Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.01.1927, Blaðsíða 13

Bjarmi - 15.01.1927, Blaðsíða 13
B J A R M I 25 Þó aö greinarhöfundur telji að sálmabók þjóðkirkjunnar íslensku þyrtti ekki að verða »mislit eða hött- ótt« fyrir því, þó þar mæltu mál- um sínum fleiri en ein trúarstefna, eða »ýmsar legundir trúarreynsl- unnar«, eins og honum þóknast að orða það, til þess að gefa orðum sínum álitlegri blæ, þá er hætt við, að i reyndinni yrði hún það, — yrði Leirgerður önnur. — Frá því bið jeg almáttugan Guð að forða kristni lands vors, að sálmabók hennar hafi nokkru sinni hjer eftir aðra sálma inni að halda en þá, sem i sannleika tala máli biblíulegs kristindóms. — Enn fremur bið jeg Guð af hjarta, að forða prestastefnunni frá þeirii ógæfu, að hún nokkru sinni stuðli að endurskoðun sálmabókarinnar á þeim grundvelli, að »uýju stefnurnar« svo nefndu komist þar að á nokkurn hátt. 22. ágúst 1926. Guðmundur Jónsson, Litlu-Brekku. Trúmálin í Reykjavlk. Mikið og margbreytt er trúmála- fjörið í höfuðstaðnum urn þessar mundir Sóknarnefnd dómkirkjusafn- aðarins hefir sett sjerstaka nefnd til að undirbúa byggingu nýrrar kírkju í höfuðstaðnum. Er ritstjóri þessa blaðs formaður hennar, hinir nefndarmenn- irnir eru báðir prestar dómkirkjunnar og ennfremur Jón Halldórsson trje- smiðameistari, Magnús Blöndahl fram- kvæmdarstjóri, Matthías I’órðarson fornmenjavörður, Ólafur Lárusson prófessor og Sveinn Jónsson kaup- maður. Á safnaðarfundi nokkru fyrir jólin, þeim fjölmennasta, sem menn muna i dómkirkjunni, var í einu hljóði samþykt að styðja þelta mál. Þar flutti og ritstjóri Bjarma erindi um heimilisguðrækni. Við umræð- urnar á eftir komu fram skorinorð andmæli frá leikmönnum gegn efa- semdaguðfræði guðfræðisdeildarinnar. Sig. Sívertsen prófessor var þar til andsvara eu fjekk góð svör og gild hjá síra Bjarna Jónssyni dómkirkju- presti. Er því spáð að næsti safnað- arfundur verði æði fjölsóttur. — Um hátíðarnar voru kirkjur höf- uðstaðarins auðvitað oflitlar sem oft endranær, enda þótt margar kristi- legar samkomur væru haldnar í öðr- um húsum, t. d. 2 í Nýja Bíó að til- hlutun sjómannastofunnar. í hibýl- um hennar sjálfrar er kristileg sam- koma á hverju kvöldi, og sjerstök jólasamkoma með jólatrje og kaffi- veitingum var þar á jóladagskvöldið íyrir ulanbæjarsjómenn íslenska, og síðan hafa verið þar haldnar 5 jóla- samkomur fyrir erlenda sjómenn, 2 þeirra eftir nýárið fyrir Englendinga. Þeir sem lásu t. d. ræðu síra Fr. Friðrikssonar í jólablaði Visis og nú lesa ræðu sira Bjarna Jónssonar dóm- kirkjuprests hjer í blaðinu, sjá þess merki, að prestarnir í höfuðstaðnum taka ekki árásunum á kirkju vora með þögn og hirðuleysi. — En hinir eru heldur ekki iðjulausir. — Bað mega þeir eiga. Fyrir áramótin hóf Gangleri mál- gagn guðspekinga, göngu sina og annað tölubl, af Merki krossins. tímariti kaþóska trúboðsins, kom þá og út. Pá sendu og tólf ungir guð- fræðingar boðsbrjef að nýju timariti sem þeir ætla að fara að gefa út. Auðvitað á það að vera »frjálslynt«, enda eru þeir B. Kristjánsson, kunnur um land alt af trúmálahugleiðingun- um í Tímanum, og L. Guðmundsson kunnur í Reykjavik af vígsluneitunar- erindum sinum, meðal útgefanda.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.