Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.12.1915, Blaðsíða 8

Bjarmi - 15.12.1915, Blaðsíða 8
186 B J A R M I Þessi orð festust í hug Hildar. Hafði liún ekki gert ítrekaðar til- raunir til þess að hrinda frá sér, eyðileggja þær alvarlegu hugsanir, sem stöku sinnum höfðu slæðst inn i hugskot hennar? Var það ekki á- kveðinn ásetningur hennar að láta þær aldrei á sér festa? »I3á er leit- inni lokiðcr, sagði presturinn — »Guð neyðir engan«. Hildur skelfdist er hún hugleiddi þessi orð. Hún var frjáls. Hvað ætlaði hún að velja? Átti hún að halda áfram að biðja með barninu: »fyrirgef oss vorar skuldir?« Eða átti hún að þagga niður barnsröddina, reka burtu barnseðlið, en leita að glaumnum og knékrjúpa heiminum? — —-------------- Gtiðrún Lárusdóltir. Jólagleði jólaengilsins. (G. L. pýddi úr dönsku). Allar góðar sögur eiga uppruna sinn á himnum. Við fáum eigi ætíð séð að svo sé, en ef við biðjum Guð að opna á okkur augun, svo að við getum séð það, þá munum vér komast að raun um það, og margt fleira. Og yndislegl er að fá að sjá þesshátlar, það auðgar æíi yngri og eldri. Þannig byrjar og smásagan, sem hér skal sögð. Hún hefst á þá leið, að Guð Drottinn kallaði einu sinni á alla jólaenglana rélt fyrir jólin. Jólaenglarnir eru alveg sérstakir englar, það eru englarnir, sem sungu fyrstu jólanóttina á Betlehemsvöllum. Söngurinn þeirra heíir ekki gleymst, heldur hefir hann síðan verið sung- inn viðsvegar um heiminn; á öllum aldri hafa menn sungið hann, og allar þjóðir og kynþættir hafa sungið hann, þeir allir hafa sungið hann, sem hafa kynst Jesú og reynt, hvílík er náð lians og dýrð: »Dýrð sé Guði í upphæðum, friður á jörðu og velþóknun yfir mönnun- um«. Þessir englar voru þá nefndir jóla- englar, og þeir fengu leyfi til þess á hverjum jólnm, að svífa ti! jarðar- innar og tlytja mönnunum friðinn og gleðina, sem þeir höfðu sungið svo unaðslega um. Að þessu sinni voru þeir allir samankomnir við liáslól Droltins, og var þeim hverjum um sig fengið eitl- hvert jólahlutverk. Á tneðal hinna ótalmörgu jólaengla, var einn yndis- legur smáengill, sem hét Gabriellus. Sagan okkar er um hann, hvernig honum tókst að vinna slarf sitt. * * Barónshöllin var í skóginum ná- lægl litla þorpinu; vegurinn heim að höllinni lá beint í gegn um skóginn, og gamla höllin var tíguleg ásýndum. l3ar bjuggu hjónin, baróninn og kona hans. Þorpsbúar virtu þau og elsk- uðu, þau voru svo vingjarnleg og góð við alla. Spölkorn frá höllinni, í útjaðri skógarins, var ofurlítið lnis, sem baróninn átti, þar bjuggu þau hjón- in Hans og María. Þau voru oftast kölluð Skógar-Hans og Sauma-María. Nöfnin voru dregin af því að Hans starfaði í skóginum fyrir baróninn, en María saumaði fyrir fólk. Þau áltu venju fremur erfitt uppdrállar, þetta árið. Skógar-Hans hafði verið lasinn svo Iengi, hann hafði meiðst á fæti einn daginn, þegar liann var að fella tré í skóginum. Baróninn borgaði læknishjálpina og sendi mat- væli heim lil þeirra, og Sauma-María hafði ekki legið á liði sinu, hún saumaði og saumaði l'rá morgni til kvölds, en þröngl var þó í búi þeirra.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.