Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.12.1915, Blaðsíða 9

Bjarmi - 15.12.1915, Blaðsíða 9
B J A R M I 187 Hans var farinn að geta unnið ofur- lítið aílur, og vonaði að ástæður þeirra færu nú að batna. Þau voru reglusöm og höfðu bezta orð á sér, og það sem mest var um vert, þau þektu frelsara sinn. Pað var ómetan- leg blessun, ekki sízt í erfiðleikunum, og raunir þeirra styrktu trú þeirra og þolgæði. Þess vegna voru þau þess fullvís, að Drottinn mundi gefa þeim góð jól, þrátt fyrir fátækt þeirra, sein óhjákvæmilega olli því, að þau gátu ekki glatt börnin sín, Lísu litlu og Pál, eins og þau höfðu heizt kosið. Gahríellus jólaengill lagði leið sína að þessu húsi á Þorláksmessu. Það var ekki alveg orðið dimt úti, en inni í stofunni var skuggsýnt, að minsta kosli orðið of dimt til þess að sauma þar inni; þess vegna hafði hún Sauma-Maria skroppið »heim i höllina« með föl, sem hún var búin að sauma fyrir barónsfrúna. Hún bætti brenni í eldinn áður en hún fór, og setli ketilinn yfir, til þess að Hans gæti helt á könnuna, þegar hann kæmi heim frá vinnunni. Engillinn gægðist inn um glugg- ann. Það var svo hreint og þrifalegt inni i litlu stofunni, þó þar væri fá- tæklegt. Öðrumegin við þilið slóð hjónarúmið, og undir glugganum var trébekkurinn, sem þau litlu syst- kinin sváfu i á nótlunni. I einu horninu var slórá dragkislan hennar Sauma-Maríu, sem hún hafði fengið að erlðum eflir ömmu sína. Biblían lá á dragkistunni, sálmabókin og húslestrabókin, ásamt fáeinum smá- ritum. Þar var og dýrgripur litlu systkinanna: hvíti postulínsheslurinn og litla hvíta postulínsstúlkan, sem hélt á blómkrukku í hendinni. A þelta máttu börnin horfa, en alls ekki snerta. Tvær smámyndir voru á veggnum og ritningargrein prentuð á dökkgrænan pappír með silfurlil- um stöfum: »Ákalla mig á degi neyðarinnar, eg mun frelsa þig, og þú skalt vegsama mig«. Páll og Lisa voru að leika sér inni í stofunni. Páll var 5 ára gam- all, hafði bundið tvo brennibúta við öskjulok. Það var liestvagninn hans. Og í vagninum sat vagnstjórinn, eins og lög gera ráð fyrir. Vagnstjór- inn var einkennilegur náungi, búinn til úr smáspýtum og hráum kartöfl- um, og hafði pabbi Palla lilla gefið honum manninn. Lisa litla, hún var á þriðja árinu, dró öskju á eftir sér fram og al'tur um gólfið. Askjan er hvorttveggja í senn: brúðuvagn og brúðurúm, og þar lá brúðan. Mamma hennar liafði búið hana til úr smá- tuskum; augu, nef og munn, hafði hún teiknað á andlit brúðunnar með svörtu bleki. Brúðan var ekkerl falleg, en Lísa var ánægð með »Önnu« sína fyrir því. Þau léku sér fallega litlu systkinin. Páll ók smáspitum á vagninum sín- um til Lísu, það voru kökur og brauð, og sagið álli að vera sykur og hveili. Slundum ók liann brúð- unni i vagninum og lét þá kartöflu- manninn hvíla sig í brúðurúminu á meðan; liann var vitanlega dauð- uppgefinn af brauðakslrinum. Þau voru ekki alveg þegjandi Palli og Lísa; þau hlóu og skröfuðu í sífellu, Alt i einu staðnæmdist Páll á miðju gólfi með vagninn sinn: »Ó, hvað það væri gaman að eiga reglulegan vagu og hest, sem eg gæti ekið«. »0 é vil eija búu með auju og liá«, sagði Lisa. »Og eg vil eiga tvo hesta á lijólum«, sagði Páll. »0 é vil eija búuagn, sein é det ata á«, sagði Lísa. »Já, það væri gaman«, sagói Páll. »En hvernig eigum við að fá þetta? Mamma segir, að pabbi eigi svo

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.