Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.02.1927, Blaðsíða 14

Bjarmi - 01.02.1927, Blaðsíða 14
12 B J A R M I hafi ekki verið guðsson, frekar en við allir, því við sjeuru aliir guðs- synir. F’rásögnin um fórnardauða Krists og friðþægingu hansvið Guð bneykslar þá og kraftaverkasögurnar, telja þeir hugarburð einn og hjegóma. Yfir höf- uð reyna þeir að reita af Krisli alt það er gerir hann guðdómlegan i aug- ura haus trúuðu iærisveiua. Með öðrum orðum þeir gera Krist að ósannindarnanui. Við látum okkur það í Ijetlu rúmi liggja þótt einstaka hugsunarlitlir gapar, sem skóli iífsins er ekkert far- inn að aga, tali eða skiifi á þann veg En þegar það eru prestar þjóðkirkj- unnar, sem eru farnir að hreyfa slík- um kenningum.þá getur slíkt varla ver- ið látið ótalið. Slíkir prestar eiga ekki að hafa pláss í þjóðkirkju vorri, þótt hún eigi að þeirra dómi að vera sem rúmbest. Þeim væri sæmra að taka hatt sinn og segja skilið við hana heldur en að nota hana sern vígi, ti! þess að rífa niður hennar hraustustu varnarmúra. Mundu þeir sjálfir telja heiðarlegt að lifa á íje þess fjelags, sem maður er alveg ósamþykkur og reynir að veikja á ýmsa lund? Hafa í rauninni slíkir prestar nokkurt rjett til þess að vera prestar í þjóð- kirkju vorri? Er þeim það nokkur styrkur eða hugarljettir þótt þá vanti trúna, að vera að veikja þann kraft og huggun sem trúin veitir öðrum, og sem þeir byggja á sínar eilífðar vonir? Vei þeim sem hneykslunum veldur o. s. frv. Það er svo margt sein snertir eilífðarmálin sem erfitt er að sanna eöa þreiía á, það er svo víða sem skynsemin kemur að lokuðum dyrum, en þar veröur trúin að taka við. Það er hún sem ein er þess megnug að lj'fta upp því fortjaldi, sem aðskilur tímann og eilífðina. Eyðimerkurgróðurirn gelur lifað og þroskast á meðan sói og regn frjófgar hann. En þegar frostnæðing- taka að leika um hann, fölnar hann skyndilega, vegna þess að hann vant- ar alla hlífð og skjól. Þessir niðurrifsmenn eru komnir út á cyðimerku sjálíir og vilja fyrir hvern mun að aðrir komi með sjer. En þegar nepjufrost og næðingar lífsins fara að gera vart við sig, þá getur ekki Krists kross veitt þeim vernd eða skjól. I’eir verða þá sem gróður eyði- merkunnar, hlífðarlausir, og hverfa af leikvelli lífsins, svo ekkert sjest eftir þeirra líf eða starf á þeim svið- urn nema kaldar og gróðurlausar auðnir. Kristindómsvinur. Brjef úr Eyjafirði. Akureyri 12. ág. 1926. Heill og sæll Bjarmi minnl Hjer með sendi jeg þjer nokkrar línur um trúmálaástandið hjá okkur Eyfirðingum, eins og það blasir við mjer. En ástandinu getur ekki orðið rjelt lýst á annan hált, en skifla fólkinu í flokka. í fyrsta flokknum tel jeg hreina biblíutrúarmenn, í 2. fl. þá, sein aðhyllast andatrú og guðspeki, í 3. fl. þá, sem fylgjast með kirkjunni einni, af vana og gamalli hefð, og í 4. flokki tel jeg þá, sem láta öll andleg mál afskiftslaus, gera öllum trúarbrögðum jafn hátt eða jafn lágt undir hölði, og fljóta þannig sofandi að feigðarósi. Jeg get hugsað mjer að þessi flokkur sje einna fámennastur, þó er það vafa- samt, og þar næst sá flokkurinn, sem trúir heilagri ritningu, en báðir miðflokkarnir talsvert fjölmennari en hinir tveir. En eins og jeg hefi þeg a

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.