Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.02.1927, Blaðsíða 5

Bjarmi - 01.02.1927, Blaðsíða 5
B J A R M I 33 á dyr. En trúin, sem vex, á einnig að likjast þjóninum, sem með trúmensku vinnur starfið fyrir húsbóndann, og um slíkt starf talar einnig guðspjall dagsins. Trúin, sem vex, getur sjest hjá móðurinni, sem bætir föt litla drengsins, og hjá stúlkunni, sem matreiðir fyrir heimilisfólkið. Trúin, sem vex, þekkist á hinni sönnu sorg og sársauka, hún finnur til, þegar mælt er á móti hinu hei- Iaga, og hún finnur til, þegar hún sjer hinar litlu framfarir hjá sjálfri sjer. Trúin, sem vex, þekkist á hinni sönnu gleði, þá rætast orð postulans: Eins og hryggir, en þó ávalt glaðir, eins og fátækir, en auðgum þó marga, eins og öreigar, en eigum þó alt«. (2. Kor. 6,10). Trúin, sem vex, þekkist á þakklœti og auðmýkt. Vjer erum ekkert. Öll bjálpin kemur trá Guði. Hans er mátturinn og dýrðin. Frá honum er gjöfin. Hvað er veglegra, hvað er betra, hvað er sannara, hvað er eftirsókn- arverðara en hin kristna trú? Á hverju er oss meiri þörf? Látum þá þörfina knýja oss til að biðja: Auk oss trú. Amen. Kristur og Indland. Árið sem leið kom út bók eftir amerískan kristniboða, Stanley Jones, sem vakið heflr hina mestu athygli og er einhver allra bezla bók um kristniboð, sem jeg hefi lesið, þegar kristniboðssaga Henry Ussings er frá- skilin. Á frummálinu, ensku, heitir bókin »The Cbrist of the Indian Road« (verð 3V2 shilling). Nú er hún ný-komin í ágætri danskri þýðingu eftir Knud Hee Andersen og heitir þá Kristus og Indien (verð 3,25 ísl. kr.). Útg. Dausk Missionsselskab. Saga höfundarins er eftirtektarverð. Fyrst var hann 8 ár í Indlandi (prestur hjá Englendingum, bóka- útgáfustjóri, trúboði og umsjónar- maður kristniboðs í slóru hjeraði). Þá misti hann alveg heilsuna af of- þreytu, hvarf heim og hvildi sig, en fjekk sífeld máltleysisköst og aðsvif, er hann kom aftur til Indlands; stoðaði ekkert, þótt hann leitaði sjer margra mánaða hvíldar á fjöllum Stanlcy Jones. uppi þar syðra og færi svo varlega með heilsu sína, [sem frekast varð. Jafnskjótt og hann tók að prjedika, fjekk hann aðsvif, og ekkert útlit á öðru en að hann yrði að, fara al- farinn heim, heilsulaus og ráðþrota. Sjálfur þráði hann að geta starfað meðal æðri stjetta Indlands, sem flestum kristniboðum hefir fundist árangurslftið. En þegar öll sund virtust lokuð, kom hjálpin af hæðum. Segir hann svo frá þeirri breytingn: »Jeg sá engin ráð önnur en að hverfa að svo búnu veslur um haf. Það var ein af skuggalegustu stund- um æfi minnar. Um það leyti var jeg á samkomu i Lucknow. I*egar jeg var að biðja — og hugsaði ekkert sjerstaklega um sjálfan mig — var

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.