Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.01.1927, Blaðsíða 5

Bjarmi - 15.01.1927, Blaðsíða 5
B J A R M I 17 og þannig einnig frá himninum niður til jötunnar, og þá sjáum vjer himin- inn opinn yfir hinu lága. Vjer sjáum barnid, og vjer sjáum Droitin í himneskri dýrð. Þannig á jólatrú vor að vaxa, svo að vjer ná- um vaxtarhæð trúarinnar, eins og Stefán, er hann horfist í augu við dauðann, en horfir um leið inn í himininn og segir: »Sjá, jeg sje himn- ana opna og mannssoninn standa til hægri handar Guði«. Svo hátt náði trú hans, af því hann hafði lært að beygja sig fyrir Drotni. þannig eigum vjer að vaxa í trú vorri. En beygjum oss þá niður að jötunni, þá munum vjer geta horft inu í himininn. Það er jólabæn mín, að allir þeir, sem á þessum jólum horfa á hið erfiða, megi horfa á barnið í jötunni, hugsa um hann, sem gerðist fátækur, til þess að vjer mættum auðgast af fátækt hans, og að þeir megi þá fá kraft til þess að horfa inn í himin- inn og vænta allrar blessunar frá Guði. Guði sje lof fyrir jólin. Guði sje lof fyrir gjöfina. Guð láti oss ávalt kannast við hana fyrir mönnunum. það slokknar á jólaljósunum á jóla- trjenu. það kemur sú stund, að Iífsljós vort brennur út. Ó, að vjer þá getum horft inn í dýrðarhiminn, að þá megi birla jólanna Ijóma í kringum oss, og að þá megi þessi jólabæn, þessi bæn hins deyjandi píslarvotts vera í bjarta voru: »Drottinn Jesú, meðtak þú anda minn«. Pá komum vjer heim til jólanna, hcim til Jesú, og heyrum hann segja: »Þú kannaðist við mig fyrir mönn- unum, og nú kannast jeg við þig fyrir föður mínum«. Pá eigum vjer eilífa jólagleöi. Amen. Áramótin. Árdagsljómi unaðsfagur upprennandi nýársdagur gullmálmskírum guðarúnum geislum stafar alheims tjald. Vakið! vakið! voldugt kallar, vakið! vakið! þjóðir allar helga nema himinfræði, hæstan prísa Ijóss alvald. Hver sem fyrst á fætur standi, fagni munnur, hönd og andi, nýjar þakka nýárs gáfur náðarborði Drottins af, mannleg hönd þó mjer að rjetti, máttarhöndin Guðs til setti, hulið afl sem elur, fæðir orm i dufti lágt er svaf. Kærleiks boðorð kent oss hefur, kraftana og viljann gefur, ef vjer sinnum, ei mótstöndum andans góðu hræringum: eftir Jesú orðum breyta, eflir hans fótsporum leita, eftir hnossi örugt keppa eftir fyrirheitunum. Auðmjúk bæn og örugg trúin alvarlega’ í hæðir snúin lof og þökk með orði’ og anda, af öllu hjarta sje í dag; biðjum hann það blítt meðtaka, biðjum hann oss yfir vaka, felum honum öll vor efni: iðju, líf og sál, í dag. Alt það góða er frá honum, elskum hann og til hans vonum, ótal ráð því hann til hefur hreldra manna’ að gleðja lund; nýjan vott um náð hans hreina með nýju ári fáum reyna, nýtt líf með oss náð sú glæði ný og fersk á hverri stund.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.