Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.12.1915, Blaðsíða 10

Bjarmi - 15.12.1915, Blaðsíða 10
188 B J A R M I ósköp lílið af peningum núna«. Svo þögnuðu bæði börnin allra snöggv- ast. En litli engillinn, sem stóð fyrir utan, sá og heyrði alt til barnanna. »Nú þarf eg að hjáipa þeim«, hugs- aði hann með sér. Og svo hvíslaði hann: »Biðjið þið!« En Páll litli leit út í gluggann um leið, og honum heyrðist öldungis eins og einhver hvíslaði: »Biðjið þið!« En hann grunaði ekki, hver það var. Páll sneri sér að Lisu og sagði himin- lifandi af gleði: »Nú veit eg, Lísa, við skulum biðja. Jesús getur gefið okkur þelta alt og miklu meira. Hann gerir það, eí við biðjum hann, og hann lét pabba batna«. Og börn- in beygðu kné og beygðu höfuð sín og báðu, eins og börn ein fá beðið. Og engill bænarinnar bar bænir og óskir þessara smælingja fram fyrir Guð. En uppi á himinhvolfinu blik- aði björt stjarna og sendi ljóma sinn til Páls og Lísu, rétt eins og það væri svar til þeirra frá hæðum. * * * En engillinn flaug nú brott í þeim tilgangi, að flýta fyrir að óskir Páls og Lísu fengju að rætast. Hann kom til þorpsins og Ieit inn í allar búð- irnar, þar sem nægtir voru af alls- konar varningi. Og engillinn var að gá að því, hvort það væri enginn í öllum mannfjöldanum, sem varð á vegi hans, er hugsaði um fátæk börn, sem yrðu að fara á mis við jólagjafir vegna fátæklar foreldranna. En það var enginn, sem hugsaði um þau. Þeir hugsuðu einungis um sjálfa sig. Og engillinn llaug nær skóginum og lyfti augum sínum til hirnins. Þaðan hlaut hjálpin að koma. Nú var eng- illinn kominn rétt að segja heim að barónshöllinni. Ljósbjarmann lagði út um stóru gluggana. Engillinn leit inn. Barónsfrúin sat í mjúkum hæginda- stól hjá arninum; þar léku glóandi eldlogar sér og vörpuðu skini um hið skrautlega herbergi. Engillinn smaug í gegnum gluggann og settisl and- spænis barónsfrúnni. Hann sá það þegar í slað á svip hennar, að hún bjó yfir þungum harmi. Og öll þæg- indin og skraulið, sem umkringdi hana, gátu ekki útrýmt hrygð hennar. Margt var fagurt og aðdáanlegt í her- berginu, en allra fegurstar þólti engl- inum myndir tvær, í líkamsstærð, af pilti og stúlku; myndirnar héngu fyrir ofan legubekkinn. Barnsandlitin voru aðdáanlega fögur. En svartri sorgar- blæju var vafið um rammana á mynd- unum. Og engillinn sá og skildi alt á svipstundu. Og nú mundi hann eftir degi einum í septembermánuði síðastliðið haust, þegar engill dauðans hafði komið til liimins, fyrst með litla drenginn dökkhærða, og rétt á eftir með Ijóshærðu stúlkuna blá- eygðu. Engill dauðans lagði þau bæði gætilega við fótskör hásætisins, og Droltinn andaði á þau bæði og þau opnuðu augun og teyguðu að sér lífs- loftið í dýrðarríki himnanna. Börnin liöfðu bæði dáið sama daginn, úr skæðri barnaveiki, sem engin mann- leg hönd gat ráðið við. Ó, hvað litla engilinn langaði til þess að leggja hendur um háls móðurinnar, sem syrgði og grét látnu börnin sin, og hvísla að henni, hversu unaðarrík æfin þeirra væri nú, segja henni, að hann hefði með eigin augum séð bæði börnin hennar, og þeim liði eins vel og trúuð móðir gæti bezt beðið. Nú heyrðist hægt fótatak fyrirfram- an hurðina. Baróninn kom inn í stof- una. Hann var hár vexti og herða- breiður, með góðleg blá augu og Ijóst skegg. Hún sneri sér að honum, þeg- ar hann kom inn. Hann sá, að hún hafði verið að gráta og hann vissi, af hverju hún hafði grátið. Hann gekk hljóðlega til hennar, settist hjá henni

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.