Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.01.1927, Blaðsíða 7

Bjarmi - 15.01.1927, Blaðsíða 7
B J A R M I 19 ekkert annað að gera en bíða og sjá hvað hann gerir«, Hverju gat jeg svarað? Hún stóð þarna við hliðina á rajer, áhyggju- iaus og glöð, fuliviss ura sigur, þar sem jeg sá ósigurinn visan. Jeg þagði því. »Mjer þykir það vissulega leitt, elsku vinur minn«, sagði hún inni- lega og lagði hönd sína á öxl mína, »hve tregur þú ert til þess aö trúa því aö Guð muni senda mjer bjálp, svo að jeg þurfi ekki að fara hjeðan. Jeg vildi óska þess að þú vissir hve óumræðilega sæl jeg hefi verið siðan mjer varð þetta alveg ljóst, og þá um leið hitt, að bjer fæ jeg að lifa og deyja á föðurleifð minni og æsku- slóðum. Jeg er þess albúin að aíheDda búslóð mína og gripi, aðra en Skjóna, upp í þessa skuld, e/ med þarf, og jeg hefi búið mig uudir það, svo að nú á jeg ekkert eftir annað en að tæma bólfin í skattholsgarminum í stofunni. Jeg efast nú reyndar um að það sje flutningsfært, þótt einhver vildi kaupa það, þarna hefir það staðið í sömu skorðum í fullan mannsaldur, og jeg vildi fegin að það fengi að standa þar áfram. Jeg veit að bakhlið þess og instu hólíin eru farin að fúna töluvert, — en þeim er ekki ofgott að bisa við það. Nú ætla jeg að taka smávegis úr hólfunum áður en þeir koma«. Hún var góða stund frammi í stofunni, á meðan var jeg hitt og annað að taka til handargagus, og jeg var alveg sannfærður um að það yrðu með seinustu handarvikunum minum á Núpi. Jeg var eiumitt að hugsa um það, þegar jeg heyrði að Helga kallaði til min og bað mig að finna sig fljótt. Hún stóð við opinn gluggann i stofunni, þegar jeg kom inn, og hjelt á óhreinu og böggluðu blaði í hendinni. »Líttu á, lestu!« sagði hún og rjetti mjer blaðið. Jeg horfði ýmist á Helgu eða blaðið, það var lítt læsilegt, en brált varð jeg þess vís að hjer var fundin greiðsluviðurkenning, undir- rituð af Birni i Dal. sÞú skilur hvað þetta er«, sagði hún og bar ört á. »f*að er hvorki meira nje minna en sönnun þess að sú skuld, sem Björn krefur af mjer nú, er að fullu og öllu greidd«. — Hún þagnaði sem allra snöggvast, og jeg sá að tárin komu fram í augu hennar, er hún sagði í lægra róm: »Trúirðu því nú að Guð geti hjálpað mjer? — Jeg faun blaðið bak við insta hólfiö, jeg var nærri því búin að fleygja því, það var svo óhreint og bögglað, samt sem áður fór jeg að skoða það — og hugsaðu þjer gleði mina, — — á þennan hátt ónýtir Guð ráð vondra manna«. Hún þrýsti brjefinu upp að brjósti sínu og horfði tárvotum augum til himins. Varir hennar bærðust. Þannig stóð hún stundarkorn, og þanuig hefi jeg margoft sjeð hana siðan, um- kringda öruggum friði, sem fæst fyrir barnslegt trúuaðartraust á góð- um Guði. — — Enn um kvermálið. Ritsljóri Bjarma hefir góðfúslega boð- ið mjer rúm í blaði sinu til þess að ræða kvermálið, sem nú er á dagskrá. Er rjett að jeg noti mjer það til þess að gera nokkrar athugasemdir við grein Baldvins í Helguhvammi í [26. tbl. Bjarraa, sem er að mestu beint að mjer út af um- mælum minum í sumar um kvermálið. Jeg hefi nú fyrir skemstu gert nokkra grein fyrir afstöðu minni til þessa máls í svargrein til sira L. Knudsens í Verði. í þeirri grein tel jeg flestu svarað, sem máli skiftir í þessum umræðum. Grein Baldvins er að mestu sama efnis og grein

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.