Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.02.1927, Blaðsíða 8

Bjarmi - 01.02.1927, Blaðsíða 8
36 B J A R M 1 inberlega hafa heyrst gegn barna- lærdómsbókunum, hafa snúist bein- línis gegn innihaldi þeirra og þá sjer- staklega gega Helga-kveri. Menn hafa kannast við að það væri best samiö, en nýmælamenn hafa talið það alveg ófært, af því það það væri svo strang- lúterskt. Ljóðakver sra Valdimars Briems hefir vart verið nefnt á nafn, og ættu þó Ijóð að vera börnunum auð- læiðari og minnistæðari en óbundið mál. Að visu mun það hafa verið upp- selt um hríð, en ótrúlegt er að út- gefandi þess hefði ekki verið fús til að endurprenta það, ef eftirspurn hefði verið mikil. Það er ekki rjett, sem sra B. St. segir, að almenningur ráði litlu um hvaða kver sjeu endurprentuð. Auð- vitað fara bókaútgefendur með þá bók, sem aðrar bækur, endurprenta þá bókina oftast, sem mest er spurt um eða best selst. — Klaveness-kver eða Ljóða-kverið hefðu getað alveg komið í veg fyrir endurprentun Helga-kvers, ef annaðhvort þeirra eða bæði hefðu oröið vinsælla en það. En þeir hafa ekki gætt þess, Ás- geir Ásgeirsson fræðslumálastjóri og samherjar hans, sem ætluðu að ganga af því dauðu með blaðaskömmum og ádeiluerindum, að þorri alþýðu vorrar hafði ekki eins mikla óbeit á lúterskum kristindómi og þeir von- uðu, og að svæsnustu árásirnar á inni- hald kversins snerust íbestu meðmæli með kverinu í augum æðimargra, svo að jeg býst við að nú verði fjöldi manna mikiu tortryggnari gegn hverri tilraun til að koma að nýju kveri eða verulegri endurskoðun gömlu kveranna en ella mundi, ef aðfinn- ingarnar hefðu verið dálítið hóflegri en þær hafa verið. Sá, sem ætlar sjer að rífa niður með frekju og stóryrðum, uppsker tortryggni og köld andsvör, og á miklu erfiðara á eftir að koina á sanngjörnum umbótum. Þeim væri holt að minnast þess, sem mest skamma Helga-kver. Að öðrum kosti mega þeir búast við að fara í gröL ina löngu á undan því. Hitt væri ráðlegra að þeir reyndu sjálfir að búa til nýlt kver, sem ekki væri svo frásneylt kristindómi að einhver vegur yrði til að fá það lög- lielgað iil fermingarundirbúnings í þjóðkirkjunni. t*á skæri reynslan úr hvort það gæti smámsaman bolað eldri kverum frá eða ekki. — ^Það heldur velli, sem hæfast er«. En ekki er þvi að leyna, að Bjarmi telur óhugsandi að nokkurt eitt kver, nýlt eða gamalt, nái fullum vinsæld- um allra, eins og nú er komið stefn- um innan þjóðkirkjunnar, og þólt gott kver og tímabært kæmi út, væru vandræðin ekki úr sögunni fyrir þá, sem ekki er sama um allan ákveðinn kristindóm. (Meira). Þokan og óveðriö. Nú þykir mörgum vera farið að hvessa hastarlega úr lognmollu þok- unni, sem grúft hefir yfir islensku kirkjunni Ianga hríð. — t*að eru ungu íslensku námsveinarnir, sem fyrstir ríða á vaðið. Mörgum virðist standa nokkur geigur af þessu óveðri. En það kem- ur bara af því, að þeir hjeldu, að þessi þoka væri ekki annað en mein- leysisgufa, sem hj»ðna mundi á sín- um tíma umbrotalaust. En það þurfti varla nema heil- brigða skynsemi að sjá, að þessi þoka var illkynjuð óveðraþoka, þrátt fyrir alt lognið og spektina.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.