Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1909, Blaðsíða 4

Bjarmi - 01.12.1909, Blaðsíða 4
188 BJARMI þvi, að glæða hana tneðal landa sinna. En sérstaklega hefir hann gert það að hlutverki sínu, að fá alla, en sér- staklega liina J'ngri, til þess að syngja íslenzk Ijóð, og leggja rækt við þau. Veldur því umhyggja hans fyrir þjóð- erninu. Það er og ekkert vafamal, að söngljóð og allan skáldskap, má telja með liinum traustustu þáttum þjóðernisins. Hver sú þjóð, sem er að gleyma eða týna sjálfri sér, finnur sig ltvergi fijótar aftur en í skáldskap sínurn. Þetta kemur til af þvi, að það, sem hreyfir sér dýpst í hjarta hverrar þjóðar, á livaða öld sem er, kemur fram í skáldskap hennar. — Skáldskapurinn er blóm þjóðlífsins og heíir sínar rætur í hjarla þjóðar- innar. Jafnframt er engin leið réttari til þess, að blóðið í þessarri lifæð þjóð- ernisins streymi með fullu fjöri, en að kenna þjóðinni, að syngja sín ljóð, og glæða svo hæffieika hennar til söuglistar, til þess að fegra líf henn- ar, gera það göfugra, glaðara, bjartara, því »þar sem söngur dvín, er dauð- ans ríki«. Æskumönnunum íslenzku er sér- staklega þörf á leiðtoga í þessarri grein; þeim er þörf að læra að syngja þau ljóð, sem sprottin eru upp úr íslenzkum hjörtum, ljóð, sem eru á móðurmálinu góða, liinu mjúka og ríka. Vér biðjum guð af hjarta að hlessa þetta þjóðræknisstarf vinar vors, svo að það megi verða til þ»ss, sem honum er mest umhugað um, og honum sjálfum til ævarandi sóma. wbað skulum aldrei efa, þó örvænt þyki um hríð, aö sigur guð mun gefa góðu málefni um síð«. Kristin gamla. Saga eftir M—r. Sj. •/. þýddi. í útjaðri sveitarinnar stóð gamall kofi, kominn að hruni. Pekjan var mosavaxin og dyrnar skektar og mjög gisnar. 1 þessum kofa bjó nú hún Kristín gamla. Hún var ekkja og átti ekki annað en þenna kofa og ofur- litla garðliolu. Meðan maður hennar lifði, álti hún góða daga eftir ástæð- um Hann var fjósamaður á lierra- garðinum og kom jafnan heim á hverju laugardagskveldi með gömlu fötin sin til þvottar og viðgerðar og svo kom hann með nokkra skildinga handa konu sinni, er hún átti að hafa sér til viðurværis kómandi viku. Nú var hann dáinn og efnahagur Krist- ínar gömlu varð sifelt verrí og verri. Við baráttu sína fyrir lífinu varð hún stirð og úfin í skapi. Hún vann baki brotnu af öllum mætti lil þcss að komast hjá því að fara á sveitina, því liana brylti við þeirri hugsun að verða sveitarómagi. Af þessum or- sökum neitaði hún sér svo að segja um öll lifsþægindi; hið eina, sem hún gat ekki neitað sér um, var ofurlítill kaffidropi á sunnudagsmorgnana. Aðalviðurværi hennar var kartöflur, lílið eilt af ileski og svo mjólkur- dropi, sem góðir menn gáfu henni. Einu leifarnar frá betri dögum hennar voru fáein blóm, sem lum hafði gróðurselt í útjaðri kálgarðsins og tvö blóm, sem slóðu í krukku inni í glugganum. Aldrei fór liún í kyrkju, því hún áleit, að fötin sín væru óbrúkleg til þess; »fólkið glápir bara á mig og gerir gys að mér; kýs eg því lieldur að sitja heima í holu minni«, sagði hún. Meðan Jakob maður hennar var á

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.