Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.11.1909, Blaðsíða 5

Bjarmi - 15.11.1909, Blaðsíða 5
BJARMI 181 þá kom þar að lokum, ab þau sáu sér eigi annað fært en að beita valdi. Þetta var einmitt það, sem eg sagði, Berta“, mælti Vind vandræðategur. Við þetta er ekkert hægt ab gera annað en að taka skarið af, annars grípur þetta um sig eins og helbruni". „Já, því miður verð eg að kannast við, að hún er orðin miklu gagnteknari af þessu, en eg hafði ímyndað mér. En áður en við gjörum nú það, sern þú kallar að taka af skarið, þá verðum við að tala við barnið — því þú hefir líklega ekki í hyggju að tala við hann — vinnumanninn. Nei, nei — það vantaði nú ekki ann- að, en að eg færi að tala við hann", mælti sandgæzlustjóri skýrt og skorin- ort. Hann var ekki búinn að ná sér eftir fyrstu aflraunina, sem hann þreytti við Pál, og hann fann það glögt meb sjálfum sér, að hann langaði ekki til að gera nýja tiíraun. Lofaðu mér þá að tala við dóttur þína, kæri Lúðvíg minn, — tala við hana fyrst, á eg við. Eg er þó kven- maður og stend betur að vígi með að geta skilið það, sem hreyflr sér í kven- mannshjarta, og hvernig á stendur fyrir henni, sérstaklega — eins og þú veizt svo vel — þegar um trúarlegar tilfinn- ingar er að ræða“. „En eg verð viðstaddur, Berta". „Já, auðvitað, kæri Lúðvig minn“. Berta kallaði nú Elízabet inn til þeirra. Hana grunaði, að nú væri eitt- hvað nýstárlegt í efni og horfði spyrj- andi og undrandi á frænku sína. „Settu þig niður, Lísa mín“, tók Berta til máls með hátiðlegu og móð- urlegu brosi. „Faðir þinn og eg ætl- uðum að tala við þig um dálítið“. Elízabet gjörði, eins og henni var sagt. „Eg ætla þá að vikja að efninu urn- svifalaust og segja það, að við erum al- varlega áhyggjufull út af þér, barnið mitt góða. Þú veizt, að mér er það ekki fjarri skapi, að þú hugsir um trú- arefni; en við höfum tekið eftir því oss til sárrar skapraunar, að þú gefur þig svo mikið ab þeim efnum, að við getum búist við hinu versta. Svo mik- ið þekki eg til afleiðinganna af trúar- vingli, að eg veit, iivern enda það hef- ur. Það endar með því, að annaðhvort verðurðu sérvitringur, og getur ekki annað en alt af verið að biðja, syngja sáima, og taia um trúarefni, eða þú verður — já, eg segi þér það afdrátt- arlaust — verður geðveik. Við vonuð- um, að ef við gæfum þér lausan taum- inn — auðvitaÖ ekki alveg — þá myndi heilbrigð skynsemi þin og lífsglaða barns- lega lundin þín vinna sigur að lokum, svo að þú næðir þér aftur. En elsku barnið mitt. Við höfum séð það oss til sárrar hrygðar, ab þetta óheilnæma trúarvingl, sem á þér er. óx í stað þess að réna. Og kæra Lísa mín ! Þetta verður að taka enda. Við erum nú orðin á eitt sátt um það, hvað við skulum til bragðs taka út úr þessum vandræðum. En áður en við tökumtil alvarlegra aðgerða, viljum við þóspyrja þig — heidurðu ekki að þú getir lagst öll á eitt og hrundið algerlega frá þér óllum þínum þungu heilabrotum og öllu — sem getur alið á þeim — þú skiiur hvað eg meina. Mig langaði svo til að geta fengið ákveÖið svar hjá þér um þetta“. Nú lenti Elízabet í þungu sálarstriði. Hverju átti hún að svara? Hún gat ekki svarað að óskum frænku sinnar, þó hún hefði svo tíu sinnum viljað gera það “. „Eg bíð eftir svari", mælti Bertaský- laust. Hin unga stiílka sat enn litla stund og var hugsi; síðan hljóp hún upp um hálsinn á frænku sinni og sagði með grátstaf í kverkunum: „Frænka, mér liður mjög ilia“.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.