Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.01.1927, Blaðsíða 15

Bjarmi - 01.01.1927, Blaðsíða 15
BJARMl 11 lit guðfræðiskennaranna við Háskól- ann, sem með einróma samþykki gerðu höfund þeirra skömmu áður að beiðursdoktor í guðfræði, með þeim ummælum, að þessi mesti heiður, sem guðfræðisdeild Háskól- ans ætti með að veita, veittist hin- um háaldraða prestaöldung (V. B.) sem viðurkenning fyrir sáima hans ogtrúarljóð, (guðspjallasálmana lika). Ákveönum tillögum snertandi endur- skoðun sálmabókarinnar, man jeg ekki eflir í áðurnefndu brjefi. Þrátt fyrir þetta hefir þó s. 1. ár borist éitt all- merkilegt og ákveðið tímanna tákn í þessu endurskoðunarmáli, að því er sálmabókina snertir, og það er rit- smíð ein í 35. tbl. Tímans árið sem leið, eftir Sigurð nokkurn Vigfússon á Brúnum undir Eyjafjöllum, með yfirskriftinni »Syngið Drotni nýjan söng«. Fögur yfirskrift, en samsvarar illa efni tjeðrar ritsmiðar. Er ritsmið þessi fram komin í tilefni af sálma- kveri því, er »Haraldssöfnuður« í Reykjavik hefir lálið prenta til notk- unar við guðsþjónustur sínar. Er þessi ritsmið í sannleika sagt, bragð- biti sem talar fyrir sig sjálfur. Samt er þess full þörf, almennings vegna, að hún, eða kafli úr henní, sje tek- inn til athugunar, þar sem aðallega er rætt um endurskoðun sálmabókar- innar. Skal hver setnin tekin til at- hugunar út af fyrir sig til hægðar- auka lesendum: — »Endurskoðnn sálmabókarinuar er vandaverk, sem mikiö er undir kom- ið, fyrir kirkjuna og trúarlíf þjóðar- innar að vel takist«. Þessari setuingu í grein hins heiðraða höfundar, er jeg og að því er ætla má, aliir gætn- ir og hugsandi menn samdóma, hverri skoðun á kristindómsmálum sem þeir annars hafa. En ef hjer er um mikil- vægt vandaverk að ræða, getur þá ekki komið til álita, hvort margnefnd endurskoðun sje i raun og veru tirna- bæit mál? Kynni hjer að sannast. hið fornkveðna, að menn vissu hverju þeir sleptu, en ekki hvað þeir hreptu Þar sem nú á seinni árum hef- ir verið gefinn út álitlegur viðbætir við okkar núverandi sálmabók, virð- ist mega við það una í bráð, og reyna nolhæfni þess veiks til hlýtar, eða svo virðist mjer. Enníremur segir greinarhöfundur: »Þar (þ. e. viö end- urskoðun sálmabókarinnar) þarf að gæta framsóknar og íhalds í bróður- legri samvinnu. Sálmabókin er ekki að eins ætluð til kirkjusöngs, hún á lika að vera vinur heimilanna og förunautur einstaklinganna. Þess vegna má ekki miða sálmavalið eingöngu við kröfur og þarfir kirkjusöngsins. Því síður má einskorða efni hennar við eina sjerstaka trúarskoðun eða stefnu«. — Til eru tveir flokkar manna, er urn trúmál er að ræða, sem allmikið virðist bera á meðal vor íslendinga, og sem báðir fara hræðilega vilt í öllu sínu tali um trú- arefni, þó góða og glögga dómgreind kunni að hafa á öðrum sviðum. Ann- ar hópurinn litur á og talar um kristindóminn eius og væri hann eitt af viðfangs- og rannsóknarefnum nátt- úruvísindanna, og þrástagast á orð- inu »þróun« eða »framþróun« í tali sínu og skrifum um eilífðarmálin. Hinn hópurinn aftur á móti virðist skoða og líta á kristindóminn eins og stjórnmál og verður þá skrafdrjúg- ast um »framsókn og ihald«. [Frh.]. Gnðmundur Jónsson. Gjafir: Til ekkjunriar á Núpi í Hauka- dal, afh. Bjarma: 300 krónur frá hjónum nál. Reykjavik og 10 kr. frá St. sama bæ. Til Elliheimilisins: Hjón í Dölum 10 kr., E. M. 50 kr., E. Ó. 5 kr.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.