Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.1927, Blaðsíða 2

Bjarmi - 01.04.1927, Blaðsíða 2
78 B J A R M I Ræða, flutt í Grindavlk á sjómannadaginn 1927 af sr. Brynjólfi Magnússyni. Malt. U. 22—33. Guðspjallið upplesna líkist mjög hinu gamla guðspjalli dagsins. Bæði segja frá ferðalagi. Bæði tala um það, að lærisveinarnir komast í hættu, að Jesús hjálpar úr þeirri hæltu og að lærisveinarnir verða svo hrifnir og hugfangnir af honum, að þeir kom- ast til þeirrar ákveðnu niðurstöðu, að hann sje Guðs sonur eða eitthvað annað og meira en venjulegur maður. Tilefnið í hinu gamla guðspjalli er það, að Jesús hastar á vindinn og vatnið svo að varð blíða logn. Pá lýsir undrunin sjer með þessum orð- um: »Hvílíkur er þessi, að bæði vindurinn og vatnið hlýða honum?« Hjer er aðaltilefnið til niðurstöðu lærisveinanna um Jesúm sem Guðs son, að hann gengur sjálfur á vatn- inu og hjálpar Pjetri til að ganga á vatninu án þess að sökkva. Læri- sveinarnir gátu ekki skilið þetta fyrir- brigði út frá daglegum hætti nje reynslu, án þess að gjöra ráð fyrir, að eitthvað yfirnáttúrlegt væri með og á bak við. Peir vissu, að hver vanalegur mað- ur mundi sökkva, ef hann stigi út- byrðis og reyndi að ganga á vatninu. Þeir ályktuðu því, af því að Pjetri tókst þetta fyrir orð Jesú, að Jesús mundi vera meira en vanalegur mað- ur, að hann mundi hafa Guðs mátt, að hann mundi vera yfirnáttúrleg vera, komin til þeirra milt í holdinu, að hann væri með öðrum orðum Guðs sonur, eins og þeir orða það sjálfir, er þeir falla fram fyrir hon- um og tilbiðja hann í trúarlegri lotningu. Pannig litu lærisveinarnir á, sem sjálfir voru með Jesú á veiku skipi i hættulegum stormum og óveðrum. Peir voru vissir um, að það var honum að þakka að þeir björguðust. Ekki vegna mannlegs máttar eða yfirburða þekkingar eða snarræðis í sjómensku, heldur vegna guðlegs máttar hans, vegna þess að þeim virtist hann altaf standa í yfirnáttúr- legu lífs- og kraftarsambandi við hann, sem er yfir öllu, um alt og í öllu og stjórnar með almættishendi sinni bæði á himni og jörðu. En þannig líta ekki allir á, kristnir menn! Pannig lítur ekki vantrúin á, sem með yfirlætisfullum skynsemis- gorgeir hrópar upp gagnvart Jesú: »Hann er Jósefsson, ekki Guðsson. Hann er ekki meira en jeg. Hann hefir engin kraftaverk gert. Alt slíkt eru hugmyndir og tilbúningur löngu liðins hjátrúarfulls tíma, þegar vanþekkingin var sem mest og menn höfðu ekki þá þekkingu á hinu fasta og óraskanlega náttúrulögmáli, sem þeir hafa nú fyrir framför ví>indanna«. Samkvæmt þessu hafa menn á öll- um öldum reynt aö burtskýra alt yfirnáttúrlegt úr kraftaverkasögunum um Jesú. Menn hafa ýmist reynt að segja, að kraftaverkin sjeu aðeins líkingar, eða tilbúningur og misskiln- ingur þeirra, sem ekki kunnu að at- huga rjett og gjöra glöggan mun á sönnu og ósönnu. Þannig segja menn, að kraftaverkið eða hið yfirnáttúr- lega í hinu upplesna guðspjalli sje alt bygt á misskilningi. Jesús hafi aldrei gengið á vatninu, heldur meðfram vatninu á landi, þó lærisveinunum hafi sýnst hitt í myrkr- inu eða daufri birtu næturinnar. — Skipið hafi heldur ekki verið úti á miðju vatni, er Pjetur stje útbyrðis, heldur verið komið fast að landi, og Jesús muni hafa rjett honum hend-

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.