Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.1925, Blaðsíða 3

Bjarmi - 01.03.1925, Blaðsíða 3
B JAK M1 59 ir, og með því neyðum vjer vorn himneska föður til þess, að gera byrð- ina margfalt þyngri og erfiðari en ella. Ef vjer vegna fáfræði og vits- munaskorts höfum óbilandi sjálfs- traust, og reynum svo í þessu hroka- fulla sjálfstrausti að bera sjálf lífs- byrðar vorar, mun Drottinn gera þær margfalt þyngri og erfiðari, til þess vjer getum þreifað á því, hve van- burða vjer erum, ónýt og óhæf til þess að bera byrðarnar sjálf. Enn fremur langar mig til að minna yður alvarlega á þetta ómetanlega heilræði: »Látið i öllum hlutum óskir yðar koma fram fyrir Guð í bæn og beiðni ásamt þakkargerð«. það er að segja, að vjer megum ekki ætla að það sje fullnægjandi að biðja Guð að eins á erfiðustu reynslustundunum, en vjer eigum að biðja um alt, sem lítur að smámunum daglega lífsins. Vjer eig- um að koma með það alt í bæn til Guðs. Aíleiðingin verður sú, að »frið- ur Guðs, sem er æðri öllum skilningi, mun varðveita hjörtu vor og hugs- anir vorar í samfjelaginu við Krist Jesúm«. Jafnvel þó þessi jörð sje táradalur, munum vjer geta lifaðsælu- ríku lífi, sje þessum áininningum postulans fylgt. Jeg reyni aldrei að bera nokkra byrði sjálfur, jeg varpa þejm öllum á Guð og tala um þær við hann. t*að fyrsta, sem við herra Wright gerum á hverjum morgni, þegar við biðjum saman, er að biðja fyrir störfum vorum og leggja þau í Guðs hönd, jafnvel allra minstu smá- munina leggjum við í Guðs hönd, vörpum þ§im algerlega á hann, reyn- um ekki að bera nokkra lífsbyrði vora einsamlir. í sambandi við það, sem jeg hefi þegar sagt frá, langar mig til að segja yður frá ofurlitlum atburði, sem flestum yðar er að lík- indum ókunnur. þegar Drottinn fól mjer fyrir 62 ár- um að ala önn fyrir munaðarlausum börnum, varð jeg að hafa örugga vissu fyrir því, að þetta væri hans vilji. Eftir nákvæma umhugsun og stöðuga bæn, komst jeg að þeirri nið- urstöðu, að það væri Guðs vilji. — Síðan fór jeg að biðja fyrir hverju einstöku atriði út af fyrir sig, er varð- aði þessa starfsemi. Jeg bað Drottin um peninga, hús og aðstoðarmenn við starfið; hann veitti mjer það alt. Jeg bað hann að hjálpa mjer til að velja innanstokksmunina og áhöldin, sem stofnunin þarfnaðist, þvíjegvissi að mig brast vit og þekkingu til þess. Þelta gekk nú alt ágætlega, og alt var tilbúið til að taka á móti börn- unum. Jeg auglýsti að mig yrði að hitta 2 kl. á hverjum degi til þess að veita munaðarleysingjunum viðtöku. Jeg beið 2 stundir fyrsta daginn, I en enginn kom. Svo lagði jeg á stað heimleiðis. Á leiðinni duttu mjer í hug þessi orð: »í öllum hlutum«, og jeg sagði við sjálfan mig: »Pú hefir beðið um peninga og þú hefir fengið þá, þú hefir beðið um samverkamenn og þú hefir fengið þá, þú hefir beðið um viðeigandi hús og þú hefir fengið það, og jafnframt því sem þú baðst Drottin um alt þetta, baðst þú hann að gefa þjer visku og vilja til að stjórna þessu öllu, sem best og hag- kvæmast, en þú baðst hann aldrei um börn«. Það hafði jeg vissulega ekki gert viljandi, nje af ásettu ráði. Mjer hafði aldrei dotlið í hug að biðja um munaðarlaus börn. — Jeg hafði hugsað sem svo: »Munaðarleysingjar skifta þúsundum hjer í nágrenninu. það mun ekki verða örðugt að ná í þau«. þess vegna hefi jeg aldrei beð- ið um þau. Nú sá jeg yfirsjón mina. Þegar jeg kom heim, læsti jeg mig inni i herberginu mínu, varpaði mjer á gólfið, og játaði brot mitt, sem var fólgið í því, að jeg hafði ekki geíið

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.