Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.1925, Blaðsíða 11

Bjarmi - 01.03.1925, Blaðsíða 11
B J A R M I 67 kunnugt um það«, svaraði jeg, »en hann fer heim til besta vinar míns, sem getur annast hann miklu betur en jeg, og jeg fæ að sjá vin minn aftur, þegar jeg kem sjálfur yfir hafið. Þeir, sem fá heimboð frá aldavinum sínum í öðru landi, kvíða ekki sjó- veiki á hafinu, hugurinn ber þá hálfa leið. — Og því siður þurfa lærisvein- ar Krists að hræðast, þótt hann kalli þá smámsaman heim til sín. — Jeg veit að Kristur hefir greitt fargjaldið, og sjer vel um þá, sem fargjald hans vilja þiggja«. »Guð blessi þig«, sagði Sorgin. — Mjer heyrðist einhvern veginn á mál- rómnum að henni væri þessi svör kær. Hún var ljett í spori er hún gekk brott. Trúin staðnæmdist hjá mjer. Hún var með raunasvip, svo að jeg leit á hana spurnaraugum. »Jeg hefi víða farið«, sagði Trúin. »Jeg hjelt þessi mannskaða-vetur yrði til þess, að öll heimili og hjörtu stæðu mjer opin. Margir gráta þungum tárum við leiði jarðneskra vona sinna, jeg var með ófölnanleg vonarblóm handa þeim. Fyrir mörgum ýfast gömul sár við nýjar harmafregnir annara. Jeg gat bent þeim til hans, sem græðir öll hjartasár, gömul sem ný. Allir hafa verið mintir á hvað jarðneskt líf er hverfult, og að mikil fásinna er að vera óviðbúinn brottför og skilnaði. Jeg vildi fá þá til að kynnast Jesú Iíristi, og hugsa um píslir hans. — Tíminn var hentugur, föstutími safnaða, sorg- artimi syrgjenda. — En það eru ekki nærri allir, sem bjóða mig samt vel- komna, og sumir vilja ekki rjetta mjer nema aðra hönd, þótt þeir í svipinn verði mjer hálflegnir. — Jeg kenni svo í brjóst um veslings fólk- ið, sem kýs heldur að hrekjast milli Ljettúðar og Örvæntingar en að hlýða ráðum minum. Sanna lífsgleði þekkir það ekki, hversu hátt sem það hlær. Blessun sorgar er því hulin, hversu beisklega sem það grætur. — Og þó var krossinn reistur á Golgata, og þó er náðarsól Drottins enn á lofti«. Á ystum útverði. Víkka pú út tjald pitt, og lát pá penja úttjalddúka búðar pinnar,meinpeim pað ekki; gjör tjaldstög pín löng og rek fast hælana, pví að pú munt útbreiðast til hægri og vinstri og niðjar pínir munu eignast lönd pjóðanna og byggja eyddar borgir. Jes. 5, 4. Kínverskir bændur eru orðlagðir athafnamenn; kringumstæðum þeirra langflestra er svo varið að þeir verða að hafa sig alla í frammi, ef vel á að fara, að minsta kosti níu mánuði ársins. Er það annatími bóndans kín- verska; og allan þann tíma er engu minna undir því komið fyrir bann, að vera köllun sinni trúr, en islensk- bónda um sláttinn. En þrjá síðustu mánuði kínverska ársins (nóv., des., jan.) er fremur lítið að gera. í lok níunda mánaðar er búið að plægja akrana aftur og sá vetrarhveitinu og búa alt undir fyrstu uppskeru næsta árs. En þá hefst annatími kristniboð- anna, sem trúað hefir verið fyrir að boða bændum fagnaðarerindið. Þó við þuríum ekki að kvarta yfir því að ekki sje nóg að gera^aðra daga ársins, eða að nokkuru sinni sje skortur á tækifærum til að boða Krist, þá eru þó þrír síðustu mánuðirnir óviðjafnanlega besti tíminn. t*að er nú að farið að líða nokkuð á annan mánuð síðan jeg kvaddi vini mína í Laohokovv. Veður hefir verið hið ákjósanlegasta svo kyr hefi

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.