Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.11.1909, Blaðsíða 1

Bjarmi - 15.11.1909, Blaðsíða 1
BJARMI KRISTILEGT HEIMILISBLAÐ |IL_árg. Reykjavík^J5. dót. 1909. 23, tM. »Sagði ég pér elcki, að ef pú Iryðir, mundir pú sjá guðs dýrð«. Jóh. 11, 40. Trú, gáfur, lærdómur, Þegar einhver deyr, sem heíir el'lir sig látið fráhært andlegt afreksverk, þá er það vanalega eignað því, að hann hafi verið frábær að gáfiun og lœrdómi, en trúar hans er að engu getið. — Nú eru víst fleslir á einu máli um það, að séra Hallgrímur Pétursson hafi verið bezta og andrikasta sálma- skáldið, sem við höfum nokkurn tíma haft. Var hann þá gáfaðri eða lærðari en önnuv sálmaskáld vor fyr og síðar? Ef hin áður nefnda. algenga skoð- un er rétt, þá hefði svo ált að vera. Og gáfaður heíir hann verið og vel lærður á sínum líma — það er áreiðanlegt. En — - ekki eru yfir- burðir hans fólgnir í því einu. Þeir, sem Passíusálmar hans eru kunnir og kærir, munu hafa i'undið, að andríki og kraflur þessa skálds er fólginn í innilegri og sterkri krisli- legri trú. Og þess vegna — einmill vegna þess — sér hann svo margt glöggara en hin sálmaskáldin; trúarsjón hans er svo miklu skarpari. Ekkert af sálmaskáldum vorum lýsir því eins eftirminnilega eins og hann, að frelsari vor fórnaði sjálfum sér, til þess að hver, sem á hann Irúir, hafi eilíft lif. — »Sælan mig fyrir trúha tel eg, hún tekur svo drottins benjum á«, kveður hann. Ékkert af sáhnaskáldum vorum hefir eins rcllan og glöggan skilning á mennlegu eðli, eins og hann. Hann Hnnur alla hina sömu kosli og galla hjá samtíðarmönnum sínum, eins og hjá Gyðingunum fornu, sama fjand- skapinn gegn Krisli, en þó sömu þörfina á friðþæging hans, og sama kærleikann, en jafnframt sama breyzk- leikann, hjá vinum Knisls. En glöggskygn er hann þó sérslak- lega á alla þá staði í gamla testa- mentinu, sem fyrirmynda viðburðina í guðspjallasögunni. Trú hans á frelsarann er svo sterk og heit, að hún Ij'kur upp fyrir lionum ritning- uh'um. Hvergi er skáldið andríkara en þar sem fyrirmyndanirnar og upp- fyllingin falla saman fyrir trúarsjón hans, eins og t. d. í 30., 31., 47. og sérslaklega 48, sáhninum, um síðusár Krisls. Par lekur hver fyrirmyndan- in og uppl'yllingin við af annari, það er eins og kraftur hans tvötaidist, þegar hann kemur augaá fyrirmyndan- irnar; þær verða honum efni í hjart- næmustu og fegurstu versin; þær ljúka upp í'yrir honum fjárhirzlum guðs rikis. — Það er þessi trúarsjón séra Hall- gríms, sem gerði hann bezla og and- ríkasla sálmaskáldið, sem við hófum ált. Það er trúin, sterk og innileg trú, sem styrkir og éflir alla með- fædda hæíileika og gerir allan lær- dóm verulega arðbæran. Það sýnir 'sagan og reynslan.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.