Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.12.1915, Blaðsíða 13

Bjarmi - 15.12.1915, Blaðsíða 13
B J A R M I 191 Svo kom aðfangadagurinn. Páll og Lisa skildu síst í hvað pabbi og mamma væru altaf að gera i lillu stofunni. Þau voru ekki vön að vera þar öllum stundum. Og mamma var reyndar að sjóða rúsínugraut, og Páll bafði séð bæði saft í flösku og sleikl kjöt í eldhúsinu. Pau systkinin þurftu að líla eflir mörgu þennan dag. »Hestarnir« __ bans Páls voru undir rúmi og »brúðuvagninn« sömu- leiðis, en Lísa hélt á brúðunni sinni i fanginu og lölti sífelt fram og aftur úr svefnherberginu í eldhúsið og sömu leið aftur til svefnberbergisins. Loksins byrjaði þá bátíðin. Pabbi og mamma, Páll og Lísa sungu jóla- sáimana, og pabbi las söguna um barnið í jötunni, og pabbi bað bæn og þakkaði honum, sem gefur, Iíknar og græðir. Svo bar mamma góða malinn á borðið. Sá var nú bærilegur á bragðið. Börnin skildu ekkert í, hvaðan hann var. Svo þökkuðu þau fyrir matinn og mamma flýlti sér að að þvo af diskunum. Svo hvíslaði pabbi einhverju að mömmu og mamma leiddi bæði börnin, en pabbi fór á undan og opnaði dyrnar á litlu stofunni, og börnin stóðu orðlaus af undrun. Pví inni í litlu stofunni stóð jólatré alsett glitrandi ljósum og alls konar skrauti. Og við fótinn á jóla- trénu voru jólagjafir, og þvílíkar gjafir hafði þau aldrei dreymt um. Börnin þurftu að skoða þetta alt vel og vand- lega. Svo spurði mamma: »Hvaðan haldið þið, að alt þetta sé?« Páll var skjólur til svars: »Það er alt frá Jesú«, sagði hann. Og svo sagði liann foreldrum sinum, um hvað Lísa og hann hefðu beðið. En jólaengillinn, sem kom að í þessu, grét af gleði. Og svo flaug hann aftur til hallarinnar. Par sá hann barónshjónin, sem þökkuðu í sameiningu Guði friðinn og gleðina, sem hann hafði sent þeim, og bless- un þá er því íylgir, að gleðja aðra. Svo sveif engillinn á léttum vængj- um til hæða, og sagði frá því, hvernig sér hefði tekist að færa mönnunum frið og gleði, til dýrðar Guði í upp- liæðum. Góðar prédikanir. Eg bendi bæði preslum og öðrum á prédikanir nýútkomnar eftir séra Olfert Ricard. Pær eru haldnar nú á síðuslu árum í Jóhannesarkyrkj- unni í Kaupmannaliöfn og hafa vakið margar sálir af svefni og glælt trúarlíf. Prédikanir þessar ná yPir hvern lielgidag kyrkjuársins og eru í tveimur bindum; heitir hið fyrra Vinter og Vaar, en hið síð- ara Sommer og Höst, koslar hver bókin 3 krónur. Vekjandi ræður og innihaldið, lifandi kristindómur. Þekking á svo mörgum svæðum, eínurð og djörfung þess manns, sem nú er í fremstu röð kennimanna á Norðurlöndum, þessu er hægl að kynnast í þessum hókum. Við prest- arnir höfum elcki ráð á því að láta slíkar bækur fara fram hjá okkur, við þurfum að veita hinum vekjandi röddum eftirtekt, við, sem förum á mis við svo margt, sem byggir upp, erum oft svo einmana og einangraðir, við verðum að bjóða kristinn vin velkominn og njóta liinna hlessunar- riku orða, starfi okkar í víngarði drottins lil eílingar. Hér er kostur á að eignast tímabær orð sístarfandi manns í kyrkju Krists, orð eftir lærð- an guðfræðing og kennara í prédik- unarfræði, orð eftir Guðs þjón, sem starfar með eldlegum áhuga. Eg get ekki betur gert en bent öðrum á það, sem mér sjálfum befir

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.