Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.02.1927, Blaðsíða 11

Bjarmi - 01.02.1927, Blaðsíða 11
B J A R M I 39 fyrir greiðslu á skuldinni. Það breyt- ir málinu, — og gerir ferð okkar hingað þarflausa«. »Hvaða — hvaða endemisþvætt- ingur er þetta?« sagði Björn og varð bylt við. »Hvað sagðirðu? — Helga — viðurkenuingu — skuldagreiðslu — —«. »Já, — þu hlýtur að álta þig á þessu, þegar þú hugsar rólega um það«, hjelt hreppstjórinn áfram. »Eu sú fjarstæða! Þarna kom vús- ínan á botninum !« hrópaði Björn og hló hátt. — »Þú ætlast tæpast til að jeg triu þessu — eða hvað?« Og nú horfði hann ekki sjeriega vingjarn- lega á hreppstjóranu, sem brá sjer hvergi. »Vertu rólegur, maður«, sagði hann. »Mjer virðist þetta hvorki hlægilegt eða ótrúlegt, Öllunr getur orðið það á að gleyma, jafnvel sinni eigin und- írskrift, en nafnið þitt stendur nú hjerna ritað af þinni eigin hendi — þú kannast auðvitað við þetta —«, og hreppstjórinn rjetti blaðið til Björns, án þess að sleppa því við hann. »Sjáðu og lestu sjálfur«, sagði hann fremnr stuttur í spuna«. En nú var Björn æfur. — »Nei og aítur nei«, sagði hanu. — »Jeg kannast alls ekki við þelta klór — mjer kæmi það ekkert á óvart þó drósin lijerna hefði falsað þennan suepil — það er ekki meira en aun- að, sem brallað er — og — og jeg dæmi það alveg ómerkt —«. Helga hafa staðið þegjandi í 'ömu sporum og hlýtt á samtal Björns og hreppstjórans, en nú stje hún feti framar á gólfinu og beindi orðum sínum til Björns, um leið og hún leit á hann þeim auguni, sem jeg gleymi aldrei. »Það er þýðingarlaust fyrir þig, Björn bóudi, að gera fleiri tilraunir lil þess að svíviiða mig og sverta — nóg er þegar komið af svo góðu«, — mælti hún og lagði þunga áherslu á kvert orð. »En tvisvar verður þjer eigi goldin sama skuldin — og ann- ars á jeg ekkert vantalað við þig hjeðan af — jcg fel yfirvöldunum að skera úr málum minum við þig, og mælisl til þess við þig, já, krefst þess af þjer, að þú hypjir þig tafarlaust burt hjeðan af heimili mínu. Teljirðu til frekari skulda við mig, ætlast jeg til að yfirvöldin !eggi sögur þinar um mig og framkomu þína gagnvart mjer til jafns við þá sltuld«. Að svo mæitu kvaddi Helga hrepp- stjórann með handabandi, en sneri baki við Biini og gekk hægt út, tígu- leg og fögur. Litlu síðar riðu þeir fjelagar úrklaði. Við stóðum hvort við annars hlið — og horfðum á eftir þeim. Björn þeysti alt hvað af lók og Ijet skapið bitna á klárgreyinu sinu. »Þú sigraðir«, sagði jeg og leit á Helgu. Hún brosti einkennilega um leið og liún sagði: »Stærsti sigurinn er samt óunuinn enn þá«. Bækur, Stefanía Melsteð. Æflminning og brjef, með 7 myndum. Bogi Th. Mel- sleð heflr gefið þar út ágætt minn- ingarrit um systur sína, er dó 25 ára gömul og var keilsulaus hálfa stutta æfina sína, cn bar veikindin með kristilegri hugprýði og trúartrausti. Er hverjuui trúhneigðum manni og þó allra helst sjúklingum andlegur gróði að lesa hrjef hennar og andsvör. Bókin er 72 bls. og mun kosta 2 ki\, en svo er mælt, að upplag hennar sje mjög lítið, og muu því svo fara, að færri eignist en vilja. Gefur Bjarmi henni bestn meðmæli.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.