Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.01.1927, Blaðsíða 16

Bjarmi - 01.01.1927, Blaðsíða 16
12 B J A H M 1 t'r..............-..-..... Hvaðanæfa. ^ . .........4 Prestahugvekjurnar nýju,— Ritdóraar um pær liafa þegar komið í ýms- um blöðum. Mun sá vekja mesta eftirtekt, sem piófessor Sig. Ncrdal skrifaði um þær í tímaritið Vaka. Segir hann, að þær beri vott um aö islenzka kirkjan vinni ágætlega að því að halda trúarlífinu »í skynsamlegum skefjum«. Pær flytji engar öfgar. »Andskotinn er livergi nefndur á nafn fremur en í Viðeyjarsálmabókinni«. »Æðstu kröfum kristindómsins er held- ur ekki haldið að mönnum«. wEnginn þarf að fælast frá að hafa þessar hug- vekjur til kvöldlesturs fyrir þvi, að þær muni halda vöku fyrir honum«. — Honum þylcir þær auðsjáanlega litt vekj- andi, og býst jafnvel við að prestar sjeu því ókunnugri en aðrir, hvað fólkið trúir litlu og því sjeu þeir »svo rólegir«. En hvað mundi hann og aðrir, sem svipað hugsa, segja um ákveðnar trúvakn- ingaræður? Ætli þá yrði ekki fljótlega varaö við »ofstæki og öfgum«? Hann heldur að besta umbótaráðið sje að prestaefnin fengju »meiri sálarfræðis- mentun og minna af kennisetningum«. — Man jeg ekki að neinn hafi fyr kvartað yfir því aö prestaefni vor fengju ofmikiö af kennisetningum hjá nýguðfræðinni. Og engin man jeg þess dæmi úr kirkjusög- unni fyr eða síðar, að áhrifamestu trú- vakningamenn hafi slept því, sem alment er kallað kennisetningar. Auðvitað er sál- fræðismentun ágæt, en hún ein veitir ekki eldlegan áhuga til trúarvakninga. Bjargföst friðþægingartrú og bænarlíf var og verður þungamiðjan í þeim efnum. T a g o r e, indverska skáldið víðfræga, var á ferð um Norðurlönd í sumar, sem leið. Var honum tekið með mikilli við- höfn og blaðamcnn voru á hælum lians, eins og gengur. Dagblöð vor hafa getið um hvað þungyrtur hann var um vjela- menningu og auðæfafikn hvitra manna, en margl bar auðvitað fleira á góma. »Lífið í Norðurálfuuni er aðal-þrösk- uldur fyrir útbreiðslu kristindómsins ut- an álfunnar. Ókristnar þjóðir bera boð- skap kristniboðanna saman við ástandið i Norðurálfunni, og verða svo tortrygnara, sagði Tagore meðal annars við blaða- mann frá »Svenska Morgonbladet«, Tagore hefir ekki tekið kristna trú, og því mun blaðamanninum hafa verið for- vitni á að heyra skoðun hans á Sadhu Suudar Singh. Tagore svaraði: »S. S. S. er heiðarlegur1) og starfsamur maður. En kunnari mun hann vera í Norðurálfunni en á Indlandi. Indlandersvo stórt. Minsta kosti er hann lílt kunnur almenningi i Bengal (í Suður-Indlandi), enda er hann frá Pandsjab (í Norður-Indlandi)«. Blaðamaöurinn spurði þá Tagore um Annie Besant og hinn nýja Messias liennar (Iírishnamurti). Tagore svaraði, að sjer virtust hugmyndir frú Besant fjarri lagi, og bætti við: »Að taka með sjer ungan mann land úr landi3), auglýsa hann (gjöre reklame for ham) og vona að Jesús Kristur opinberist síðan í honum, er svo ólikt framkomu Krists í jarðlífi hans, að jeg verð nærri að kalla þá hugsun glæp gagnvart tign hans. Pað, sein að ofan kemur, kemur ekki með miklu yfirlæti og auglýsinga-skrumi. Pað kemur kyrlátlega, eins og Jesús kom til Iærisveina sinna, og frá þessari látlausu byrjun þróast það við þaun kraft, sem alt gott kemur frá og heimurinn þarfnast harla mjög á vorum dögum«. (íslenskað úr norska bl. »Kineseren« 12. scpt. þ. á.). 1) Jesúitar hafa reynt aö bera bripöur á þaö. 2) Pau Annie Kesant og Krishoamurti hafa verið i feröalögum i suinar. Til kristniboðs hefir Trúboðsfjelag kvenna í Rvik tekið á móti þessum gjöf- um: 100 kr. frá frú Elinu Jónatansdóttur Rvík. 15 kr. frá frú Sigriði Narfadóttur Gullberast. — Gjafir á sóknaruefnda- fundi 20. okt. 132 kr. 35 au. — Úr kirkju- baukunum 54 kr. »Tii minningar um Maríu Magdalenu« 80 kr, frá Sigriði Thorarensen 10 kr. Hjartans þakkir fyrir gjafirnar. Ingileif A. Sigurðsson. Til kristniboðs aíhent Bjarma: I. S. Hafnarfirði 20 kr., Vjelstjóri 20+40 kr., N. N. 5 kr., G. G. Akranesi 15 kr., J. M. Bakkagerði 3,30 kr., sra Björn Stefánsson 10 kr. Útgefaudi: Slgnrhjörn Á. Gfslason. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.