Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1909, Blaðsíða 3

Bjarmi - 01.12.1909, Blaðsíða 3
B J A RMI 187 er fæddur á Eyrarbakka 21. ágúst 1852. Foreldrar lians voru þau Guð- mundur Thorgrimsen verzlunarstjóri og kona hans Sylvia. Séra Hans ólst upp með foreldrum sínum og lærði undir skóla. Á latínu- skólann gekk liann velurinn 18(59— 70, en hætti þá námi þar og fór til Ameríku (1872). Þar byrjaði liann aftur á námi og útskrifaðist frá Lúther College Decorah, Iowa. Síðan las hanu guðfræði á presta- askóla norsku Sýnódunnar og á þýzkum presta- skóla í St. Louis, og þaðan úlskrif- aðisl hann árið 1882, og gerðist þá prestur íslend- inga og Norð- manna í Pembina- héraði í Dakóla- fylkinn við fráfall séra Páls Þorláks- sonar. Á því ári kom hann lieim til Islands og fór ntan árið eftir (1883). Meðan hann var prestur þar, geksl liann fyrir stofnun liins evangelisk- lútherska kyrkjufélags Vestur-íslend- inga ásamt séra Jóni Bjarnasyni; voru þeir þá einu ísleuzku prestarnir þar vestra. Fyrsti undirbúningsfundurinn um málið var haldinn hjá séra Hans að Mountain í janúar 1885. Árið eftir íluttist hann frá íslenzku söfnuðunum í Dakóta og þjónaði ýmist norrænum eða dönskum söfn- uðum um nokkur ár. Árið 1901 féklc hann köllun frá ísl. söfnuðunum í kringum Akra í Norður-Dakóta, og er hann þar prest- ur enn. Hann er tvíkvæntur. Fyrri kona hans var af norrænu bergi brotin, Malhilde Stub, sj'slir dr. Stub, liins nafnkunna forstöðumanns presta- skólans í Hamline Minn. Síðari kona hans, Dora Halvorsen er sömuleiðis af norrænum ættum. Börn hans eru átta, sex al’ fyrra hjónabandi, en tvö ^f hinu síð- ara/ Séra Hans hefir jafnan verið einn af liinum dj'gg- uslu og ötulustu preslum hins evangelisk-lúth- erska kyrkjufélags Vestur-íslendinga og mun seint hlaupa þar und- an merkjum. Hann er og eink- ar vinsæll af lönd- um þar vestra, enda hið mesta ljúfmenni og lip- unnenni, eins og hann á kyn til að rekja, því að foreldrur hans voru alkunn að höfðingslund og Ijúfmensku, og voru bæði innilega trúrækin. Islenzkt þjóðerni hefir séra Hans jafnan borið fyrir brjósli; liann vill ekki, að landar glali neinu af því, sem þeim er bezt gefið. Eins og mörgum er kunnugt, þá liefir liann jafnan haft hið mesta yndi af söng, og lagt mikla stund á þá í- þrótt, og starfað kappsamlega að

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.