Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.11.1909, Blaðsíða 3

Bjarmi - 15.11.1909, Blaðsíða 3
B J A R M I 179 Andatrúin Og hinir framliðnu. Eftir C. Skovgaard-Petersen. (Framh.;. Þó að raiðilsgáfurnar séu til, þá réttlætir það ekki íórlakslaust um- gengni öndunga við anda. Og þá rélllætist það eigi fremur af því, sem andarnir birta þeim. En margir eru það, sem standa á þessu fastara en fótunum. Þeir eru ekki svo fáir, sein vér heyrum segja, að andatrúnaður þessi geti ómögulega verið lygi, þar sem andarnir boði svo »liáleita siðfræði« og »tali svo hugðnæmt, bæði um ltær- teika guðs og um mannkærleilca«. Til þessa svara eg: Nei, að sjálf- sögðu, — það, sem er satt i anda- trúnni, er ekki lygi. Það verður al- drei lygi, að guð er kærleikur og kærleikurinn uppfylling lögmálsins, af því að einhver »andinn« segir það. I þeim andaboðskap, sem beztur er, linnum vér eigi svo fá sannindi, en sannleikann sjálfan finnum vér þar ekki; þess ber vel að gæla. Vér fmn- um þar aldrei hinn fullkomna sann- leika Krists, eins og hann er oss boðaður í Nýjatestamentinu. Önd- ungar brúka sí og æ hina fegurstu ávexli kristindómsins til árása á ról kristindómsins. Með kærleikanum ráðast þeir á trúna. Þeir vegsama kærleika guðs, en liafna hjálpræðis- ráðslöfun guðs kærleika i Kristi. Þess vcgna verða öll þau sannindi á þann liált, að þeir leiða menn burtu frá því, sem er kjarni kristilegs sannleika í stað þess að leiða menn að þeim kjarna. Andatrúarboðskapurinn er lausleg- ur »siðferðilegur« ujipkveðningur á kristindóminum, og það er með öðr- nm orðuin: hættuleg fölsun. En það er að sjálfsögðu elcki alveg sama sem að allir andatrúarmenn séu falsarar. Eg tek það upp aftur að eg er sann- færður um, að margir þeirra séu á- gætis menn. En trú þeirra og fram- koma er eklci ágætt. Með andasær- ingum sínum brjótast þeir inn í ann- an heim; en við það íiiina þeir ekki nýjan, æðri sannleika, heldur, þegar bezt lætur, gömul sannindi, í lág- sigldri og bragðdaufri mynd. Vér getum fengið dálitla liugmynd um það, hvernig andatrúarmenn leyfa sér að »kveða upp« kristindóminn með því að renna augum yfir þá »Lolsöngva og sálma«, sem andatrú- ar-bræðrafélagið í Kaupmannahöfn hefir gefið út. Það er nú ekkert tiltökumál, þó að andatrúarmenn gefi úl sérstaka sálma- bók lianda sér og ekki lieldur það, þó að þeir taki upp í hana nokkra sálma. En hitt er að minni hyggju, alsendis óleyfileg aðferð, að þeir kveða þá upp, eins og þeim sýnist og laga þá eftir sinni andastefnu. í hinum mikla morgunsálmi Inge- manns, sem þetta er upphaf að: »Vaagn og bryd i Lovsang ud« standa t. d. eftirfarandi liendingar: »Tak for Aanden, du os gav, som ei Nat, ej Död udslukker, Tak for Aanden, som oplukker -- sprænger mæglig Sjælens Grav« (þ. e. Þökk fyrir andann, sem þú gafst oss, sem nótt og dauði slökkva ekki, þöklc fyrir andann, sem lýkur upp — sprengir máttugur gröf sálar- innar). í sálmabók andatrúarmanna er síð- ustu liendingunum snúið á þessa leið: »Tak for Sandheds Aand, som Iuk- ker op for Dogmers mörke Grav«. (Þ, e. Þökk fyrir sanuleiksanda, senr

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.