Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.1909, Blaðsíða 1

Bjarmi - 01.10.1909, Blaðsíða 1
BJARMI KRISTILEGT HEIMILISBLAÐ III. árg. Reykj avfk; 1. okt. -1909. »Elskið hver annan eins og ég heft elskað yðnr«. Jóh. 15, 13. Breytir þú eftir Kristi? Ef þessi spurning væri lögð fyrir hvern og einn, hverju mundu þeir svara? Fleslir myndu víst svara: Vér vilj- um breyta eins og Kristur breytti, því »hann hefir með dæmi sinu gefið oss hina fullkomnustu fyrirmynd að breyta eftir«. En hvernig gengur svo með eftir- breytnina? Er hún ekki eins og fyrsti tildráttur til stafa hjá byrjandi barni i samanburði við fegurstu forskrift? Jú, sannarlega er munurinn á eftir- breytninni og dæmi Krists ekki minni. Oss fer líkt og börnum, sem eru að byrja að læra að skrifa. Þeir, sem hafa kent börnum að skrifa, vita bezt, hvernig það gengur. Kennarinn fær börnunum forskrift, sem þau eiga að líkja eftir. Fyrst sýnir hann þeim, hvernig þau eigi að draga til stafanna, en að því búnu segir hann: »Nú getið þið hjálpað. ykkur sjálf. Þið þurfið ekki annað en að gá vel að forskriftinni og reyna að hafa stafina sem líkasta forskrift- arstöfunum«. Það er gaman að taka eftir því, hvernig börn fara að, þegar þau eru svona látin spila upp á sínar eigin eigin spýtur í fyrsta sinni. Sum gera hreint ekkert. Þau horfa á forskriftina, einblína á hana, en hreyfa ekki hönd til dráttar lengi, lengi. Þau vila, að þeim er ó- mögulegt að búa til stafi, sem nokk- uð svipi til forskriftarinnar, hvað þá heldur meira. Þau þora ekki að láta kennarann sjá það klór. En á for- skriftina stara þau og sjá þó oftast nær ekkert, því að óttinn fyrir því, að þeim mistakist hraparlega, og hins vegar löngunin til að láta það þó eitthvað heita, glepja þeim alveg sjónir. En til eru börn, sem gera meira en að horfa á forskriftina. Þau læra hana eins og utan að, festa lögun hvers stafs í minni sér, svo vel sem þau geta og að því búnu fara þau að draga til stafanna, hafandi þó sí og æ næmar gætur á forskriftinni. Þau börn eru fljót að læra að skrifa vel. Svo eru það önnur börn, sem hafa engar sveiflur á því, nema fara að pára, eins og kennarinn hefir sagt þeim, og tefja sig ekki svo mjög á því að líta á forskriftina. Þau treysta þvi, að þeim takist það eins einum, eins og þeim tókst það með aðsloð kennarans. Óðara en nokk- urn varir, eru þau búin með línuna og nú á kennarinn að líta á — lista- verkið! »Ekkert lag á þessu«, segir kenn- arinn, »þið hafið ekki litið á for- skriftina, það er auðséð«. Þessi börn eru sein að læra að skrifa vel. Hvert það barn, sem einsetur sér að ná forskriftinni, hefir sífeldar gætur á henni, en treystir eigi minni sínu eingöngu né tilbjálp annara. Svo

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.