Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.01.1927, Blaðsíða 12

Bjarmi - 15.01.1927, Blaðsíða 12
24 B J A R M I söngvum og bænum allra þeirra manna, sem leita Guðs af aivöru, þó þeir gangi ekki allir alfaravegu«. — Þar sem nú vegurinn er að eins einn, endurlausnarinn Jesús Kristur, þá geta ekki aðrir bænar- og lofsöngvar átt heimting á rúmi í nokkurri krist- inni sálmabók, en bænar- og lof- söngvar þeirra manna, sem vegsama föðurinn í syninum, og soninn í föð- urnum, því Jesús segir sjálfur: »Sá, sem hefir sjeð mig, heíir sjeð föður- inn« og »Trúið, að eg er í föðurnum og faðirinn í mjer«. — Er af þessu auðsætt, að alt er skrafið misskilningur um slóð þá, sem í fyrstu er að eins fótspor eins inanns, ef til vill troðin í fannkyngi áhyggjanna og hríðarbyl misskiinings, en geti með tímanum orðið alþjóðaleið, þegar upp styttir og fólkið sjer, að slóðin liggur upp til heiðbjartra tinda trúarvissunnar og guðstraustsins. Slík ummæli um þetta efni, sem hjer liggur fyrir til umræðu, eru hjegómamál og annað ekki. Öllum þeim, sem vilja láta Guðs orð í heilagri ritningu lýsa sjer, er það ljósara en orðum þurfi að því að eyða, að alþjóðaleiðin upp að föðurhjarta Guðs liggur um Gol- gata, og að kross Jesú Krists er þar sá hvildarstaður, þar sem manns- sálin, þreytt og þjáð af synd og sorg, þarf að Ieita sjer lækningar, hvíldar og endurnæringar, ef hún vill hjálp- ræðið öðlast. Greinarhöfundur spyr á einum stað í grein sinni »hvað því sje til fyrir- stöðu, að hinar nýju stefnur geti auðgað kirkjuna að góðum sálmum?« þar til er því einu að svara, að þar sem þær allar vilja sneiða hjá kross- inum á Golgata, þó fylgjendur þeirra sumir hverjir vilji ekki hreiulega við það kannast, þá geta þær af þeim ástæðum ekkert það framieitt af sálmatagi, er auðgað geti kirkjuna. Pví allir þeir, sem ekki trúa á Jesúm Krist sem Guðs son og endurlausn- ara mannanna, eins og hann sagðist vera, þeir geta ekki á nokkurn hátt talað rjett um andlega hluti, og þar af leiðandi ekki beðið rjettilega, ekki lofsungið rjett, ekki vegsamað rjett, því æðsta lofsöngs- og tilbeiðsluefni kristninnar er, var, og verður ætíð um tíma og eilifð: endurlausnin i Kristi Jesú. — Pó að hinn heiðraði greinarhöfundur þykist ekki vilja, að gömlum og góðum sálmum sje út- skúfað, þó þeir beri keim af trúar- skoðunum, sera svo kallaöir »frjáls- lyndir trúmenn«(ll!) telji nú orðið úreltar, en eigi þó enn djúp ítök i brjóstum margra manna, þá er lítið fyrir slík ummæli gefandi; þvi meðan þeir »frjálslyndu« eru að reyna að tryggja sjer tökin á fjöldanum, þá er fagurgalanum og orðskrúðinu ó- spart beitt, og þá láta þeir svo, sem þeir sjeu í raun og veru ógnarlega frjálslyndir, já, ekkert nema saun- girnin og umburðarlyndið sjálft. En næðu þeir »frjálslyndu« yfiráðum á sviði eilífðarmálanna, hvort heldur væri um endurskoðun sálmabókar- innar að ræða eða annað kristni- haldi Islendinga viðkomandi, þá er hætt við að hlutur vor, sem biblíu- legum kristindómi viljum fylgja, mundi heldur en ekki fyrir borð bor- inn, og yrði þá lílið úr nútíðar tali þeirra um það, að weinstrengingsleg trúarstefna«, hvort heldur sem hún nefndist ný guðfræði eða gömul, frjálshyggja eða rjetttrúnaður, mætti ekki ráða lögum og lofum í sálma- bók hinnar wrúmgóðu íslensku þjóð- kirkju«(Il!) Nei. Þá yrði áreiðanlega ekki mikið um það talað, að »ýmsar tegundir trúarreynslunnar« þyrftu að mæla þar málum sfnum, til þess að sem flestar sálir fengju þar fullnægt þörf sinni ogþrátil sambands við Guð.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.