Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1909, Blaðsíða 10

Bjarmi - 01.12.1909, Blaðsíða 10
194 B J A R M I á hendur. Það má sjá af þessu versi, er liann orti sjálfur, er fyrri konan lians dó (1858). »Blessuð konan min liggur lík, langir gerast nú dagar, cn guðs forsjón er gæ/.kurik og glögl sér, livað bezt hagar. Framtiðin er mér hulin hreint eg held i guðs nafni áfram beint, og elska pann, sem mig agar«. ()g fyrir níu árum síðan, er hann var 86 ára, þá orti liann þetta. »Ut hallar æfi minni, örskamt er grafar til, eg fel mig forsjón þinni, i'aðir, sem hingað til; öldruðum lílcn mér ljáðu, þú leiddir ungan mig; að gölu minni gáðu, guð, svo eg íinni þig«. IJað fer vel á því, að þakklátsemi liinnar islenzku þjóðar geri hjarl yfir æfikvöldi þessara þjóðræknu og trú- ræknu heiðurshjóna. Hefir þú búið þig undir dauðann? (Lauslega þýtt). Einu sinni í ofviðri miklu við vest- urströnd Jóllands, hvolfdi hát með tveiinur fiskimönnum. Formaðurinn hét Kristinn. Hann var kominn á efra aldur; góður maður og guð- hræddur. Hásetinn hél Eiríkur, ung- ur að aldri og hraustmenni, en van- trúaður. fiegar bátnum hvolfdi, náðu þeir báðir í sömu árina, en þeir urðu þess skjótt varir, að hún nnindi ekki geta horið þá báða. Þá mælti Krist- inn við Eirík. »Þú sér nú að árin gelur ekki Ueylt okkur báðum, en við erum svo að þrotum koinnir, að Iivorugur okkar getur synt lil Iands«. »Já, ég veit það«, svaraði Eiríkur, »en hvað er nú til ráða?« »Eg ætla að láta þér eftir árina«, sagði Krist- inn, »af þvi ég er viðbúinn að deyja, en þú hefir ekki húið þig undir dauð- ann, Eríkur. En þess vil ég biðja þig, ef þú kemur lifandi til lands, að þú snúir þér til guðs, áður en það er of seint«. Eiríkur náði landi og hann gleymdi ekki orðum gamla mannsins, heldur sneri sér til guðs. Og þú, sem hrekst í ólgusjó lífs- ins og getur búist við að fley þitt sökkvi, þegar þig varir minst, spyr þú sjáll'an þig, hvorl þú hefir húið l>ig undir dauðann. Og ef þú hefir ekki snúið þér til guðs, þá mundu eftir að gera það, áður en það er of- seint. S. H. Páll. Saga eftir N. 1\ Madsen. (Framh.), „Skilurðu mig?“ „Já, en eg skil ekki, hveis vegna eg á að fara". „Hvers vegna? Af því að þú hefir fylt heimilið með ólyfjan — af því að þú heflr gert hana dóttur mína alveg ærða með öllu þínu trúarvingli". „Eg held að sandgæzlustjórinn sjái“ — „Sandgæzlustjóri sér ekki annað, en það sem sandgæzlustjórinn á að sjá og vill sjá“,hrópaði Vind öskuvondur. „Og sandgæzlustjóri fæst ekki um að rann- saka það mál. Þú ert. rækur úr vist- inni, eins og eg segi; eg bíð eftir þér á skrifstofu minni. Svo er það ekki meira". „Já, en eg vildi þó gjarna — — “ „Nóg er komið, eg er búinn að segja það“, öskraði sandgæzlustjóri upp og snaraðist samstundis út úr hesthúsinu. Hann vildi ekki fyrir nokkurn mun verða fyrir því sem hann varð fyrir einu sinni í hesthúsinu, þessu sama“.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.