Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.12.1915, Blaðsíða 2

Bjarmi - 15.12.1915, Blaðsíða 2
180 B JARMl Jesú góói, Jesú góði! jólin láttu vera mcí' meira en hverfult ytra j'ndi, ungbarnsleik, sem hefst og þver. Jesú góði, Jesú góði! jól cru’ að lifa’ og deyja þér. Jól i stríðu jafnt sem blíðu, Jesú kæri, gef þú mér. Lát mig þakka þér af hjarta það, sem mér að liöndum ber, svo eg eigi á æfivegi alt mitt traust og gleði’ í þér. Gleðileg jól! »Pví að yður er í dag frelsari fæddur«. Lúk. 2, 11. Jólin eru mesta fagnaðarhátíð vor kristinna manna. Þau ná til allra beinlínis og óbeinlínis, en sanna og varanlega gleði færa þau eigi öðrum en þeim, sem geta sagl af hjarta: »Eg gleðst af því eg Guðs son á«, eg gleðst af þvi, að mér er frelsari fæddur. Jólin eru sem eldstólpi Droltins í eyðimörkinni forðum (2. Mós. 14, 19—20) á skammdegisnóttunni liér hjá oss. IJau eru eins og eldslólpinn, björt eins og dagurinn, lýsa upp náttmyrkrið, fyrir augum þeirra, sem kannast við, að þeim sé frelsari fæddur, en myrk eins og nótlin fyrir augum hinna, sem eigi vilja kannast við frelsara sinn og Drotlin. Eklci svo að skilja, að þeir sem hafna Kristi sem /reisara sinum, kveiki eigi jafnmörg ljós á jólunum sem hinir og jafnvel fleiri. Jú, í þeim skilningi eiu þau eins björt og jól trúaðra manna. En engill Guðs í dýrðarljóma Drotlins er eigi á bak við jólaljós vantrúaðra manna. I’egar þau slokna, þá er alt úti og í raun réttri eru þau ekki annað en mijrkur, niðdimm nóttin, eins og sú hlið eld- stólpans, sem vissi að Faraó og liði hans forðum. En jólaljós trúaðra manna tákna ljóma Guðs dýrðar, birtu Drottins, sem býr á bak við hinn sýnilega hálíðafagnað. í því ljósi gela vinir drottins lialdið áfram ferðinni í skammdegismyrkrinu jafnt sem hásumarbirtunni. Jólin þeirra vara árlangt og æfilangt, já, um eilífð alla. Þegar vér því óskum lesendum og vinum Bjarma gleðilegra jóla, þá felum vér í kveðjunni þá bæn til Drottins, að þeir mættu allir gleðjasl af því, og engu öðru, að þeim sé frelsari fœddnr, lil þess að hann, sem eldstólpinn í eyðimörkinni átti að fyrirmynda, geti verið þeim, einmitt þeim, vegurinn, sannleikurinn, lífið. Þá er þeim borgið á vegferðinni, þá ganga þeir ávalt í Ijósi, birta Drottins Ijómar í kringum þá i nátt- myrkriim lífsins. Og þegar síðasti áfanginn kemur, dauðastundin, þá | geta þeir, tengdir böndum vináttu og krislilegrar bróðurelsku, lekið undir með skáldinu góða og sagt hver við annan: Við skulum sól sömu báðir hinzta sinni við baf líta; létt mun þeim leið. er ljósi mót vini sluddur af veröld flýr. Vinurinn, setn þá slyður einn og leiðir, er Jesiis. Annars verður síð- asti áfanginn ekki léltur og bfartur, heldur ægilega þungur og dimmur. Oss er frelsari fæddur, kristnu vinir. Verurn óhræddir. »Til hafnar bak við brimgarðinn oss beinir vinarhönd«.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.