Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.02.1927, Blaðsíða 16

Bjarmi - 01.02.1927, Blaðsíða 16
44 B J A R M I Hitt sýnir reynslan að þeir voru og eru miklu íleiri en Páll postuli, sem höfn- uðu Krisli fj’rst, en sncrust þó til fylgdar við hann síðar. Er ástæða til að minn- ast þess jafnan, eu ekki sist i trúmála- baráttu. Áteljum hiklaust hættulega villu, en biðjum fyrir þeim, sem villast. Um »forherðingu« þeirra vitum vjer ekkert, en munura, að Kristur sagði: »Hver sem mælir orð gegn Manns syninum, honum mun verða fyrirgefið, en hver sem mælir gegn heilögum anda, honum mun eigi verða tyrirgefið, hvorki í þessum heimi nje heldur í hinum komanda«. (Matt. 12, 32.). Skilaboð. Húsfrú Sólveig Ólafs- dóttir á Núpi í Haukadal, biður Bjarma í brjefi dagsettu 7. f. m., að flylja hjart- ans-kveðju og þakkir sínar og barnahóps- ins síns stóra, til þeirra, er fólu rilstj. þessa blaðs að senda henni 310 kr. jóla- gjöf i vetur. Er því hjer með skilað, þvi gefendurnir lesa Bjarma. Sra Ófe^igur Vigfússon í Fells- múla er skipaður prófastur í Rangár- vallasýsiu. Sra Stefán Jónsson pró- fastur á Staðarhrauni befir fengið lausn Irá embætti vegna heilsubrests, er því Staðarhraunsprcstakall laust til umsókar. Vinir Bjarma eru heðnir að minn- ast þess, að nú eru alveg sjerstakar á- stæður til að úlbreiða hann, svo áhrif hans vaxi og tölublöðum geti fjölgað — orðið fleiri eu 30 þ. á. Reykvikingar og margir fleíri munu sjá, að það er ekki lítilsvert, eins og sakir standa, að Bjarmi gæti oft flutt svipaðar ræður og þær, sem hann flutti síðast og nú eftir sra Bjarna dómkirkjuprest, en þá þarf að fjölga tölublöðum. Nóg eru umræðuefnin og bíða nú þeg- ar svo margar aðkomnar greinar að rit- stj. kemsl varla að. En minnist þess, að skrifa undir fullu nafni. Pað er ýmsra hluta vegna miklu æskiiegra, og þá er fremur unt að taka greinar, sem að ein- hverju leytí eru öðru vísi en ritstj. liefði helst kosið. En verið ekki langorðir, því að rúmið er lakmarkað. Eins og fyr er sagt: er í raun og veru verðið lækkað fyrir nýja kaupendur og alla aðra skilvísa kaupcndur. Nýir kaup- endur fá, um leið og þeir horga 5 kr., allan árg. þ. á., hvað mörg tölublöð sem hann verður og auk þess nýja bók, æfi- sögu Páls Kanamóri, er annars kostar 1 kr. 00 aura. Allir eldri kaupendur, sem borga blaðið fyrir gjaiddaga (1. júlí þ. á.) fá ritið: »Einu sinni á ári« ókeypis. En burðargjaldið (40 aur. og 7 aur.), greiða viðtakendur og geta borgað ífrímerkjum. Passíusálma með nótum, fá útsölumenn ókeypis, sem senda borgun, frá 4 eða fleiri uýjum kaupendum. Verið nú samtaka, sem unnið stefuu Bjarma, og sendið m. k. nafn eins kaup- anda hver um ieið og þjer sendið borg- un fyrir þennan árg. Frá Kína! Nýkomin eru brjef frá Ólaíi kristniboóa í Iíina skrifuð um miðj- an desember. Stóðu þá bardagar i borg- inni þar sem hann hýr; flýðu konur og börn hundruðum saman til krislniboðs- stöðvarinnar og eina nóltina dundu skot- hríð á lienni, ekkí særöust þar samt nema 2 meun þá nótt en'hryllilegt var ura að litast viða annarstaðar i horginni um morguninn. »Nú erum vjer úr hættu«, eru síðustu orðin i brjeíi, er Ólafur lauk við 17. desember f. á. í næsta 1)1. kemur skýrsia Ólafs. 20. árg.: Á. Á. Múlak,; Á. H. Fyrli; A. F. Hólmlátri; B. S. Berserkseyri; B. E. Eyrarb. og Hrafnabj.; B. H. Háafelli; B. J. Snotrunesi; D. K. Drápuhlíð (5 eint.); E. M. Kálfatjörn; E. P. Odda; Fr. G. Súðavik (3 eint.); G. S. Siglul. (32 eint.); G. E. Hurðarb.; G. G. Snarlarst.; G. B. Höfn (2 eint.); G. J. Reykjancsi; G. Porv. Ási; H. G. Svarfhóli; H. M. Skörðutn (4 eint.); H. O. Langeyri; J. F. Djúpavogi (2 eint.); J. M. Bakkagerði; I. M. Borgarnesi (2 eint.); J. J. Gíli, Kambshóli og Bug; J. S. Lónkoti og Vatnahjáleigu; K. G. Tröð, Bólstaðahl. J. J. Hvammi; K. Ií. Fáskrúðsf. (5 eint.); K. J. Hnífsdal (2 eint.); M. G. Brekku; M. J. Klausturh. og Skálmanes- uiúla; M. Ó. Bæjum (5 eint); M. P. Ilrafnadal; Ó. D. Hurðarb; Ó. P. Hvítu- hlið; O. H. Kjarlaksst.; P. J. Dagverðarn.; Systurnar á Iíirkjuhvoli (80 eint.); S. V. Fjarðarh. (4 eint); S. J. Mariub. og Lundi (2 eint.); S. G, Fitjum; S. S. Vöglum: S. G. Ormst. (3 eint.); T. J. Víghólsst.; T. S. Járngerðarsl; V. Ö. Kollsvík; P. J. Iíafra- læk; P. E. Torfabæ. Utgefandi: Sigurbjörn Á. Gíslason. Prentsmiöjan (iutenberg.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.