Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.01.1927, Blaðsíða 5

Bjarmi - 01.01.1927, Blaðsíða 5
BJARMI E KRISTILEGT HEIMILISBLAÐ e XXI. árg. Reyfejavík, 1. janúar 1927. 1.—2. tbl. „Rels þjer vörður, set þjer vegamcrki, haf athygli á brautinui, veglnum aem þú férst“. Jer. 31., 21. * Aramótahugsanir. Trúfasti Droltinn himins og jarðar hjálpaðu oss fallvöltum jarðarbörnum til að helga þjer nokkur augnablik um þessi áramót og nálgast þig með einlægum hjörtum. Á hvikulum tímaus bárum berumst vjer ár frá ári, og margur er nú að byrja hinsta árið sitt hjer á jörðu. Lát þá staðreynd knýa oss til að líta upp frá hverful- leikanum, upp til þín, að uppsprett- um kærleikans, lífsins og öruggra vona. Miskunsemdanna faðir, hjálpaðu oss til að tjá þjer einkamál vor, þau eru að vísu samtvinnuð synd og söknuði, hverfulleik og kvíða, en samt dirfumst vjer að koma með þau til þín, af því að kærleikur þinn og trúfesti hefir svo margoft birst oss áþreifanlega á liðnuin árum. Margar ráðgátur frá fyrri árum eru oss nú bersýnilegar kærleiksráðstafanir þínar og vjer treystum því að svo muni síðar verða um þær ráðgátur, sem enn eru oss huldar. Um frain alt viljum vjer þakka þjer fyrir son þinn Jesúni Krist og allar ástgjafir hans. Fyrirgefðu hve lítt vjer höfum hagnýtt oss þær og hve ljelegir lærisveinar vjer erum. Við krossiun hans á Golgata sje hvildar- staður vor, þar sje bænastaður synd- arans, þar sje uppsprettulind læri- sveinsins. Veit oss ljóssins faðir að ganga í þínu ljósi nýbyrjað ár, vinna dagleg störf vor í þinu nafni og með lund hans, sein var hógvær og af hjarta lítillátur. Veit oss þrek til að vitna einarðlega um trú vora og taka drengi- lega málstað hvers góðs málefnis, hverjir sem i móti mæla. En veit oss þó um fram alt þann kærleika, sem veit enga æðri gleði en að bæta úr böli og græða sár samferðamanna. Blessa þú Drottinn vini vora og vandamenn, þjóð vora og allar þjóðir jarðar. Verði fagnaðarerindi þitt boð- að um alla jörð með nýju þreki og nýjum árangri. Blessaðu þá sem deyja í dag og leiðbein þeim, sem lifa. — Sje það bæn vor ailra hvern komandi dag, Bænheyr það himneski, faðir i Jesú nafni. Amen. Gleðilegt árl Nú um áramótin langar mig til að minna alla presta lands vors, alla söngvini, alla unuendur kirkju og kristindóms, eldri og yngri á almenn- an safnaðarsöng. Jeg leyfi rojer að ámálga það enn á ný, að gleyma því ekki á hinu nýja ári, að syngja Drotni lofgerðar og bænarljóð i hverri einustu kirkju lands vors. Jeg heiti á alla unnendur þessa lands, að bera það sífelt fram á bænarörmum við

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.