Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.01.1927, Blaðsíða 10

Bjarmi - 15.01.1927, Blaðsíða 10
22 B J A R M I almáltugan, en ekki kœrleiksrikan. Það er í annari gr. talaö um aö Jesús hafi verið getinn af heil. anda, fæddur af Maríu mey og píndur undir Pontíus Pilatus, en hvergi að hann sje endurlausnari vor mannanna og að hann liii og starfi með lærisveinum sínum alla daga til enda veraldar. Pað er reynt að hafa þrískift- ingu á störfum guðdómsins samkv. prenn- ingar-lærdómnum, sem tæplega skipar lengur stórt rúm í hjörtum trúaðra, og það er talað um »upprisu holdsius«, sem samkv. kenningu Pals postula er hæpin kenning. Jeg efast ekki nm, að t. d. biskup vor, gæti í væntanlegri barnabók (kveri) dregið enn skýrar saman helstu trúaratrið- in á enn fastari og breiðari grundvelli en gert er í postullegri trúarjátningu. Jeg treysti honum vel til þess, því enn mun hann sömu skoðunar og þeirrar, sem kom fram i fyrnefndri Kbl. grein hans, að á degi reiknigsskaparins verði enginn dærad- ur eftir samsinning vissra trúarsetninga heldur eftir »afstöðu hjartans til Guðs og hans náðar«. Meining mín var og er sú að í barna- lærdómsbók, sem er fengin jafn mörgum í hendur með svo mismunandi trúarskoð- unum, til kenslu, eigi sem fæst að standa af því, er valdið getur deilum og mis- skilningi, en sem mest af því er snertir grundvallaratriðin og sjálft hjarta hinnar kristnu trúar. Fyrir þessa skoðun get jeg vel þolað hrópyrði og gusur þeirra, sem grynst vaða. Björn Stefánsson, Auðkúlu. Athugasemdir við þessa grein koma bráðlega í blaðinu. Ritstj. Bjarma. Danðasyndir nútímans. Stjórnmáiarekstur — dygðasnauður. Auðsöfn — atorkulausra. Skeratanir — skaðvænar. Pekking — þróttlaus. Stóriðja — samviskulaus. Vísindi — kærleikslaus. Menning — mannúðarsnauð. Guðsþjónustur — gjafalausar. Donaldson. ,Glögt er það enn hvað þeir vilja1. [Niðurl.|. ------- Hvorugur þessi flokkur virðist nokkra hugmynd hafa um það, að kristindómurinn á ekkert skylt við náttúruvísindi eða stjórnmál, að því er eðli og uppruna snertir. Og að því er hinum háttvirta greinarhöf- undi við kemur, þá veröur hann að teijast í flokki hinna síðarnefndu, eins og setuingar þær bera með sjer, sem tilfærðar eru úr grein hans hjer aö framan, þar sem hann talar um »bróðurlega saruvinnu milli fram- sóknar og íhalds« við endurskoðun sálmabókarinnar. Nú má spyrja: Hvað er kristindómur? Á hverju byggist hann? Allir vjer, sem af hjarta trúurn opinberunarorði heil- agrar ritningar, svörum hiklaust: Kristindómurinn er opinberun guð- legs vilja og ráðs, til frelsis og sálu- hjálpar oss syndugum mönnum. F*á opinberun hefir eiiífur, almáttugur, óumbreytanlegur og kærleiksríkur Guð látið spámenn sína, son sinn Jesúm Krist og postula hans birta oss, svo hún væri oss það ljós, er vjer gætum látið lýsa oss á lífsins oft svo myrku brautum. Nær sú op- inberun sinni æðstu fylling í Jesú Kristi og endurlausnarverki hans. Fyrst þessu er nú þannig varið, þá er það næsta íráleilt í augum trúaðra, kristinna manna, að tala um »þróun, framsókn og ihald« í sambandi við kristna trú. Skal nú, í þessu sambandi, athugað, hvað einn af fyrstu boðberum fagnaðarerindis- ins, sá af þeim, sem einna skýrast hefir skiigreint hvað kristindómur- inn sje í eðli sínu og anda, segir hjer að lútandi. Jeg á hjer við um- mæli Páls postula í Efesusbrjefinu 4. kap., 4.—6. v. Hann segir: »Einn er líkaminn og einn er andinn, eins

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.