Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.01.1927, Blaðsíða 11

Bjarmi - 15.01.1927, Blaðsíða 11
B J A R M I 23 og þjer líka voruð kallaðir til einDar vonar við köllun yðar, einn Droltinn, ein trú, ein skírn, einn Guð og faðir allra, sem er yfir öllum og með öll- um og í öllum«. — Þar sem þessu er nú þannig háttað, að von köllun- ar vorrar er ein, Drottinn og frelsar- inn einn, trúin ein, skirnin ein, Guð og faðirinn einn, sem í Jesú Kristi hefir friðþægt heiminn við sjálfan sig, þá er auðsælt hverjum hugsandi, kristnum manni, að allir bænar- og lofsöngvar kristinnar kirkju, svo á íslandi sem annarsstaðar, hljóta allir að hafa eitt og sama aðal-innihald, og það er: bæn og þakkargjörð gjörvallrar kristninnar, til Guðs föður á himnum, fyrir endurlausnina í Kristi Jesú. Um aðra »trúarskoðun eða slefnu« en þessa getur ekki verið að ræða í sálmabókum kristinna landa (ísland er þar engin undan- tekning), og því er mjög fráleitt öllu viti alt fimbulfamb greinarhöfundar um »bróðurlega samvinnu framsókn- ar og íhalds«, að því er snertir endur- skoðun sálmabókarinnar. Og hvað sem hann segir um það, að ekki megi »einskorða efni hennar við eina sjerstaka trúarskoöun eða stefnu«, þá geta menn, af því sem þegar er tekið fram um höfuð-innihald sálma og lofsöngva kristninnar, fyllilega sjeð, hve fráleit þessi ummæli eru. Pá segir greinarhöf. enn fremur: »Pað á að vera metnaður og sæmd kirkju vorrar, að vera rúmgóða þjóðkirkjan, þar sem samviskufrelsi manna fær notið sín, og margvísleg trúarreynsla leiðir mann um ýmsa vegu upp á sigurhæðir«. — Já, glögt er það enn hvað þeir vilja, fylgjendur »nýju stefnanna« meðal vor. Þeir vilja hafa hina evangelisk-lúthersku þjóð- kirkju að skálkaskjóli, til þess að geta, undir hennar vernd, útbreitt villukenn- ingar sínar í næði, og útrýmt biblíu- legum kristindómi, ef unt væri, og í því augnamiði eru þeir að halda að almenningi hugtakinu ura »rúmgóðu þjóðkirkjuna«. Sannleikurinn er nefni- lega sá, að þeir finna það einhvern veginn, Ijóst eða óljóst, þeir Djöfuls- ins vikapiltar, að vantrúarstefnur þær, sem þeir halda að fjöldanum, ef stefnur skyldi kalla, eru ekki lík- legar til þess að framleiða hjá þjóð- inni ueitt andlegt líf, er það nafn verðskuldi, ef þær koma til almenn- ings í sínu rjetta gerfi, og þess vegna reyna þeir að villa á sjer heimildir með ýmsu móti, og eitt blekkingar- ráðið, sem Djöfulliun, þeirra audlegi húsbóndi, hefir kent þeim, er það, að látast vilja balda í og vernda þjóðkirkjuna, vitandi vel að nái van- trúarstefnur þeirra yfirráðunum, er þjóðkirkjan dauðadæmd sem kristiu kirkja. Frá þvílíkri hörmung bið jeg almáttugan Guð að forða þjóð og kirkju, það bænheyri hann í Jesú Dafni! Þó að samviskufrelsi manna eigi, í orði kveðnu, að fá að njóta sin í rúmgóðu þjóðkirkjunni(III) hinna frjálslyndn(lll) og »margvísleg trúar- reyusla« að »leiða menn um ýmsa vegu, upp á sigurhæðir«, þá er slíkt tal þeirra hjegóminn einber, því Jesús segir sjálfur: »Jeg er vegurinn, sann- leikurinn og lífið«. Og enn fremur segir hann: »Enginn kemur til föður- ins, nema fyrir mig«. — Fyrst Jesús er eini vegurinn, hvað þýðir þá að tala um »ýmsa vegu«? Alt slíkt tal er argasta blekking og annað ekki, sem margan leiðir í voða, svo meira sje ekki sagt. Pá kemur greinarhöfundur loks að þvi, hverning hann vill að sálmabók »rúmgóðu þjóðkirkjunnar« sje úr garði gerð, að hans áliti og þeirra, er líkar eða sömu skoðanir hafa. Hún á nefnilega »að gefa rúm lof-

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.