Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.12.1915, Blaðsíða 14

Bjarmi - 15.12.1915, Blaðsíða 14
192 B J A R M I orðið til ómetanlegrar blessunar. En eg bendi með gleði. Eignist bækurnar og lesið, það er vel bægt að útvega þær. Bj. .7. „Gimsteinar biblíunnar“ eða „Mannakorn“ heílr útgefandinn, hr. Sigurjón Jónsson, afgreiðslum. »Æsk- unnarff, sent Bjarma til umsagnar. Bað eru „730 rilningarstaðir“, prentaðir á pappír, sem límdur er á pa|)paspjöld. Miðana má svo klippa úr spjaldinu, hvern fj'rir sig, og geyma í öskju eða stokki. Miðarnir eru svo notaðir á pann hátt, að dreginn er einn og einn, og síð- an er ílett upp í bibliunni þeim ritning- arstað, sem á honum stendur. Pessir miðar eru algengir erlendis hjá kristnu fólki og hafa orðið mörgum manni til blessunar, par sem orðinu hefir verið réttilega viðtaka veitt. Pessir ritningarstaðir eru teknir úr öll- um bókum biblíunnar. Nú verður hægra um hönd að nota pá, er tilvitnanirnar eru allar islenzkar. Öllum, sem nokkuð eru kunnugir bibliunni, mun veita hægt að finna pá. Eins og flestir munu kann- ast við, merkir , (komma) kapitula, en . (punktur) vers t. d. Matt. 5, 3. þ. e. Matteusarguðspjall 5. kap. 3. vers o. s. frv. — Hentugt til jólagjafa. Ivostar 50 aura. — Ör ýmsum áttum. Heima. Jólakveðjan 1915 er nýkomin og farin með skipum og póstum út um allar sveitir, og verður vonandi alstaðar kær- kominn gestur meðal barnanna. -- Vænt- anlega verða og myndirnar islensku til danskra sunnudagaskóla komnar í tæka tið til peirra, — en lítið er í Jólakveðju- sjóðnum. Gjafir hafa borisl 3 kr. + 1,50 kr. frá séra Einari Thorlacius og 2 kr. frá fröken A. Th., Rvík. Erlendis. Friðrik Bettex, þýzkur prófessor í náttúrufræði, andaðist 15. seplember, nærri áttræður að aldri. Hann skrifaði siðustu 30 árin allmargar bækur um kristindóm og náttúrufræði og hafa sumar peirra komið út á dönsku, t. d. »Det försle Blad i Bibelen«, »Ukendte Verdener«, »Tvivl« o. fl. Eru þær fagur vitnisburður um f að rækileg þekking náttúruvísinda og bibliulegur kristindóm- ur geta átt fulla samlcið, og jafnframt eru pær ágæt trúvörn gagnvart þeim, sem fullyrða í fávizku sinni, að náttúru- vísindin komi í bága við kristindóminn. Sunnudagaskólar í Khöfn héldu fertugsafmæli sitt 10. okt. síðasil. Raunar voru barnaguðspjónuslur byrjaðar par miklu fyr. Árið 1835 fengu 2 Englend- ingar skólakennara í Lyngby til að halda barnaguðspjónustur, og studdi Carplína Amalía, er siðar varð drotning, þær með fjárframlögum. Sira Boisen, tengdasonur Grundvigs, hélt og barnaguðspjónuslur í Khöfn árin 1835 til 1848 og smám saman bættust íleiri við. En pó var starf þetta í molum, þangað til heimalrúboðið danska tók pað að sér árið 1875 með nokkrum fjárstyrk fyrst í stað frá sunnudagaskóla- vinum i Englandi. Síðan hefir pað blómg- ast mjög og borið mikla og góða ávexti. Nú eru sunnudagaskólar og barnaguðs- þjónustur á nærfelt 1000 stöðum hvern helgan dag í Danmörku. — — Við komum smám saman á eftir. Pað eru yfir 20 ár síðan reglubundnar barna- guðsþjónustur byrjuðu hér í Rvík. Prestar vorir ræða mjög vingjarnlega um barna- guðsþjónustur á prestafundum, og ein- staka gera meira. Pannig skrifar séra Jónmundur á Mjóafirði að barnaguðs- pjónustur sinar séu mjög vel sóttar. Og í Leirárkyrkju hélt úrsmiður frá Akranesi barnaguðspjónustur eftir messu annan hvern sunnudag í sumar sem leið. Séra Porsteinn Briem á Hrafnagili heídur og barnaguðspjónustur eftir messu, svo oft sem hægt er, og væntan- lega fleiri prestar. — Væri vel til fallið, að þeir létu blað vort vita um það. Pað er ekki svo mikið, sem gert er af frjálsri kristilegri slarfsemi í söfnuðunum enn þá, að það verði oflangt mál að geta um það, — öðrum til uppörvunar. S. Á. G. J Myndirnar af Dómkyrkjunni i þessu blaði, hefir Porleifur Porleifsson Ijósmyndari í Pósthússlræti tekið eftir siðustu viðgerð á kyrkjunni. Hjá honum fást Ijómandi falleg Ijosmyndabréfspjöld með þessum myndum; eru það hentugri jólakort en margt annað, sem notað er í þvi tilefni. Prcntsmiðjan Gutonnorg.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.