Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.1925, Blaðsíða 4

Bjarmi - 01.03.1925, Blaðsíða 4
60 BJ ARM I gaum að guðsorði í þessu sjerstaka tilliti. Jeg var 2 eða 3 tíma í auð- mjúkri bæn. í*egar jeg hafði prófað bjarta mitt rækilega, sagði jeg: »Það var vegna þess að mig langaði til að víðfrægja dýrð þína, Drottinn minn, að jeg byrjaði á þessu, en ef þjer gæti orðið það til enn meiri dýrðar að þetta fyrirtæki færi í mola — þótt jeg yrði mjer til minkunar, gagnvart náungum mínum og meðbræðrum, — bið jeg þig að afstýra því. Jeg bið þig að fyrirgefa mjer, faðir, og legg þetta svp alt í þína hönd«. Jeg stóð upp glaður frá bæninni. Næsta morgun kl. 11, var farið að biðja um inntöku fyrir munaðarlausu börnin og áður en mánuðurinn var liðinn voru umsækjendurnir orðnir 42, og eru nú um 12,000. Skýr sönn- un þess að það var nóg til af mun- aðarlausum börnum, er hægðarleik- ur var að ná til. Jeg heíi verið svo fjölyrtur um þetta vegna þess, að jeg vil að oss sje það öllum ljóst, hvernig vjer eigum að skilja þetta: »í öllum hlutum«, að vjer eigum að koma með alt i bæn til Guðs, en aldrei að reyna að bera lífsbyrðar vorar sjálf. Mig brestur orð til að útskýra fyrir yður, hvíllk bless- un það hefir verið fyrir mig, að varpa hverri einustu lífsbyrði minni á Drott- in, en reyna aldrei að ber þær sjálf- ur. Jeg hafði gert það áður, en þessi litli atburður kendi mjer svo ræki- lega þessa áminstu ritningargrein, að jeg hefi ekki gleymt henni síðan. »í bæn og beiðni«. Venjuleg bæn, eða margítrekuð bæn er ekki nóg. Vjer verðum að biðja á sama liátt og bein- ingamaðurinn, þegar hann er að biðja sjer ölmusu, og hleypur á eftir oss, stundum langan veg og lætur oss ekki i friði, fyr en vjer gerum honum ein- hverja úrlausn. Á líkan hátt verðum vjer að koma fram fyrir Drottin, með alt það, sem oss varðar, til þess að geta öðlast blessun hans. Athug- um ennfremur, að þetta ber að gera með þakklátssemi. Vjer verðum, svo að segja, að leggja grundvöllinn með lofgerð og þakklæti og byggja svo beiðni vora á þeim grundvelli. Hvern- ig sem kringumstæðum vorum er háttað, og hve margþætt og ólík sem reynsla vor kann að vera, höfum vjer fylstu ástæðu til þakklátssemi. Hvers vegna? Vegna þess að vjer eigum ávalt vorn himneska föður, svo hvað, sem oss finst oss skorta, hefir hann þó ekki yfirgefið oss. Hann mun ávalt vera hjá oss, og Drottinn vor og dýrmæti frelsari Jesús Krist- ur, verður eihnig ávalt með oss, jafn- vel þó að vinir vorir yfirgefi oss, og vjer verðum að þola ýmiskonar raun- ir og mótlæti. Oss er gefinn heilagur andi og hann er með oss. Líkamir vorir eru must- eri heilags anda og vjer höfum guðs- orð. Þess vegna höfum vjer góða á- stæðu til lofgerðar og þakklátssemi í framtiðinni. Vjer megum ekki gleyma þeirri blessun, sem vjer vitum að Drottinn veitir oss í framtíðinni, og að hann yfirgefur aldrei sín börn, heldur hjálpar þeim í öllum efnum og varðveitir, meðan þau eru í hold- inu í nálægð hans. — Afleiðingin af þessu, sem jeg hefi sagt, verður sú, að friður Guðs, sem er æðri öllum skilningi, mun varðveita hjörtu vor og hugsanir vorar í samfjelaginu við Krist Jesú. »Friður Guðs«. Fetta rólega og kyr- láta ásigkomulag hjartans, sem nefnt er »friður Guðs«, er svo blessunar- ríkt, að mesti ræðusnillingur getur ekki lýst því, mesta skáld heimsins ekki útmálað það, nje gefið oss nokkra hugmynd um hvað friður Guðs er. Mesti listmálari heimsins mundi held- ur ekki með neinu móti geta sýnt

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.