Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.1927, Blaðsíða 4

Bjarmi - 01.04.1927, Blaðsíða 4
80 B J A R M I t Jú, þau orð missa óðara allan mátt til nokkurrar trúar og trausts, svo framarlega sem Jesús var ekki annað og meira en jeg og þú, krist- inn maður, sem ekkert getum fullyrt og ekkert staðhæft af eigin hyggju-. viti í hinum stærstu vandamálum, sem snerta eiiifðina og dauðann. það er áreiðanlega enn jafnsatt sem forð- um, sem postulinn segir: Ef Kristur er ekki upprisinn, þá er trú vor ónýt og vjer hinir vesæluslu allra manna, sem sett höfum trú vora og traust til hans sem guðdómlegs bjálpara vors í lífi og dauða. — — Og hugsið yður enn fremur menn í sjávarháska með kaldan dauðann fyrir augum. Hvaða huggun getur guðspjallið veitt þeim, ef Jesús var ekki meira en þeir sjálfir, — ef hann var Jósefsson — veikur, ófullkominn maður, sem aðeins gat talað fögur orð um traust og kærleik, von og hugrekki, en brast allan mátt til að staðfesta orðin með guölegu tákni og almættisverki, sem vitnaði fyrir læri- sveinunum fyrstu og sjómönnunum á Genesaretvatni, að hann væri Guðs eingetinn sonur og guðdómlegur hjálpari og verndari á hverri hættu- legri stund? — — Nei, aðeins þetta hjálpar yður, sjómenn! Aðeins þetta gjörir yður sterka í s*orminum og hættunum, að þjer vitið að það er guðdómlega satt, að sá sami Jesús, sem forðum gekk yfir djúpið og tal- aði hin hughreystandi orð til hinnar hræddu, litlu skipshafnar: »Hræðist ekki«, — hann gengur enn yfir djúpið og hastar á storminn og öldurnar, — hann rjettir enn út mildiríka hendi sina til frelsunar og hjálpar hverjum sökkvandi lærisveini og leiðir hann farsællega til lands, hvort heldur verður hjerna megin eða hinum megin á strönd eiiifðarinnar. Ef vjer ekki ættum þessa trú og þessa vissu inst inni í sál vorri, hvað þýddi þá fyrir oss að koma hjer saman í guðshúsi og fela oss og sjómenn vora Guðs föður vernd og og varðveitslu í Jesú nafni? — í hverri kirkju landsins er nú prjedikað fyrir sjómönnum og beðið fyrir sjómönnum. Það er gjört í trausti til hans, sem forðum var með á sjónum og ljet guðdómlegan mátt sinn birtast þar í dýrlegu verki nauð- stöddum mönnum til kjálpar. í hverri sál er þess óskað, að slysin megi verða sem fæst, en björgin og blessunin sem ríkulegust. Það er gjört í fullvissu þess, að hann sje með, sem öll góð og öll fullkomin gjöf kemur frá og sem upplýkur mildiríkri hendi sinni og mettar alt, sem lifir, með náð sinni. Og frá óteljandi hjörlum stiga nú upp bænir fyrir besta vininum, sem móðir og systir, unnusta og eigin- kona verða nú að eiga f hinni miklu hættu og tvísýnu úti á kinum hvik- ulu vötnum. Öll sameinast þau bænar- óp í hinni sömu bæn, sem beðin var forðum úti á Genesaretvatninu: Hjálpa þú oss, herra. Líkna þú oss, Drott- inn, sem eitl sinn var með á hættu- legri sjóferð og bjargaðir og hjálp- aðir og gerðir undursamlegt haáttar- verk. Hastaðu á storminn þegar hann rís; gef hugrekki þegar liugurinn ætlar að bila; rjetlu út hendi þína þegar sveinninn þinn hræðist og hyggur að hann eigi fyrir hendi að sökkva og týnast í djúpinu dökka. Þannig biðja óteljandi bæði hjer og hvar annarstaðar sem er hringinn í kring á voru hættufulla landi. Peir gjöra það allir í trausti til frelsarans, Guðs eingetins sonar, sem gefið hefir oss fullvissu um að vjer heyrum allir Guði til og erum allir staddir á sigl- ingunni miklu yfir haf mannlifsins. Biðjum hann að vera með oss á

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.