Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.11.1909, Blaðsíða 1

Bjarmi - 15.11.1909, Blaðsíða 1
BJARMI KRISTILEGT HEIMILISBLAÐ III. arg. RéyltjaTik, 15. móy. 1909. 23. vSagði ég pér ckki, að ef pú trgðir, mundir pú sjá guðs dýrða. Jóli. 11, 40. Trú, gáfur, lærdómur. Þegar einhver deyr, sem liefir eflir sig látið frábært andlegt afreksverk, þá er það vanalega eignað því, að hann liaíi verið frábær að gáfum og lœrdómi, en tniar hans er að engu getið. — Nú eru víst fleslir á einu máli um það, að séia Hallgrímur Pétursson liafi verið hezta og andríkasta sálma- skáldið, sem við höfum nokkurn tíma haft. Var hann þá gáfaðri eða lærðari en önnur sálmaskáld vor fyr og síðar? Ef liin áður nefnda. algenga skoð- un er rétl, þá hefði svo áll að vera. Og gáfaður hefir hann verið og vel lærður á sínum tíma — það er áreiðanlegl. En — - ekki eru ylir- burðir hans fólgnir í því einu. Þeir, sem Passíusálmar hans cru kunnir og kærir, munu hafa fundið, að andríki og kraftur þessa skálds er fólginn í innilegri og sterkri kristi- legri trú. Og þess vegna — einmilt vegna þess - sér hann svo margt glöggara en hin sálmaskáldin; trúarsjón lians er svo miklu skarpari. Ekkert af sálmaskáldum vorum lýsir því eins eftirminniléga eins og' hann, að frelsari vor fórnaði sjálfum sér, til þess að hver, sem á hann trúir, liafi eilíft líf. — »Sælan mig fyrir trúna tel eg, hún tekur svo drotlins benjum á«, kveður hann. Ekkert af sálmaskáldum vorum hefir eins rétlan og glöggan skilning á mennlegu eðli, eins og liann. Hann finnur alla hina sömu kosli og galla hjá samtíðarmönnum sínum, eins og hjá Gyðingunum fornu, sama fjand- skapinn gegn Kristi, en þó sömu þörfina á friðþæging lians, og sama kærleikann, en jafnframt sama hreyzlc* leikann, hjá vinum Kilists. En glöggskygn er hann þó sérstak- lcga á alla þá slaði í gamla testa- mentinu, sem fyrirmynda viðhurðina í guðspjallasögunní. Trú hans á frelsarann er svo sterk og lieit, að hún lýkur upp fyrir honum ritning- nnum. Hvergi er skáldið andrikara en þar sem fyrirmyndanirnar og upp- fyllingin falla saman fyrir trúarsjón lians, eins og t. d. í 30., 31., 47. og sérstaklega 48, sálminum, um siðúsár Krists. Þar tekur hver fyrirmyndan- in og uppfyllingin við af aimari, það er eins og kraftur hans tvöíaldist, þegar hann kemur augaá fyrirmyndan- irnar; þær verða honum efni i lijart- næmustu og fegurstu versin; þær ljúka upp fyrir honum fjárhirzlum guðs ríkis. — Það er þessi trúarsjón séra Hall- gríms, sem gerði hann bezta og and- ríkasla sálmaskáldið, sem við höfum átt. Það er trúin, sterk og innileg trú, sem styrkir og eflir alla með- fædda hælileika og gerir allan lær- dóm verulega arðbæran. Það sýnir sagan og reynslan.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.