Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.02.1927, Blaðsíða 3

Bjarmi - 01.02.1927, Blaðsíða 3
B J A R M I 31 En jeg held, að meunirnir sjeu betri en oröin, setn þeir tala. Jeg er tíss um, að þeir finna, um leið og þeir ráðast á hið heilaga: »Það gerir svo lítið tii, þó að jeg skjóli nokkr- um skolum á vígið, það hrynur ekki«. Menn finna, að hjer er máttur, sem eyðist ekki, þó að mörg orð sjeu töluð. Eða bugsum um alt, sem lalað er gegn bibliunni. Um leið og menn ve- fengja hana og fá aðra til þess, þá finna menn, að þetta eyðiieggur ekki bókina. Hún breiðist æ því rneira út. Hún er miklu útbreiddari nú í dag, en þenna dag í fyrra. Pað eru til fleiri trúarbækur en biblían. — Heyrir þú nokkurn tíma talað á móti þeim? Vísindin hljóta þó að þekkja þær. — Heyrir þú oft fundið að þvf, sem slendur skráð í Kóraninum? Jeg vil leggja áherslu á þetta, að jeg betur og betur sje sannleika krist- indómsins og tign bibliunnar. Jeg sje og finn, að kristindómurinn er lif, og að Guðs orð er líf. Það væri ekki verið að ráðast á það, sem er dautt. Það er ráðist á lífið, og það er lífið, sem verður að verja. En það lyftir sál minni, að liugsa um þetta ///. Já, það gleður mig og styrkir að hugsa um þá, sem hafa sagt: »Jeg á þegar eilífa lífið«. Jeg treysti því, að þeir vili, hvað krist- indómur er, jafnvel þó að þá vanti orð til að lýsa því. í síðustu ræðu mintist jeg á, að reynt væri að sanna mönnnm, að Páll postuii hafi misskilið Jesúm. —• En jeg er viss um, að sá maður, sem sagði: »Lífið er mjer Kristur«, sá maður hefir skilið fagnaðareriudi Jesú. Víst er mikill munur á Jesú og Pali, þvi að munurinn er þessi: Annar er frelsarinn, hinn er frelsaðlir. En jeg er viss um, aö sá, sem er frelsaður heíir betri skilyrði til þess að skilja frelsarann heldur en sá, sem veil ekki, hvað frelsi er. Pað er sagt, að Jesús haíi flutt boðskap um Guð sem hinn kærleiksrika föður. Ó, það cr svo satt. Eu það er annað, sem ekki er satt. Því er oft haldið fram, að Páll hafi ekki komið auga á þelta, en í slað þess hali hann búið til strembið og torskilið trúarkerfi, þar sem sýna eigi og sanna, hvernig rjettlæli Guðs verði fullnægt, og þannig sje kenn- ingin um friðþæging og fórn til oröin. En jeg spyr: Skyldi Páll samt ckki hafa sjeð kœrleika Gnðs? Hvað segj- um vjer um þessi orð hans? »Jeg er þess fullviss, að hvorki dauði nje líf, nje englar, nje tignir, nje hið yfir- standandi, nje hið ókomna, nje kraft- ar, nje liæð, nje dýpt, nje nokkur önnur skepna muni geta gert oss við- skila við kœrteika Guðs, sem birtist í Kristi Jesú Drotni vorum«. (Róin. 8. 38. 39.). Og á öðrum stað: »Svo að þjer fáið, ásamt öllum heilögum, skilið, hver sje breiddin, lengdin, hæðin og dýptin og komist að raun um kœrleika Krisls, sem yfirgoæfir þekkinguna«. (Efes. 3. 18. 19.). Sá maður, sem ritaði 1. Kor. 13, hefir áreiðanlega komið auga á kærleikann, og haít næman skilning á hinni mestu gjöf, sem var gefin syndugum heimi, af því að Guð elskaði að fyrra bragði. Pannig horfi jeg á Pál, hinn frels- aða, sem fer land úr landi, til þess að vitna um frelsarann. Kærleikur Krists knýr hann. Og er jeg hugsa um, hvernig Pall og aðrir Guðs vottar voru knúðir af kærleika Krists, þá sje jeg mfna veiku trú, og finn þörf á að biðja: Auk mjer trú. En um leið og jeg bið þannig, þá er mjer það styrkjandi gleði, að lesa vitnis- burð þeirra, sem tala um blessun trúarinnar. Jeg hefi nokkrum sinnum og nú

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.