Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.01.1927, Blaðsíða 9

Bjarmi - 01.01.1927, Blaðsíða 9
B J A R M I 5 óska þess, að kirkjulegt líf hjer í okkar prófastsdæmi mætti blómgast og eflast, til blessunar og heilla fyrir oss og niðja vora. Einar Thorlacius. Barátta og friður. i. Englarnir boðuðu frið, er frelsarinn fæddist, og sjálfur mælti hann: »Sælir eru friðflytjendur« (Matt. 5, 9). En þegar hann sendi lærisveina sína í fyrstu trúboðsför þeirra, býr hann þá undir baráttn og segir meðal ann- ars: »Ætlið ekki að jeg sje kotninn til að flytja friö á jörðu«. (Matt. 10. 34). Fljótt á lilið kann þelta virðast undarleg tnólsögn, en lærisveinar vita að reynslan er þessi: Við Drottin upphæða er friðarsamband, örugg- leiki og sálarrósemi keinur þeim frá Drottni á kyrlátum bænastundum og í stórviðrum ofsókna. — En út á við er sjalduast kjrrð. Því að trúr lærisveinn gengur ekki afskiftalaus fram bjá, þar sem spilling og svi- virðingar æða, hlustar ekki þögull á, er meistari hans er svívirtur, og hann hleypur ekki í felur, þótt andstæð- ingarnir sjeu taldir stórir og sterkir. Auðvitað er baráttan margoft sárs- aukaefni. Lærisveinar Krisls eru ekki tilfinningasnauðir og þj'kir það ekk- eit þægilegt að varpa sjer út í bar- áttu gegn ýmiskonar þjóöíjelagsspill- ingu, þar sem búast má við að öllum lúalegustu vopnum tíðarandans sje beitt gegn þeim, og því síður er skemtilegt að deila um helgustu mál hjarta síns við náunga sina, sem oft kann að vera ýmislegt gott um, enda þótt þeir hafi tekið það óheillaráð að ráðast gegn einhverjum saunind- um kristindómsins. Það er notalegra fyrir hold og blóð að sitja heima og sitja bjá, eða hrista böfuðið út af »spiltum tíðaranda«, þar sem allir eru sammála. en að segja sannleikann opinberlega og ganga í berhögg við vantrú og spill- iugu. Það er ekki mitt að dæina þá, sem þykir nóg að komast sjálfir »á þurt land«, og hugga sig við að Drottinn sje nógu sterkur til að verja og út- breiða ríki sitt, þótt þeir silji hjá, — eða vex svo í augum áföll þeirra og yfirsjónir, sem út fóru í hriðarnar öðrum ti! hjálpar, að þeir þora ekki »að hætta sjer út i annað eins«. En benda má þeim á, að þeir, sem heima sátu hugdeigir, hafa aldrei markað djúp heillaspor i sögu kristninnar, og vafasamt er hvort vanrækslusynd- ir letingjanna verða að lokum Ijettari á metunum en yfirsjónir athafna- manna. Ekki leikur á tveim tungum að þótt kristnin hafi oft haft tjón af deilum og baráttu, og þá einkum er deilt var um ýms aukaatriði trúar- innar, þá hefir þó afturförin verið enn meiri þegar starfsmenn kirkjunnar og aðiir aðalvinir ljetu vantrú og spillingu afskiflalausa af makinda- elsku og hiröuleysi. — II. Reykvíkingar og aðrir þeir, sem kunnugt er um trúmálaerindin í Rvik og trúmálagreinarnar í Reykjavíkur- blöðunum að undanförnu, vita að nú er annaðhvort hiklaus barátta eða dáðlaust undanhald fram undan fyrir lúterska kristni á landi voru. Árásirnar gegn biskup þjóðkirkju vorrar, hafa þegar vakið æðimikla eftirtekt, enda þótt langflestum komi saman um, að það sje ekki hlutverk lútersks biskups að vigja prest handa únítörum í annari heimsálfu, og því

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.