Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.10.1909, Blaðsíða 5

Bjarmi - 15.10.1909, Blaðsíða 5
BJARMI 165 í Jérúsalem, og það stendur óhaggað enn. Og að því er annan heim snertir, þá lialda þessi orð sínu gildi. Þar má bæði ganga inn um dyrnar, og »fara inn annarstaðar«. Og þeir fremja rangindi, sem fara fram lijá dyrunum. Eg kalla þá ekki »þjófa og rænigja« þeim lil nokkurrar niðrunar i borgaralegum skilningi. Eg efast ekki um, að ýmsir anda- trúarmenn séu drengir góðir. En að því er annan heim snertir, þá fara þeir að eins og »þjófar og ræningjar«; þeir fara þar inn, sem þeim leyfist ekki inn að ganga. Þeir hrjótast inn í stað þess að »ganga inn um dyrnar«. Og dyrnar er Jesús. Hann hefir sjáfur sagt það herum orðum. »Eg er dyrnar. Ef einhver gengur inn um mig, hann mun hólpinn verða«. Þetta eru ótvíræð orð. Og þessi orð liafa staðist reynsluna. (Framhnld). Ferðamolar. Eftir S. Á. Gí sl aso n. (Framli.). Eftir helgunarfundinn í Græsted fór eg til Skovgaard-Petersens; prestssetur og prestakall Jians heitir Maarum, skamt frá Græsted. Prestakallið Hjá sira er lítið og liægt, — ein Skovgaard-Petersen kirkja, og sótti hann þangað til að hafa hetra næði til að semja bækur, en þá list leik- ur hann betur en ílestir aðrir, eins og kunnugt er. Umhverfis sveitina eru fagr- ir skógar, og rneiri nauln erþað en llest- ar skemtanir að sitja hjá Skovgaard-Pet- ersen i fögrum skógarlundum og skrafa við hann um andleg efni. Par er víðsýnn maður og gáfaður, vel kunnugur trúar- erfiðleikum efagjarnra nútiðarmanna, en hikar þó ekki við að flytja ómengaðan bifllukristindóm. — Konan hans var ekki heima, er eg kom; hún var á »sauma fundi«, fór prestur þangað með mjer, að við skyldum enda fundinn með nokkr- um orðum. Pessir fundir eru haldnir til skiflis lijá trúuðum bændum í sveitinni, lesnar eða sagðar kristniboðssögur, og saumað ýmislegt til styrktar kristniboði. Svipuð saumafjelög eru almenn um allar sveitir bæði í Danmörku og einkum þó í Noregi, — og víðar, og gefa þau stóríé árlega lil trúboðs lieima og erlendis. — En annað var mér meiri nýlunda, er Skovg.-P. sagði mjer frá. »Trúaða fólkið liér í sókninni«, sagði hann, »heldur bænasamkomur hvert laugardagskvöld á 4 stöðum lil að biðja fyrir mjer og sunnu- dagsguðsþjónustunni« — — Jeg gat þess við liann, að þá væri skiljanlegt þótt ræður hans væru góðar, og mikill væri munur- inn að vita af 4 hópum biðjandi samverka- manna, er maður sæti við ræðuundir- búning, eða vera þar sem enginn vissi til að nokkur bæði fyrir prestinum. — Sið- ustu árin hefir Skovg.-P. skrifað 16 smá- rit, »Korle Ord om store Ting«, sum þeg- ar margendurprentuð, — og bækur lrans eru þýddar á mörg tungumál »Pýðing trúarinnar« t. d. á íslenzku, finsku, þýzku, frönsku og japönsku. í liaust kemur ný bók eftir liann: »Ungdomsbogen«, sýndi hann mér efnisyfirlit hennar, og er mér óhætt að fullyrða, að hún verður mörgum kærkomin. — Ungdomsliv eítir Olf. Rikard (verð 2 kr.) er sem stendur bezta æsku- mannabókin á danskri tungu, — prentuð 13 sinnum á þrem árum —, og von er á nýrri bók frá honum í liaust: »Kristi Mænd« minnir mig hún heiti. Pað verð- ur fróðlegt að bera þær allar saman. Pegar Skovg.-P. heyrði að bækur lians væru vinsælar meðal kristindómsvina á íslandi, gerði hann þegar ráðstafanir til að nokkuð af bókum hans yrðu geymdar lijá undirrituðum svo að Reykvíkingar þyrllu ekki lcngi að biða eftir þeim. »Pegar eg var ungur færði Tryggvi Gunnarsson — núverandi bankastjóri — vinur föður mins, okkur börnunum marg- ar góðar gjafir frá íslandi, og síðan hefir mig jafnan hálflangað til að heimsækja ykkur íslendinga, — eg kem líklega þegar eg máveraað«, sagði Skovgaard-Petersen. -----Betur að sá tími kæmi bráðlega, og vér gælum fagnað'slíkum gesti, eins og sómir. Pað yrði oflangt mál, ef eg færi að nelna alla þá vini mina, sem eg heimsótti eftir þetta. En þó verð eg að geta um

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.