lækjargötu 6. SAMKIISIIVGfllV, mánaðarrit hins ev.lút. kirkjuf. ísl. í Vesturheimi. Rit- stjóri: síra Jón Bjarnason í Winnepeg. 24 arkir árg. Verð hér á landi 2 kr. Um- boðsm. á ísl. S. Á. Gíslason, Rvík. NÝTT IÍIBKJUBLAÐ. Ilálfsmánaðarrit fyrir kristindóm og kristi- lega menning, 18 arkir á ári, verð 2 kr., i Vesturheimi 75 cenls. Útgefandi Pór- hallur Bjarnarson byskup. m. ai Útgefandi: Hlutafélag í Reykjavík. Ritstjóri: Bjarni Jónsson kennari, Kárastíg 2, Reykjavík. Afgreiðslu- og innheimtumaður: Sigurjón Jónsson, Lækjargötu 6.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.