Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.09.1909, Blaðsíða 6

Bjarmi - 15.09.1909, Blaðsíða 6
150 B J A R M l un fylti svo hjarta hennar, að hún tók bibliuna sína hegar fyrsta kvöldið og og fór að lesa í henni. En svarið, sem hún hitti á, þótti henni ægilegt, því þar var það skýlaust tekið fram, að hún tryði ekki og að það líf, sem hún lifði, leiddi hana ekki til himins. Og huggunin, sem hún fekk hjá frænku sinni, var alls engin huggun. Henni varð því að tala við Pál um þetta að nýju. Og það gat hún helzt, þegar þau riðu út saman. Svo var það einn dag, að þau riðu út. Það var lóttur og prúður svipur yflr henni, þar sem hún sat í söðlinum, og reið svo flughart eftir veginum, að Páll átti fult í fangi með að fylgja henni, því að hesturinn hans var eldri og þyngri á sér. Þessi eftirlætisskemtun hennar hresti hana svo upp, að hún gleymdi í fyrstu öllu öðru. (Framh.) Hvert leiðir þú barnið þitt? Hinn nafnkunni þýzki prestur Otto Funcke segir svo frá dæmi móður sinnar í æfiminningum sínum: »Þeir voru timarnir á skólaárum mínum, að nærri lá, að eg týndi trúnni. En mér var frá barnæsku gefin vörn gegn öllum efasemdum mínum. Eg var sem sé knúður til að segja alt af við sjálfan mig: »Ef efasemdir þínar eiga við góð rök að styðjast, þá hefir liún móðir þín verið einhver hinn mesti bjáni, sem nokk- urn tíma hefir uppi verið«. En gegn þeirri hugsun um móður mína reis ekki einungis hver blóðdropi í inér, heldur og skynsemi mín. Ó, hversu oft hefir eklci myndin af henni móður minni birst mér, — henni, sem var svo sæl og rík af sinnitrú, -- þegar eg hefi setið við skrif- borðið mitt, og það leiddi mig aftur á rétta leið. Einu sinni bað ungur drengur föður sinn leyfis, að liann mætti fara með honum til nábúa þeirra. Faðir drengs- ins kvað nei við því, af því að snjó- kyngin væru svo mikil. »I}að gerir ekkert til, pabbi«, mælti drengurinn, »því að eg geng í förin þín«. Við þessi orð leiddist maðurinn til þess- arar hugsunar: »Ef barnið mitt fetar svona í fótspor min í einu og öllu, livar lendir það þá?« Upp frá þeim degi beindi maður- inn sporum sínum á þá götuna, sem liggur til himins. Góði lesaril Það er injög liklegt, að barnið þitt feti í fótspor þín. Hvert leiða þau það þá? G. Á. þýddi. Barnslegt traust. Heldri maður einn í Lundúnum gekk einliverju sinni snemma morguns á skrifstofu sína. Það var um vetur. Á leiðinni sá hann, livar lítill drengur sat á þrepsteini fyrir dyrum úti. Drengurinn var illa til fara og leit út fyrir að honum væri kalt og að hann væri svangur. Maðurinn yrðir á drenginn og spyr: »Hvers vegna situr þú þarna, drengur minn?« »Eg er að bíða eftir því að guð taki mig að sér«, svaraði drengurinn, og þótti hinum svarið næsta kynlegt. »Mamma sagði, að hann mundi gjöra það, og mamma hefir aldrei skrökvað að mér«, mælti drengurínn enn fremur. »Farðu heim til þín, drengur minn«, sagði maðurinn, »það er ekki liolt fyrir þig að sitja þarna«. »Heim til mín? — eg á livergi heima, því að guð liefir tekið þau

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.