Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.02.1927, Blaðsíða 2

Bjarmi - 15.02.1927, Blaðsíða 2
46 B J A R M I sjálfstæðir. Verji maður peningum kristniboðsfjelaganna og vinnu trúboð- anna mest megnis í þarfir safnaðanna, hver boðar þá Krist meðai heiðingj- anna? — »Skyldukvöð hvílir á mjer, já, vei mjer, ef jeg boða ekki fagn- aðarerindiðk — — — Kristniboði ykkar hefir siðaslliðið ár aðallega unnið að trúboði meðal heiðingjanna, en þó jafnframt gegnt safnaðarstarfi á útstöðvunum einkan- lega. Á starfsviði Kina-sambandsins norska hafa verið hagstæðir tímar að ýmsu leyti, þrátt fyrir borgara- styrjöldina miklu; fólk er okkur vin- veitt og einstaklega inóttækilegt fyrir fagnaðarboðskapinn. Víðast hvar þar sem jeg hef ferðast hefir kristniboðs- starfið verið á byrjunarstigi og árang- urinn því oft og einatt naumast sýni- legur. Lærlingum hefir talsvert fjölg- að. Pess eru naumast dæmi, að heiðingjar snúist til lifandi trúar fyr en þeir hafa numið kristin fræði. En iðrun og lifandi trú eru ekki ávalt þekkingunni samfara, hjer fremur en heima. Jeg hef sjeð þess mörg dæmi siðast liðið ár, að enn þá er orð Guðs lifandi og kröftugt. Veit jeg enga gleði stærri, en að veita þeim inngöngu í söfnuð lifanda Guðs, sem hlýddu á- minningunni fornu: »Gerið iðrun og snúið yðurk í Guðs riki eru sáðtímar og upp- skerutímar. Fyrir sáðmanninn er eng- in ástæða til að æðrast hafi hann sannreynt og sje sjer þess meðvitandi að hann er samverkamaður Guðs og vinni á hans vegum. Vertu Guði trúr hvaða starfa sem hann felur þjer. Hann hefir heitið þjer liðveislu sinni. Hann sjer um ávöxtinn. Jeg er Guði þakklátur fyrir hvert einasta tækifæri, sem hann gaf mjer liðið ár, til að aefna á meðal heiðingjanna nafn Jesú, nafnið, sem er ofar sjerhveiju nafni, sem nefnt er. Ferðatjaldið, sem kristniboðsvinir á fslandi sendu mjer, hefir komið að góðum notum. f því hefir nú þús- undum heiðingja verið boðað orð Guðs. Enn þá mun tjaldið verða mikið notað, þó áætianir minar í Yunyang sjeu nú aliar farnar i mola. Pað var ekki sársaukalaust að verða að hverfa frá nýbyrjuðu starfi þar. Vegna manneklu sá ársfundur kristni- boðarma á Haishan s. J., sjer ekki fært að nema ný lönd eða færa út kvíarnar. Svo nú er jeg fluttur í annað hjerað og hef orðið að verja miklum tima til að læra nýja mállýsku. Að því er mjer reyndar mikill hagnaður, því opinbera málið, »Gwan-hwaa er hvergi hreinna talað í Kína en hjer í Honan, og svo gefst mjer nú tæki- færi til að endurskoða þá ögn, sem jeg áður kunni í kinversku. Ekki eru full 30 ár liðin síðan kristniboðsstarf var hafið hjer i Teng- chow. (frb. Dengdjó). Safnaðarmeð- limir eru nú alls nokkuð á fimta hundrað. Stærstur er söfnuðurinn hjer á aðalstöðinni, og i barnaskóla trú- boðsins hjer voru hjer um bil 90 nemendur í fyrra. Útstöðvar eru i, er full dagleið til þeirrar, sem er lengst i burtu. 580 þúsund ibúar kváðu vera hjer í sýslunni, enda er iandið bjer flatt og frjósamt og mjög þjettbýlt. Ræningjar hafa þrengt hjer að kosti manna undanfarin 3 ár, ea ber nú fremur lítið á þeim. Tveir kristniboðar hafa hjer nóg að gera; mundi okkur áreiðanlega ekki skorta verkefni, þó við heiðum verið 20. Kinversku samverkamenn- irnir okkar verða auðvitað að bera hita og þunga dagsins. Tjaldi höidum við úti a. m. k. ® mánuði ársins; vinna nú 6 inniendir ferðaprjedikarar í því, tala þeir auð-

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.