Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.02.1927, Blaðsíða 7

Bjarmi - 15.02.1927, Blaðsíða 7
BJáRMI fyrst að kynna mjer hann verulega, þegar leið að fermingaraldri. Eu áður en jeg vissi af, kunni jeg flest utan- hókar, því sá partur »kversins« var mjer hreinasta yndi, jeg man hvað mjer leið vel, þegar jeg sat með »kverið« í kjöltunni (prjónarnir áttu að vera með, en þeir lágu uppi í vúmshorni)—las 16. og 17. kaflann, og hugleiddi hve yndislegt væri að iifa, ef allir breyttu eftir þessu. — "Ó hvað jeg tók af öllu hjarta undir þessi orð: »Lifið er dýrmæt gjöf Drottins«. Ekki man jeg eftir, að presturinn okkar hefði neinu við að bæta, það sem »kverið« okkar segir. Hann bar sjálfur djúpa lotningu fyrir Guði og kristindómi, það fundum við og feng- um áhrif af, en hann ljet sjer annars alveg nægja, þegar við gátum svarað með orðum »kversins« og skildum hvað við fórum með. Eftir ferminguna þóttu mjer um- skiftin köld, er jeg hætti að »ganga dil prestsins«, en fór að vinna fyrir mjer. Óharðnaðir starfskraftar minir voru öðrum seldir, en — Guði sje lof — »kverið« mitt hafði jeg lœrt, svo það varð ekki frá mjer tekið, og löngum var mjer hugbót, að rifja upp ýmsar greinar úr því. Seinna Jærði jeg að lesa og virða bibliuna, en jafnan eru mjer þær ritningar- greinar tiltækastar, sem jeg lærði í Jaterinu minn. Ingveldur Einarsdóttir. Tið sjómannaguðsþjónustur i kirkjum í Reykjavík 30. jan. gáfust Sjómannastofunni 894 kr. 05 au. og við merkjasölu í bænum daginn eftir komu inn 367 kr. Þótt víða sje pröngt í búi, sjá menn betur og betur að óhætt er að gefa til góðra fyrirtækja. Þú ert Guð. Guð frá eilífð ertu og varstu, alt ber vitni um guðdóm pinn. Alheims syndabyrði barstu, blessaði, góði Jesús minn. F*ú ert kongur kynslóðanna, Kristur, Drottinn tignarhár, heimsins ljós og lííið sanna læknar mannkyns dýpstu sár. Ó, sælt i bæn er höföi að halla, hjarta þíns i náðarskjól; frá þjer streymir eilifö alla elska, kraftur, líf og sól. S. H. Leiðrjetting. Par sem mjer skilst ekki betur en að mjer hafi i blaðinu »Bjarma« verið borið á brýn, að jeg muni hafa gert mig sekan i brjefafölsun, þá neyð- ist jeg til að krefjast þess af ritstjóranum, samkvæmt tilskipun um prentfrelsi frá 9. maí 1855, 11. grein, að eftirfarandi vott- orð verði prentað í næsta tölublaði nefnds rits. Meira en 3 ár eru liðin síðan brjef þau frá prestunum, sem um er að ræða, bárust til mín; menn glata oft brjefum á skemri tima en það. Samt heíir mjer tekist að finna öil brjefin nema eitt. Það hefir einhvern veginn glatast. En úr því að jeg hefi lagt fram á bæjarfógetaskrif- stofunni frumrit prestanna af öllum hin- um brjefunum, vona jeg að góðviljaðir lesendur blaðsins ætli mjer ekki að hafa falsað kaílann úr þessu eina brjefi, sem jeg get nú ekki fundið, — kaflann, sem hlýtur að vera langmeinlausastur þeirra allra í augum Bjarmaritstjórans og annara, er í þetta kristilega blað rita. Laugarnesi, 3. febrúar 1927. Haraldur Níelsson. Pað vottast hjer með notarialiter eftir nákvæman samlestur, að brjefkaflar þeir sem prentaðir eru í greinum prófessors Haralds Níelssonar i »Tímanum« 4. ágúst 1923 og 12. janúar 1924 eru nákvæmlega samhljóða frumritum brjefa frá 7 prest- um til prófessorsins, að undanteknum einum brjefkafla í tölublaðinu frá 4. ágúst 1923: »Priðji skrifar: »Pví miður hefi jeg

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.