Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.09.1909, Blaðsíða 4

Bjarmi - 15.09.1909, Blaðsíða 4
148 B J A R M I átti að vera búinn að skrifa bréf, áður en pósturinn kemur. Næstu dagana á eftir tók Berta eftir því, að Elízabet var oftar stödd í her- berginu sínu en hún átti vanda til. Og af því að henni var aldrei rótt innan- brjósts, og sí og æ að njósna um hvað eina, sem henni þótti grunsamiegt, hvað iítið sem það var, þá staðróði hún með sér að grerslast eftir, hvernig á þessu stæði. Einu sinni, þegar Elízabet var uppi í herbergi sínu, þá gekk Berta þangað. „Mór leiddist, Lísa min“, mælti Berta þegar hún var komin inn úr dyrunum „og þess vegna gekk eg upp til þín að gamni mínu. Nú, þú ert að lesa, það líkar mér — það er hressandi. Hvaða bók er það, sem þú ert svona sokkin niður í — hvað er þetta - ■ ertu þá ekki nema að lesa í biblíunni". Berta reyndi að láta ekki bera á því, að henni væri þetta ógeðfelt og mælti með Ijúf- asta brosi: „Þetta var frábrigðilegt — en hugðnæmt er það. Hvað ertu helzt að lesa, — nú, Jóhannes — já, hann ritar dýrðlega. En segðu mér, Lísa litla — er þetta nú ekki alt of þung- skilið efni handa þór — er þér ekki ofvazið að skilja það tilsagnarlaust". „Jú, frænka mín, eg skil það ekki“. „Nei, það gæti eg hugsað. En eg ber jafn mikla virðingu fyrir gáfum þínum eins fyrir því. En hver veit nema eg geti hjálpað þér eitthvað. Hvað er það nú sérstaklega, sem þú ekki getur skilið?“ „Ja, það er nú svo margt, frænka— mór finst annars, að hér sé svo margt, sem dæmi mig“. „Svo já, það sýnir nú bara, að þú hefir ekki skilið það rétt. Mór er það í fersku minni, að hirðfrúin mín eisku- lega sagði svo oft: „Bibiían er einka- huggunin mín“. Hvað er það þá, Lísa mín, sem hefir sérstaklega dæmt þig, eins og þú segir?“ „Já, eg hefi strykað við marga staði, t. d. orðin, sem hér standa : „Ef nokk- ur elskar heiminn, þá er kærleiki föð- urMns ekki í honum“. Og eg hefi þá elskað heiminn, frænka?" „Nei, nei, vist ekki, barnið gott, þú mátt nú bara ekki trúa því“. „Hvað er þá heimur að þínum skiln- ingi, frænka?" „Heimur að minum skilningi", svar- aði Berta frænka. Það kom eins og dálítið fát á hana, því að nú átti hún að segja til vegar í ókunnu landi. „Já, hvernig eigi að skilja orðið heimur, — í því felst að sjálfsögðu eitthvað — sem við megum ekki elska — eitthvað ijótt — eitthvað, sem þú, Lisa mín, hefir að sjálfsögðu ekki elskað. Þú munt þó aldrei efast um, að guð elski þig, barn?“ „Eg veit ekki, frænka — fyrir hvað ætti guð að elska mig?“ „Fyrir hvað, hvernig geturðu spurt Jusa ? Guð elskar alla rnenn, veiztu það ekki?“ „En svo er það liórna, frænka“, og svo fletti hún upp á öðrum staðogias: „Guð hefir útvalið oss í ICristi, áður en veröldin var grundvölluð, til þess að vér skyldum vera heiiagir og flekklausir". Við erum ekki heilagar, frænka". „Nei, guð sé oss næstur, barn, svo hrokafullar erum við þó ekki. „En nú stendur hér, að guð 'nafi út- valið oss til þess að vera heilagar". „Já, Lísa mín, en þú getur ekki skil- ið, að hór er ekki átt við þennan heim. Á himnum verðum vér heilagar, þar eigum við að fá gullfaliega, hvíta vængi, eins og allir hinir heilögu englar". „En hér er postulinn að skrifa hin- um heilögu í Efesusborg, og þá eru þeir ekki á himni“. „Nei, að sönnu ekki, lúsa litla, en — eg 7;erð að segja þér það — að þú fer virkilega yfir alt of mikið í einu. Ef við lesum biblíuna svona, hvar lend- um við þá? Það var í Efesus, og við

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.