Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.11.1909, Blaðsíða 2

Bjarmi - 15.11.1909, Blaðsíða 2
178 B ,1A R M I En af dæmi þessa ástsæla sálma- skálds vors getum vér dregið nyt- saman lærdóm handa oss á þessum efasemdatímum. Það er frelsari vor og engínn ann- ar, sem lýkur upp fyrir oss fjárliirzl- um guðs í gamlatestamentinu. Það er árangurslaust að lesa það nema við ljós fagnaðarboðskaparins. Það ljós getur eilt lýst upp myrku slað- ina þar. Guð hefir nú einu sinni hagað þvi svo. Gamla testamentið er fyrirmyndanin, nýja testamentið upp- fyllingin. Og fyrirmyndanin styrkir trú vora á uppfyllinguna eða eins og tvöfaldar kraft trúarinnar. Mannlegl hyggjuvil og vísindi geta eigi lýst oss á þessum vegum, svo að nokkru verulegu haldi komi. I}eim, sem ætla að segja þar til vegar með gáfum sínum og lærdómi, án trúar, fer líkt og blindum tnanni, sem heldur á Ijósi, en veit eigi, hvernig hann á að halda á þvi, svo að það geli lýst öðrum. Trúin opnar augun, svo að vér getum haldið rétt á ljósinu. Margir laka sér það fyrir hendur að segja öðrum til vegar í guðs ríki, án trúar. En af því að Kristur lýsir þeiin ekki, þá villast þeir sjálfir og villa svo aðra, í slað þess að leið- beina þeim. Þegar vér lesum gamla testamentið þá verða fyrir oss margir staðir, sem vér annaðhvort gefum engan gaum, eða þá vér furðum oss á því, að þeir skuli standa þar innan nm aðr- ar frásagnir. Eru það þá orð frá mönnum eða frá guði? í hvert skifti sem þú, les- ari góður, hittir fyrir slíka staði, þá skalt þú í anda seljast að fótum drott- ins vors og meistara. Hjá honum einum færðu úrlausnina. Hann hefir uppfylt það alt. Hann lýkur upp fyrir þér. Guð. Ó ljósanna guð, þú ert lýsandi sól og lifsmagn, sem tilveru sérhverja ól, í fylling þess alls, scm á framleiðslustig, hver frumgeisli lífsins er tengdur við þig. Með víðsýni hugans ei hægt er að sjá, þá hæð eða dýpt, sem þinn visdómur á; þó ert þú i sérhverri örsmæddar deild, sem eining og fullkomin vitundar heild. Sem anddrag í gegnum alheimsins djúp fer andi þinn, drottinn, í sólstafa hjúp; við aldanna framrás í eilifðarhyl, sem endir og byrjun þú verða munt til. Er skoða ég himinsins skýlausa haf og skínandi kvöldroðans purpuravaf, svo guðlega dráttlist á geim-djúpin þönd þú gjörðir með alvisri meistara hönd. Á sporbrautum sólkerfa alt er sem eitt af anda þíns vísdómi og krafti fram leitt; með jafnvægi alheildar öllu, semvar, í ómælis rúmtaki heldurðu þar. Þá himiniun rofnar við skruggunnar skell og skelfur við tindur, en duna við fell, það er sem þú talir í eldingum þá, sem ógnandi guð, þinu liásæti frá. Þá stormbylur þýtur um storð og um sæ, þinn styrk og þinn mikilleik skynjað ég fæ; í afltökum vindarins eitthvað það býr, sem önd minni til þin með lotningu snýr. í hvíslaudi vorblænuta heyri’ eg þinn rðm, er hálfvakin reisirðu’ úr duptinu blóm; í ásthlýjum tónum, með unaðarþrá fer ilmur þinn, drottinn, um blómlöndin þá. Ég krýp þér, ó guð, sem átt kærleikans yl, og lcraft gegnum timanna fossandi hyl; sem íriðandi dögg svalar frcstkaldri rós, þú faðmar alt liflð og gefur þvi Ijós. Sub. Björnsson.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.