Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.01.1927, Blaðsíða 9

Bjarmi - 15.01.1927, Blaðsíða 9
B J A R M 1 21 ekki ráð fyrir að Baldvin leggi mikið upp úr þvi, en varlega fiust mjer hann setti að tala um »hinar miklu og almennu vin- sældir, sem kverið hafi alla tíð notið hjá æðri sem lægri«, Að eins skal jeg ennfr. minna Baldvin á, að nú síðast á pessn ári var á fjölsóttri prestastefnu fyrir Austfirðingafjórðung óskað eftir breytt- um og bættum aðferðum í kristindóms- keuslu, og mun ekki hafa verið gert ráð fyrir að kverunum, sem nú gilda, yrði haldið áfram óbreyttum. Blaðagreinar á síðustu árum um kvermálð eru Baldv. eflaust kunnar. Út af ummælum Baldvins um »dauða- dæmd fræði« er jeg tali um í grein rainni, skal jeg að eins benda honum á grein eftir biskup vora í N. Kbl. 3. árg.: »Göm- ul og ný guðfræði«, Grein pessi, sem er skrifuð bæði af skarpskygni og lærdómi, er áreiðanlega með pví allra besta, sem ritað hefir verið hjer á landi um pað vandamál. Pá kem jeg að pví atriði í grein B., sem leiðinlegast er að fást við, en pað er setningin úr Tíma-grein minni um Korvins postillu, sem aflagasthefir í prent- nn. í stað orðanna: Petta er hók o.s. frv. átti að standa: »Bók eins og Korvins poslilla er löngu týnd og tröllum gefin og jafnvel meistara Vídalín lesa nú fáir sjer til sálubóta«. Þegar grein mín kom út í Tímanum í sumar, sá jeg strax að pessi setning var úr lagi færð, en jeg hirti ekki um að fá hana leiðrjetta af pví að mjer datt pá ekki í hug, að nokkur lesari væri svo góðfús, að leggja pann skiluing í setninguna, sem þeir hafa nú gert sira Lúðvíg Knudsen og Baldvin í Helguhvammi. Jeg bjóst í hæsta lagi við að hún yrði álitin meiningarleysa, eins og hún er með pvi orðalagi sem á henni er í greininni. Mjer kom pað mjög á ó- vart, að Baldvin í Helguhvammi, sem jeg hefi álitið gætinn mann og vandaðan, skyldi villast inn á sömu braut og kol- lega minn. Pað lítur út fyrir að honum hafi verið lánuð gleraugu pegar hann las grein mina, sem ekki hafa »passað« hon- um. Hver maður með nokkurn veginn fullu viti, gat strax sjeð, að ómögulega gat verið átt við ritninguna með þessu orðalagi. Ef jeg hefði viljað lasta ritning- una, hefði jeg eflaust gert pað með öðr- um orðum en að segja að hún væri »lýnd og tröllum gefin«, en það getur vel átt við Korvins postillu. Baldvin reynir áður að sýna fram á ósamræmi í grein minni, en finst honum ekkert ósamræmi í pvi, að telja pá bók týnda og tröllum gefna, sem jeg hefi í sömu andránni veriö að leggja til að yrðí megin efni væntanlegr- ar kenslubókar í kristnum fræðum og nota sjálfur við hverja guðsþjónustu? Hvers vegna bendir Baldvin ekki á þetta ósamræmi, svo augljóst sem það er? Er pað af pví að pá var verri aðstaðan tíl að sverta ímyndaðan skoðana andstæðing eða gera hann tortryggilegan ? Pá er pað trúarjátningin á breiða kristi- lega grundvellinum. Jeg skal strax taka þaö fram, þeim til hugarljettis, sem halda að hjer sje verið að hetja uppreisn eða bylíingu innan vorrar lúterslcu kirkju, að svo er eklci. Baldvin og skoðanabræðrum hans er óhætt aö vera rólegum. Um petta atriöi tillögunnar frá Blönduós-fundinum mætti margt og raikið segja, en jeg vil elcki eyða mildu af rúmi Bjarma til pess að sinni. Skal að eins skýra stuttlega frá, hvað fyrir mjer vakir með pessu orðalagi. Eins og tillagan ber með sjer ælluð- umst við Kristján á Brúsastöðum til að hin nýja námsbók í kristnum fræðum yrði aðallega biblíusögur, einkanlega úr N.tm. Allri trúfræði eldri kveranna slept. Til hægðarauka fyrir kennarann að gera börnunum ljós helslu grundvallor- atriði kristinnar trúar, vildi jeg að pau yrðu pó dregin saman á einn stað og sett fram í svo einföldu, skýru og auðmeltu formi, sem unt væri. Meining mín var ekki að stryka yfir hina svokölluðu post- ullegu trúarjátningu. En jeg áleit óþarft að hún væri í barnabók þessari. Prestur- inn getur kent börnunum liana utanbók- ar og hlýtur að gera það samkvæmt helgisiðabókinni, par sem hún er höfð yfir í fermingunni af börnunum og prest- inum sameiginlega. Og Baldvin og aðrir góðir menn verða að fyrirgefa pó jeg setji pessa góðu játningu skör lægra en t. d. fjallræðuna eða dæmisögur Jesú Krists. Kristur og postular hans þeklu hana ekki. Hún er samin talsvert löngu eftir peirra dag, aðallega sem trúvörn gegn ýmsum sjertrúarstefnum peirra tíma og ber þess Ijós rnerki. Par er ýmislegt lekið fram, sem ekki er lengur talin höf- uð- eða grundvallaratriöi kristinnar trúar, en sumum peirra slept. Pað er í fyrstu gr. talað um Guð föður

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.