Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.1925, Blaðsíða 14

Bjarmi - 01.03.1925, Blaðsíða 14
70 BJAHMI Pinn eiginmaður klökkur pig nú kveður, við kærleiksorðið Drottins blílt sig gleður, og vonar þig hann fái senn aö sjá í salnum dýrðar, Herrans englum hjá. Nú kveðjum við þig hjer í hinsta sinni harmi þrungin, stödd hjá hvílu þinni, og biðjum viðkvæm blítt með hjartaþel: Blessuð, elsku mamma! Farðu vel. A. S. Margrjet sál. ólst upp í Brekkukoti í Hofstaðasókn í Skagafirði hjá Jóni Þor- lákssyni föður sinum. Hann var seinni maður Elínar ömmu minnar, og er mjer því nokkuð kunn æíisaga hennar. — Hún bjó lengst í Hofsós með Lár- usi Olafssyni manni sínum, en þegar heilsan þraut, íluttust þau að Ysta-Mói í Fljótum til Elínar dóttur sinnar og manns hennar, Hermanns hreppstjóra Jónsson- ar. — Son átti Margrjet áður en hún gift- ist, Sæmund Sigfússon, umferðabóksala, sem mörgum Bjarma-vinum ergóðkunnur. Margrjet sál. var vinsæl ljósmóðir, vel hagmælt, trúrækin, glaðlynd og hjarta- góð. Kunningjakonur heunar sögðu stund- um, að ekki þyrfti annað en heimsækja hana til þess að losna við þunglyndi, og fátækir vissu að þeir voru velkomnir til hennar, þótt stundum væri af litlum efn- um að miðla. Sjálf kvaðst hún margoft hafa þreifað á, að blessun fylgdi bónfús- um, og að Guð liti tit sín er bjargir þrutu. — Heilsuleysi hinstu ára bar hún hug- rökk með bænariðju. Minningu hennar margir blessa. S. Á. Gíslason. Þegar jeg náði höfn. Eftir gamlan skipsljóra. Margoft var mjótt á milli lífs og dauða í sjóferðum mínum, en minnistæðast er mjer þegar jeg náði höfn í tvöföldum skilningi. Pað eru 40 ár síðan, en samt man jeg vel öll atvik, betur en sumt sem bar við í fyrra. Við vorum 7 á síldarskútu og hreptum versta veður, seint í janúar, — versta veðrið, sem jeg man eftir, og hefir þó stundum verið gjóstur á svölum sæ. Ofviðrið reif seglin, eða rjettara sagt, tætli þau í sundur. Við höfðum ný segl til vara, en það var ekki liægðarleikur að koma þeim upp. Bylgjurnar fóru hærra en segl- in, og rjett eftir að nýju seglin komu upp, kom brotsjór, braut bæði siglutrjen og tók öll seglin með sjer. Nú gátum við enga rönd við reist, en bárumst eins og rekald, hjálparvana og vonarsnauðir um sollinn sæ í þrjá sólar- liringa. Pá lægði loks storminn, og litlu siðar kom skip oss til hjálpar, sem gat bjargað allri skipshöfninni, en varð að láta skútuna eiga sig. Pegar við höfðum fengið þur föt og vorum farnir að jafna okkur, tók skip- stjórinn, sem bjargaði okkur, að tala við mig um andleg mál. Jeg var talinn sómakær sjómaður, drakk t. d. aldrei, og þó jeg væri stundum o- gætinn í orði, lield jeg að fjelagar mínir hafi sjaldan heyrt mig fara með blót eða formælíngar. Pað átti jeg að þakka góðu uppeldi. — Pað heyrðist aldrei blótsyrði heima hjá mjer, og foreldrar mínir báðu um afturhvarf mitt. En þrátt fyrir það var jeg einn í þeirra tölu, sem forðast að umgangast lærisveina Krists. Við fje- lagar kölluðum þess háttar fólk »skýja- glópa«. En hvað sem því leið varðjeg að sýna björgunarmanni okkar fulla kurteisi, og reyndi að svara honum eins og jeg væri trúaður maður. — Hann mun hafa fljótt heyrt tómahljóðið í þeim svörum, og jeg sagði þá, að það væri ekki hægð- arieikur að vera góður. »Góður?« svaraði hann, »þú verður víst aldrei svo góður að það veiti þjer sáluhjálp, eða komi þjer til hafnar. Þú ert ekki betur kominn en reiðalausa skút- an meðan þú treystir sjálfum þjer I þeim efnum«. Mjer hálfgramdist við hann, en sá að honum var alvara, og gat ekki annað en kannast við með sjálfum mjer að sálarlíf mitt væri harla svipað ókyrrum öldum. Pegar við komum að landi, fór þessi skipstjóri með okkur til sjómannaheim- ilis. Þar var margt sjómanna úr ýmsum áttum, og fögnuðu þeir okkur vel, er þeir heyrðu, hvað hætt vjer vorum komnir. Gamall og góðlállegur skipstjóri vjek sjer að mjer og sagði; »Það heíir skollið hurð nærri hælum, en hvar hefði sál þín verið nú, ef líkið væri á mararbotni?« Jeg þagði við, því mjer var örðugt um svar.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.