Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1909, Blaðsíða 11

Bjarmi - 01.12.1909, Blaðsíða 11
B J A R M I 195 Páll stóð nú stundarkorn í sömu spor- um og var skelfdur. Var þetta drottins ráð eða hvað var það? Áður en hann gengi inn í skrifstof- una, þá fann hann hjá sér þörf á að biðja guð í einrúmi. Hann flýtti sór að ijúka störfum sínum og gekk svo inn í herbergi sitt. Hann tók biblíuna sína og fletti upp í henni og bað guð að gefa sér orð til leiðbeiningar og styrk- ingar. Hann hitti þá á þessi orð fyrst allra: „I dag skaltu vera með mér í Para- dís“. Þetta var undarlegt orð. Alt fanst honum þetta undarlegt. Ilvaða erindi áttu orð drottins við ræningjann til hans? Svo beygði hann knje tii bænar og úthelti hjarta sínu fyrir drotni. „Drottinn, eg skil ekki þína vegu, en bentu mér á, hvar þeir liggja og þá vii eg þræða þá. Eg lagði mig á altari þitt, drottinn, og þú heflr gefið mér þá trú, að þú tækir við fórninni og vildir nota hana. Þess vegna lofa eg nafnið þitt. Nú sé eg ekki lengur til vegar, en sé það vilji þinn, að eg fari burtu héðan, þá vil eg fara. Og svo legg eg alt þetta fólk hér í húsinu í þína hönd. Frelsaðu þau öll, drottinn. Og sérstak- lega bið eg þig fyrir ungu stúlkuna, sem þú lést verða á vegi mínurn. Ó, drottinn, hún leitar að þér, birstu henni, að hún megi sjá þig og trúa á þig og lifa. Arnen". Svo stóð hann upp og gekk inn í skrifstofuna. Á skrifstofunni sat Berta frænka al- ein. Sandgæzlustjóri hafði fengið henni kaup Páls, og sagt um leið: „Þú getur gert út um það. Eg hefl sagt honum, hvernig öllu er varið — og — og—já, svo eg segi eins og er — eg er í alt of vondu skapi til þess að — að — eg á við, að eg vil hann aldrei framar augum líta. Þú ert gæfari, Berta, svo þú átt hægra með — já, þú skilur, hvað eg meina“. „Já, eg held það svari því, Lúðvig", rnælti Berta og gleðin skein af ásjónu hennar yflr þessari viðurkenningu bróð- ur síns. „Eg skil þig fyllilega, og það verð eg að segja, að þetta álit þitt á sjálfum þér, er þér til sóma. Eg skal víst gera út um þetta við — vinnu- manninn". Þegar Páll gekk inn, stóð Berta upp og fekk honum peningana og mælti: „ Þetta er kaupið yðar, sem hann bróðir minn bað mig um að afhenda yður, gjörið þér svo vel!“ „Nei, eg þakka yður fyrir", sagði Páll hæglátiega. „Eg á ekkert kaup fyrir þá þjónustu, sem eg hefi ekki int af hendi. Fyrst þór álítið, að eg hafi gert mig þess ómaklegan að vera á heimili yðar, þá eigið þór heldur ekkert kaup að greiða mér“. „Ómaklegan", svaraði hún; það lá við að henniféllustorð við liina hóglegu rögg, sem þessi fátæki vinnudrengur sýndi af sór, með því að afsala sér kaupi, sem hann þó þurfti svo mjóg á að halda. „Ómaklegan", það er nú eiginlega ekki rétt að orði komist. Að verkurn þín- urn hefir ekki verið neitt hægt að finna. En það er — ja, það þarf nú engrar út- skýringar við. Eg skai nú ekki hreyta að þér ónotaorðum núna að skilnaði, en þér er fullkunnugt, hvðr ástæðan er. Með þér hefir sá andi komist inn á heim- ilið, sem heflr reynst svo afdrifamikill hinni ungu stúlku, af því að hún hefir látið hann fara með sig í gönur. Við getum ekki sætt oss við það, að þeirn hugmyndum sé smeygt inn hjá henni, sem við áiítum öfgar og skaðræði. Það er eins og eg sagði þér fyrsta daginn — alt hefir sín takmörk og út fyrir þau hefir þú farið og lítið vantað á, að ves- fings Elísabet geri það líka. Meira get eg ekki sagt þér og guð sé með þér“.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.