Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.09.1909, Blaðsíða 7

Bjarmi - 15.09.1909, Blaðsíða 7
B JARMI 151 bæði til sín, pabba og mömrnu; en mamma sagði mér, að ef eg yrði góður drengur, þá myndi guð senda einhvern til að annast um mig, og eg er líka viss um, að hann gjörir það, því mamma fór aldrei með ó- sannindi«. Manninum datt nú í hug barna- heimili, sem hann styrkti árlega með fégjöfum. Hann tók þá drenginn sér við hönd og mælti: »Komdu með mér; guð hefir sent mig til að annast um þig«. »Ó, eg vissi það nú alt af«, mælti drengurinn, »en mér fanst það drag- ast nokkuð lengi, að þér kæmuð«. G. Á. pýddi. Ferðamolar. Eftir S. Á. Gíslason. Raö er ekki skemtilegt, aö byrja lang- íerö með því að velkjast meö strandferða- bátunum inn á liverja höfn, ekki siztþegar »hafnirnar« eru jafnslæmar og Stokkseyri og Vík, en samt uröu »Hólar« töluvert á undan »Veslu« lil Austurtandsins, enda þótt Vesta færi 3. júli, en Ilólar 6. júlí úr Reykjavík. Eg varð að bíöa 3 daga eystra eftir Vestu norðan um. En þaö var bót i máli, að kaupstaðarbúar fjölmentu til að heyra vitnisburð um Krist, og bóndi, sem eg gisti hjá, bað mig að flytja ræðu á heimili sínu, »af því að ekki gætu farið nema 6« til samkomunnar í kaupstaðnum. »Oss er svo nýtt um messur hér«, sögðu menn.----- »Vesta« fór að liraða sér, er hún loks lagði af stað frá íslandi 14. júli, 2 dögum á eftir áætlun. Ilún var 22 klst. frá Fá- skrúðsfirði til Klaksvíkur. Tröllanes hét fyrsta bygðin, sem sást á Færeyjum. Par kvað vera ágætt undir bú, en erfitt að sækja kyrlcju. Annars búa Færeyingar, eins og kunnugt er, i mörgum smá- liverfum og eru kyrkjur i flestum stærri liverfunum, 7—9 í hverju prestakalli. — Regar prestur er á ferð, messar liann og tekur til altaris jafnt virka daga sem helga, en Færeyingar fara þó til kyrkju á hvcrj- um sunnudegi, þótt prestur sé livergi nærri, og les þá einliver leikmaður lestur úr danskri lestrabók. — Busch og Moe, prestar á Suðurey, gefa úr »Færeysk kyrkjutiðindi«, og kristilegt unglingablað kemur og út í Færeyjum; það liefir yíir 1000 lcaupendur og er þó ekki ársgamalt. — Ágreiningur er töluverður meðal eyjar- skeggja um sambandið við Danmörku og málið; »Sambandspartiet« og »Selvstyre- partiet« fer þar hvort sina leið. Hið síð- arnefnda vill meðal annars, að börnin þurfi ekki að læra dönsku fyr en þau geta skrifað móðurmál sitt, færeysku, að prest- ar prédiki á færeysku, en ekki dönsku, og að biblíunni veröi snúið á færeysku, — þeir liafa þegar snúið Jóhannesar-guð- spjalli. — Hinir eru samt miklu fleiri enn, sem vilja lialda öllu í sama horfi og áður. Það var óþarfi að kvarta um »Færeyja- droll« í þetta sinn, naumast tími til að koma í land í Bórshöfn, og cftir 42 tíma siglingu þaðan stigum vér á land í Leith. Kyrkjulif Skota er fjörugt og margbreytt, eins og kunnugt er, en það er eklci mikið færi að kynnast því með 12 stunda við- dvöl. Samt er það nægur tími til að sjá kyrkju og lestrarstofu sjómanna á Norð- urlöndum í North-Junction str. 4, Leith. Þar var fjöldi blaða og3íslenzk: Bjarmi, ísafold og Rjóðólfur. — Norðmenn hafa prest við kyrkjuna; aðalpresturinn,Kóren, var í þetta sinn norður á Shetlandseyjum að prédika þar fyrir norskum hvalveiða- mönnuin, en aðstoðarmaður hans, séra Sten, tók mér tveim höndum. — Sjó- mannaprestarnir lieimsækja skipin, leið- beina ókunnugum, senda lieim peninga fyrir suma, gleðja aðra með gjöfum, og vitna fyrst og síðast um umskapandi afl kristindómsins. — Stórjóhann prestur i Kristjaníu stofnaði sjómanna-trúboðið norska, sem allir virða og nýtur styrks af almannafé. (Framh.)

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.