Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.03.1927, Blaðsíða 1

Bjarmi - 15.03.1927, Blaðsíða 1
BJARMI === KRISTILEGT HEIMILISBLAÐ = XXI. árg. Reykjavík, 15. mars 1927. 9,—10. tbl. „Farið og gerið allar þjóðir að lærisveinum“. (Maff. 28, 19). Mustarðskornið. Prjedikun í (lómkirkjunni á 2. sunnudag i niuviknaföstu. Eftir síra Friðrik Hallgrímsson. ))Og hann sagði: Hvernig eigum vjer að samlíkja guðsriki eða i lwaða dœmisögn eigum vjer að búa pað'? Pví er eins farið og muslarðskorni, sem sdd er i jörðu, og er pá hverju sáðkorni smœrra; en pegar búið er að sá, og pað lekur að spretta,- verður pað öllum jurlum slœrra og Jœr slórar greinar, svo að fuglar himins geta hreiðrað sig í forsœiunni af pvi«. — Mark. 4., 30-32. »í fornöld á jörðu var frækorni sáð, það fæstuin var kunnugt, en sumstaðar smáð; það frækornvar guðsriki’, í fyrstunnismátt, en frjóvgaðist óðum og þroskaðist brátt«. Sálmurinn fagri, sem byrjar á þessu versi, er ortur út af likingu frelsarans um mustarðskornið. Sú líking á að kenna okkur þetta um Guðs ríki: hvernig það byrjaði smátt, en vex og á aö halda áfram að vaxa, þangað til það nær yfir allan heim. Siðan frelsarinn talaði þau orð, eru liðnar margar aldir. þegar við lftum ytir þær, sjáum við hvernig það, sem þá var sagt, hefir komið fram og er að koma fram. Og sálm- urinn er eins og yfirlit yfir það, hvernig sá sannleikur, sem líkingin boðar, rætist í fortið, nútíð og framtið. Lflil var byrjunin og óálitleg fyrir manna sjónum: spámaðurinn frá Nazaret og fáeinir fylgismenn hans. Það var lítill hópur til þess að ráð- ast í slíkt stórvirki. Og þeir voru ekki mikils metnir afheiminum; þeir voru skoðaðir tæplega andlega heil- brigðir trúarvinglsmenn og ofsóttir; meistarinn Ijet lifið á krossi fyrir hendi heiðinna hermanna, og sumir af postulum hans liöu pislarvættis- dauða. Svona var byrjunin; svo fór um sáðmennina, sem gróðursettu guðsríki i akri mannfjelagsins. Þá virtust ekki vera mikil likindi til þess, að það frækorn yrði nokkurn tíma að stóru trje. Og ekki urðu horfurnar betri þegar frjóanginn litli gægðist upp úr moldu og fór að gera vart viö sig; því: »Pá dundu’ yfir stonnar og hretviðrin hörð, og hagljel og eldingar geisuðu’ um jörð«. Hópurinn litli stækkaði nú smám saman, og í Jerúsalem myndaðist blómlegur kristinn söfnuður. En hann hafði ekki lengi frið. Á píslarvættis- degi Stefáns hófst mikil ofsókn. Læri- sveinarnir tvístruðust út um alt land- ið, — en þeir fiuttu fagnaðarerindið með sjer; og þannig varð þessi fyrsta ofsókn til þess að útbreiða það. Eftir það ferðaðist Páll postuli víða um lönd með boðskap fagnaðarerindisins, og stofnaði marga kristna söfnuði. Nokkru siðar, um árið 60, hófst Nerós-ofsóknin i Róin. Og ofsóknir

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.