Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 15.02.1927, Qupperneq 1

Bjarmi - 15.02.1927, Qupperneq 1
BJARMI —== KRISTILEGT HEIMILISBLAÐ = XXI. arg. Reykjavfk, 15. febrúar 1927. 7. tbl. fyrirverð mig ekki fyrir Krists fagnaðarerindi". — Páll. Ársskýrsla kristniboðans 1926. Kristnið — Skírið— Kennið! Krislur. Guði þóknaðist að opinbera son sinn í mjer, til pess að jeg boðaði hann meðal heið- ingjanna. Páll postuli. Á öllum ölduni, síðan kristni hófst, heíir Páll postuli verið hin inikla fyrirmynd trúboðanna. — Kenning og framkvæmdir er í lífi flestra manna silthvað. En óvenjulega hefir Páll postuli verið að því Ieyti sjálfum sjer samkvæmur. Kennimanninum Páli hefir enn þá enginn staðið á sporði, og engu síður er hann óvið- jafnanlegur þegar til framkvæmd- anna kemur. Guðlegs innblásturs gætir hjá honum í starfinu engu síð- nr en í kenningunni, i verki engu siður en í orði. Svo var Páll postuli Guði hlýðinn að undirgefni hans var takmarkalaus. »Jeg met lífið einkisvirði fyrir sjálf- an mig«, sagði hann, »ef jeg bara má enda þjónusluua, er jeg tók við af Drotnk. Og leiðsögn Audans fylgir hann æfiulega mótmælalaust. Er þess víða getið: Heilagur Audi varnaði þeim að tala orðið í Asíu«. sReir gerðu tilraun til að fara tii Bityniu, en Andi Jesú leyfði þeim það ekki«. »Að tillaðan Audans ásetti Páll sjer að ferðast um Makedóniu —«. »Bund- inn i anda er jeg á leið til Jerúsal- em, vitandi eigi hvað þar muni mæta mjer, nema hvað beilagur Andi birt- ir mjer í hverri borg, og segir að fjötrar og þrengingar bíði min«. — Margra alda reynsla ótal kristni- boða bendir ótvírælt í þá átt, að best muni ávalt fara á, að taka sjer til fyrirmyndar hinn mikla brautriðj- anda og frömuð kristniboðs meðal heiðingjanna. Má enda með sanni segja, að kristniboðarnir hafa veriö eftirbreytendur Páls postula eins og hann var Krists. Eru vinnubrögð hans engu að síður en boðskapurinn af Guði þannig mótuð. Með tvennu móti gætir kristni- boðinn skyldna sinna, gagnvart Guði og söfnuðinum, hvers erindreki hann er. Hann boðar heiðingjunum fagn- aðarerindið og gætir jafnframt safn- aðanna nýmynduðu. Hann boðar fyrst og fremst Krist meðal heiðingjanna og gætir því næst safnaðanna, sem honum hetir tekist að stofna. Sá er tilgangur allrar kristniboðs- starfssemf, að söfnuðir myndist. En safnaðamj'ndun í heiðnu landi er meiri erfiðleikutn bundin en menn heima geti hugsað sjer það. Pó er framtið kristniboðsins á hverjum stað undir því komin hvernig það tekst. í safnaðarstarfinu meðal heiðingj- anna eru rit Páls postula, eins og gefur að skilja, ómetanlega dýrmætur leiðarvísir. Honum var full ljóst hve mikið er undir því komið, að söfn- uðirnir verði andlega og efnalega

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.