Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.1925, Blaðsíða 12

Bjarmi - 01.03.1925, Blaðsíða 12
68 BJARMI jeg ekki setið nema fjóra daga, en þó ekki hafst við nema á fjórum útstöðvum. 25—30 km. fyrir norðan Laoha- kow, á landamerkjum fylkjanna Hu- peh og Honan, eru sljettur miklar og frjósamar; þar er því afar-þjettbýlt. Eins og víðast hvar í Kína hafast menn hjer við í þorpum og er skamt á milli. Stærstu þorpin eru víggirt og þangað flýr fólk, þegar ræningjar eru á ferðum, sem oft ber við. Út- stöðvar kristniboðs eru í flestum víg- girtum þorpum, enda er þar mest fólk og markaðir haldnir annanhvorn dag; koma þá bændur og búalið með byrðar miklar á herðum sjer: alls- konar grænmeti, korntegundir, kjöt- meti, vefnaðarvörur, tóbaksblöð o. s. frv. Ef mig skorti ekki tök á islensku máli, hefði mig langað til að lýsa kínverskum markaði. En bjóða vildi jeg ykkur til »kirkju«, skal þar fund- ur haldinn og hafin »þjónusta sátt- argerðarinnara, hvers orð okkur hefir verið falið á hendur. Við hringjum »til tíða«, ofurlítilli klukku, sem hang- ir efst í ræfri, og jafnvel heiðingjarnir vita vel, að nú skal samkoma hald- in í »fú jin tang« (o: hús fagnaðar- erindisins). Fólk kemur til tíða; og enginn tekur til þess þó bekkir sjeu mjóir og baklausir, þó steinveggirnir sjeu hrufóttir og ójafnt moldargólf kirkjuhússins. Við erum hjer ekki betru vanir. Og svo verðum við því í svipinn fegnir að í kínversku máli finst ekkert orð er þýtt geti: »hátíð- legt«. Kirkjuvegginn sem snýr að göt- unni, höfum við tekið allan burt, hann var gerður úr lausum fjölum. Þið takið ekki til skarkajans, við er- um ekki öðru vanir. Þið farið ekki að skifta ykkur af, þótt menn standi í hópum rjett fyrir utan dyrnar og sjeu að þræta um verð á öllurn sköpuð- um hlutum, því að hjer tala menn ekki um annað allan liðlangan daginn. — Klukkan hringir og kirkjuhúsið er opið, svo mönnum skilst vel, að hing- að eru allir velkomnir, rjettlátir menn og ræningjar, óðalsbændur og tötrum búnir betlarar. — Stígirðu í stólinn verðurðu þessa líka brátt var að hjer er ekki eins búinn lýður inn kom- inn: Á fremsta bekk sitja fáeinir silki- klæddir verslunarþjónar og reykja amerískar»cigarettur«.En flestir áheyr- enda þinna eru bændur óhreinir og illa búnir; körfur sínar hafa þeir auð- vitað meðferðis, sem þjer getur ekki verið ami að; og pokunum, sem undir bekkjunum liggja, veitir þú enga eft- irtekt, þótt í þeim sjeu fáeinir grísir, er öðru hvoru láta óánægju sína í ljósi, og kvarta yfir illri meðferð, — ekki að ástæðulausu. Börnunum þarftu heldur ekki að skifta þjer af, þó þau gráti, um þau fer vel í fangi móður sinnar. Og gefir þú beiningamannin- um einn eða 2 aura situr hann hljóð- an. En þjer vil jeg þess óska að hænsnasalinn komi ekki til kiikju þinnar með körfur sinar nje kippur1). Hjer er enginn ósiður talinn þólt menn slandi á miðju gólfi og reyki pipu sína, eða sitji á hækjum sjer rjett fyrir framan ræðustólinn; en mönnum lærist fljótt að tala ekki saman á meðan á ræðunni stendur, og er það aðalalriðið. Margir eru þeir, sem fúsir hlýða á, er þú boðar þeim komu guðsríkisins og trú á Krist, sem Guð hefir sagt um: »Jeg hefi sett þig til að vera ljós heiðinna þjóða, að þú værir hjálpræði alt til ystu endimarka jarðarinnar«. Og það kem- ur enn þá fyrir eins og forðum: »Er heiðingjarnir heyrðu þelta, glöddust 1) Hænsnasalar í Kína binda hænsnin saman á löppunum, 6—8 í kippu, og bera þau alveg eins og rjúpnaskytturnar lieima bera rjúpurnar.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.